Biden segist reiður yfir sýknu Rittenhouse Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2021 07:58 Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði vonast til að mál Kyle Rittenhouse færi á annan veg. Alex Wong/Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð. Í yfirlýsingu frá Biden, sem gefin var út í gær, segir forsetinn: „Þó að niðurstaðan í Kenosha veki upp reiði og áhyggjur Bandaríkjamanna, að mér meðtöldum, verðum við að samþykkja að kviðdómurinn hefur talað.“ Fyrr í gær hafði Biden svarað spurningum blaðamanna um málið, en var þá ekki jafn afdráttarlaus um skoðun sína á því: „Ég stend með niðurstöðu kviðdómsins. Réttarkerfið virkar og við þurfum að lúta því,“ sagði forsetinn þá. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en hann hafði gert sér ferð frá öðru ríki til borgarinnar Kenosha í Wisconsin, þar sem mótmæli vegna máls Jacobs Blake höfðu breyst í óeirðir í borginni. Mótmælin sneru að kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og hófust eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Rittenhouse kom til borgarinnar frá heimaríki sínu Illinois vopnaður riffli. Að eigin sögn fór hann til borgarinnar til að vernda fyrirtæki í óeirðunum og veita fyrstu hjálp ef þörf væri á. Rittenhouse féllst í faðma við verjanda sinn eftir að ljóst varð að hann yrði sýknaður af öllum ákæruliðum í málinu.Sean Krajacic/Getty Trump óskar Rittenhouse til hamingju Í kosningabaráttunni í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði betur gegn Donald Trump, sem þá var sitjandi forseti, tísti Biden myndbandi sem ætlað var að búa til tengingar milli Rittenhouse og hreyfingar hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, án þess að sannanir væru fyrir slíkum tengingum. Trump er á öndverðum meiði við arftaka sinn í starfi og hefur óskað Ritenhouse til hamingju með niðurstöðuna. „Hamingjuóskir til Kyle Rittenhouse fyrir að hafa verið talinn SAKLAUS af öllum ákæruliðum. Það kallast að vera SÝKNAÐUR – Og meðan ég man, ef þetta er ekki sjálfsvörn, þá er ekkert það!“ sagði forsetinn fyrrverandi í yfirlýsingu. Hann hefur verið iðinn við að birta stuttar yfirlýsingar á vefsíðu sinni og í fréttabréfi eftir að Twitter-aðgangi hans var lokað í janúar á þessu ári. Inbox: President Trump statement on Kyle Rittenhouse pic.twitter.com/ylAKYR0kDw— Kambree (@KamVTV) November 19, 2021 Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sannfæra kviðdóm um að hann hafi ekki skotið mennina þrjá í sjálfsvörn, og var Rittenhouse sýknaður á þeim grundvelli. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19. nóvember 2021 18:18 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Biden, sem gefin var út í gær, segir forsetinn: „Þó að niðurstaðan í Kenosha veki upp reiði og áhyggjur Bandaríkjamanna, að mér meðtöldum, verðum við að samþykkja að kviðdómurinn hefur talað.“ Fyrr í gær hafði Biden svarað spurningum blaðamanna um málið, en var þá ekki jafn afdráttarlaus um skoðun sína á því: „Ég stend með niðurstöðu kviðdómsins. Réttarkerfið virkar og við þurfum að lúta því,“ sagði forsetinn þá. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en hann hafði gert sér ferð frá öðru ríki til borgarinnar Kenosha í Wisconsin, þar sem mótmæli vegna máls Jacobs Blake höfðu breyst í óeirðir í borginni. Mótmælin sneru að kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og hófust eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Rittenhouse kom til borgarinnar frá heimaríki sínu Illinois vopnaður riffli. Að eigin sögn fór hann til borgarinnar til að vernda fyrirtæki í óeirðunum og veita fyrstu hjálp ef þörf væri á. Rittenhouse féllst í faðma við verjanda sinn eftir að ljóst varð að hann yrði sýknaður af öllum ákæruliðum í málinu.Sean Krajacic/Getty Trump óskar Rittenhouse til hamingju Í kosningabaráttunni í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði betur gegn Donald Trump, sem þá var sitjandi forseti, tísti Biden myndbandi sem ætlað var að búa til tengingar milli Rittenhouse og hreyfingar hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, án þess að sannanir væru fyrir slíkum tengingum. Trump er á öndverðum meiði við arftaka sinn í starfi og hefur óskað Ritenhouse til hamingju með niðurstöðuna. „Hamingjuóskir til Kyle Rittenhouse fyrir að hafa verið talinn SAKLAUS af öllum ákæruliðum. Það kallast að vera SÝKNAÐUR – Og meðan ég man, ef þetta er ekki sjálfsvörn, þá er ekkert það!“ sagði forsetinn fyrrverandi í yfirlýsingu. Hann hefur verið iðinn við að birta stuttar yfirlýsingar á vefsíðu sinni og í fréttabréfi eftir að Twitter-aðgangi hans var lokað í janúar á þessu ári. Inbox: President Trump statement on Kyle Rittenhouse pic.twitter.com/ylAKYR0kDw— Kambree (@KamVTV) November 19, 2021 Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sannfæra kviðdóm um að hann hafi ekki skotið mennina þrjá í sjálfsvörn, og var Rittenhouse sýknaður á þeim grundvelli.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19. nóvember 2021 18:18 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19. nóvember 2021 18:18
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent