Kominn tími til að ræða skyldubólusetningar af alvöru Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2021 22:20 Dr. Kluge er áhyggjufullur yfir stöðu faraldursins í Evrópu. getty/Christian Charisius Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gríðarlegar áhyggjur af mikilli uppsveiflu faraldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðisstjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta ársfjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi. „Covid-19 er enn og aftur orðin helsta dánarorsökin í álfunni okkar,“ segir Dr. Kluge, svæðisstjóri yfir Evrópu hjá WHO, í samtali við Breska ríkisútvarpið. Að hans sögn myndi víðtækari grímunotkun strax hjálpa mikið til. Skyldubólusetningar verði lokaúrræði Síðustu daga og vikur hafa tölur yfir nýsmitaða náð hámarki í fjölda landa, til dæmis á Íslandi. Línuritið sýnir uppgang faraldursins í nokkrum Evrópuríkjum miðað við hverja milljón íbúa. Bylgjan er langstærst í Austurríki, svo Hollandi, Danmörku, á Bretlandi, í Þýskalandi, Póllandi, á Íslandi, þá Frakklandi og loks á Spáni.Our World in Numbers Kluge nefndi þrjá þætti sem skýra þessa miklu útbreiðslu faraldursins síðustu vikur; vetrartímann, hátt hlutfall óbólusettra í ýmsum löndum og þá staðreynd að hér væri delta-afbrigði veirunnar ríkjandi. Hann hvetur til þess að Evrópuríkin setji meira púður í bólusetningar þó hann vilji að bólusetningarskylda verði síðasta úrræði sem ríkin grípi til. Það væri þó kominn tími til að ræða þann möguleika af alvöru. Austurríkismenn fóru þá leið að gera bólusetningu fyrir Covid-19 að lagalegri skyldu en sú ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð margra og orðið kveikja fjölmennra mótmæla víða um landið. Stærstu mótmælin voru í höfuðborginni Vín í dag en þau sóttu tugir þúsunda. Austurríki Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra Þýskalands útilokar ekki allsherjar útgöngubann Stjórnvöld í Þýskalandi segja neyðarástand ríkja í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og útiloka ekki að grípa til allsherjar útgöngubanns líkt og komið hefur verið á í Austurríki. 19. nóvember 2021 12:12 Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. 20. nóvember 2021 08:42 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
„Covid-19 er enn og aftur orðin helsta dánarorsökin í álfunni okkar,“ segir Dr. Kluge, svæðisstjóri yfir Evrópu hjá WHO, í samtali við Breska ríkisútvarpið. Að hans sögn myndi víðtækari grímunotkun strax hjálpa mikið til. Skyldubólusetningar verði lokaúrræði Síðustu daga og vikur hafa tölur yfir nýsmitaða náð hámarki í fjölda landa, til dæmis á Íslandi. Línuritið sýnir uppgang faraldursins í nokkrum Evrópuríkjum miðað við hverja milljón íbúa. Bylgjan er langstærst í Austurríki, svo Hollandi, Danmörku, á Bretlandi, í Þýskalandi, Póllandi, á Íslandi, þá Frakklandi og loks á Spáni.Our World in Numbers Kluge nefndi þrjá þætti sem skýra þessa miklu útbreiðslu faraldursins síðustu vikur; vetrartímann, hátt hlutfall óbólusettra í ýmsum löndum og þá staðreynd að hér væri delta-afbrigði veirunnar ríkjandi. Hann hvetur til þess að Evrópuríkin setji meira púður í bólusetningar þó hann vilji að bólusetningarskylda verði síðasta úrræði sem ríkin grípi til. Það væri þó kominn tími til að ræða þann möguleika af alvöru. Austurríkismenn fóru þá leið að gera bólusetningu fyrir Covid-19 að lagalegri skyldu en sú ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð margra og orðið kveikja fjölmennra mótmæla víða um landið. Stærstu mótmælin voru í höfuðborginni Vín í dag en þau sóttu tugir þúsunda.
Austurríki Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra Þýskalands útilokar ekki allsherjar útgöngubann Stjórnvöld í Þýskalandi segja neyðarástand ríkja í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og útiloka ekki að grípa til allsherjar útgöngubanns líkt og komið hefur verið á í Austurríki. 19. nóvember 2021 12:12 Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. 20. nóvember 2021 08:42 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Þýskalands útilokar ekki allsherjar útgöngubann Stjórnvöld í Þýskalandi segja neyðarástand ríkja í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og útiloka ekki að grípa til allsherjar útgöngubanns líkt og komið hefur verið á í Austurríki. 19. nóvember 2021 12:12
Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. 20. nóvember 2021 08:42