Dýrmætasta gjöfin Hildur Inga Magnadóttir skrifar 22. nóvember 2021 15:00 Nú styttist í að aðventan hefjist og að jólamánuðurinn gangi í garð. Mánuður sem margir bíða eftir með eftirvæntingu en hjá öðrum stækkar kvíðahnúturinn í maganum smám saman eftir því sem nær dregur jólum. Foreldrar leggja hugann í bleyti og velta fyrir sér hvað hægt er að gefa börnunum í jólagjöf. Eða að minnsta kosti þeir sem vilja vera mjög tímanlega. Nú fara að hrúgast inn spurningar frá örvæntingarfullum foreldrum á hina ýmsu Facebook hópa þar sem óskað er eftir jólagjafahugmyndum. Mörg fyrirtæki eru meira að segja svo elskuleg að setja fram lista yfir sniðugar gjafir og það getur auðveldað foreldrum valið og auðvitað sparað tíma. Það virðist ekki lengur vera nóg að kaupa litla fallega jólagjöf heldur þarf hún að vera betri en í fyrra, þarf að standast kröfur hjá barninu og vinum þess, jafnvel líka hjá foreldrum vinanna. Kannski hjá samfélaginu öllu? Þetta jólagjafastúss er því alls ekkert grín og pressan er raunveruleg. Mikil streita getur fylgt því að toppa gjafirnar á milli ára. Foreldrar vilja ekki að börnin sín verði fyrir aðkasti vegna minni eða lélegri gjafa en hinir krakkarnir fá. Það hafa hins vegar fæstir það mikið á milli handanna að þeir geti keypt allt sem prýðir óskalistann hjá börnum sínum og jafnvel þó svo væri, hefðu börnin gott af því að fá alla veraldlega hluti sem hugur þeirra girnist? Það er líka stór hópur foreldra sem getur ekki keypt jólagjafir fyrir börnin sín og þessi samanburður og kröfur því átakanlegar fyrir marga. Því er vert að velta fyrir sér, hver viðhorf okkar til jólagjafa fyrir börnin okkar, eru. Hver er dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið þeim? Í aðdraganda jólanna, í stressmánuðinum mikla, hvet ég alla til að staldra við og spurja sig hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Hvernig er forgangsröðunin í lífinu og af hverju er hún eins og hún er? Þarf að þrífa húsið hátt og lágt, þurfa allir að vera í nýjum jólafötum eða þarf jólagjöfin að vera betri en í fyrra? Þegar uppi er staðið þá skiptir þetta engu máli. Jólin koma þó að ló leynist í horni, mylsna sé í sófa eða þótt að ekki sjáist í þvottahúsgólfið fyrir óhreinum þvotti. Dýrmætasta gjöfin er nefnilega ekki nýjasti Iphone-inn, ný úlpa eða aðrir veraldlegir hlutir. Það eru ekki þær gjafir sem börnin muna eftir þegar fram líða stundir. Dýrmætasta gjöfin er samvera. Að vera til staðar. Hlusta. Gefa af sér. Veita athygli. Vera í núinu. Leggja frá sér snjalltækin. Tala við börnin. Sýna öllu í lífi þeirra áhuga. Knúsa þau. Með því að vera til staðar og verja tíma með þeim sáir þú fræjum fyrir komandi samskipti við börnin þín og samskipti sem þau munu eiga við börnin sín í framtíðinni. Með þessu leggur þú sterkari grunn að framtíðinni þeirra. Er til eitthvað dýrmætara en það? Gleðileg jól. Höfundur er markþjálfi og foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Nú styttist í að aðventan hefjist og að jólamánuðurinn gangi í garð. Mánuður sem margir bíða eftir með eftirvæntingu en hjá öðrum stækkar kvíðahnúturinn í maganum smám saman eftir því sem nær dregur jólum. Foreldrar leggja hugann í bleyti og velta fyrir sér hvað hægt er að gefa börnunum í jólagjöf. Eða að minnsta kosti þeir sem vilja vera mjög tímanlega. Nú fara að hrúgast inn spurningar frá örvæntingarfullum foreldrum á hina ýmsu Facebook hópa þar sem óskað er eftir jólagjafahugmyndum. Mörg fyrirtæki eru meira að segja svo elskuleg að setja fram lista yfir sniðugar gjafir og það getur auðveldað foreldrum valið og auðvitað sparað tíma. Það virðist ekki lengur vera nóg að kaupa litla fallega jólagjöf heldur þarf hún að vera betri en í fyrra, þarf að standast kröfur hjá barninu og vinum þess, jafnvel líka hjá foreldrum vinanna. Kannski hjá samfélaginu öllu? Þetta jólagjafastúss er því alls ekkert grín og pressan er raunveruleg. Mikil streita getur fylgt því að toppa gjafirnar á milli ára. Foreldrar vilja ekki að börnin sín verði fyrir aðkasti vegna minni eða lélegri gjafa en hinir krakkarnir fá. Það hafa hins vegar fæstir það mikið á milli handanna að þeir geti keypt allt sem prýðir óskalistann hjá börnum sínum og jafnvel þó svo væri, hefðu börnin gott af því að fá alla veraldlega hluti sem hugur þeirra girnist? Það er líka stór hópur foreldra sem getur ekki keypt jólagjafir fyrir börnin sín og þessi samanburður og kröfur því átakanlegar fyrir marga. Því er vert að velta fyrir sér, hver viðhorf okkar til jólagjafa fyrir börnin okkar, eru. Hver er dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið þeim? Í aðdraganda jólanna, í stressmánuðinum mikla, hvet ég alla til að staldra við og spurja sig hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Hvernig er forgangsröðunin í lífinu og af hverju er hún eins og hún er? Þarf að þrífa húsið hátt og lágt, þurfa allir að vera í nýjum jólafötum eða þarf jólagjöfin að vera betri en í fyrra? Þegar uppi er staðið þá skiptir þetta engu máli. Jólin koma þó að ló leynist í horni, mylsna sé í sófa eða þótt að ekki sjáist í þvottahúsgólfið fyrir óhreinum þvotti. Dýrmætasta gjöfin er nefnilega ekki nýjasti Iphone-inn, ný úlpa eða aðrir veraldlegir hlutir. Það eru ekki þær gjafir sem börnin muna eftir þegar fram líða stundir. Dýrmætasta gjöfin er samvera. Að vera til staðar. Hlusta. Gefa af sér. Veita athygli. Vera í núinu. Leggja frá sér snjalltækin. Tala við börnin. Sýna öllu í lífi þeirra áhuga. Knúsa þau. Með því að vera til staðar og verja tíma með þeim sáir þú fræjum fyrir komandi samskipti við börnin þín og samskipti sem þau munu eiga við börnin sín í framtíðinni. Með þessu leggur þú sterkari grunn að framtíðinni þeirra. Er til eitthvað dýrmætara en það? Gleðileg jól. Höfundur er markþjálfi og foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun