Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2021 23:50 Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri er forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði. Arnar Halldórsson Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. Í frétt Stöðvar 2 var dæmið frá Eskifirði rifjað upp þegar tveir synir Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka, seldu hlut sinn í Eskju. Sölunni var í grein Reynis Traustasonar í tímaritinu Mannlífi árið 2007 lýst svo að kvóti Alla ríka hefði farið til London, synirnir sagðir lifa þar í vellystingum meðan Eskifjörður væri í uppnámi. Báðir mótmæltu þeir skrifunum á sínum tíma og sögðu þau gróusögur og uppspuna, útúrsnúninga, rangfærslur og sleggjudóma. Annar sonurinn, Kristinn, er aftur fluttur heim á Eskifjörð. Kristinn Aðalsteinsson, fjárfestir á Eskifirði.Arnar Halldórsson „Mér fannst aldrei sjálfum gagnrýnisvert þó að ég seldi fyrirtæki sem var í sjávarútvegi. Ekki frekar en að þetta hefði bara verið hlutur í Hagkaupum eða einhverju slíku,“ segir Kristinn Aðalsteinsson, sem núna starfar sem fjárfestir. -Þú varst ekki að taka út kvótagróðann? „Nei, nei. Enda.. sko, það hefði nú verið svolítið skrítið ef ég hefði gefið það. Það hefði nú verið sennilega talað verr um mig þá,“ svarar Kristinn. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, Eydís Ásbjörnsdóttir, leiddi lista félagshyggjufólk en hún kemur úr Samfylkingunni, sem vill hærri kvótagjöld. Samfylkingarkonan Eydís Ásbjörnsdóttir er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar en hún er oddviti L-lista félagshyggjufólks.Arnar Halldórsson „Þá erum við að tala um stærstu fyrirtækin, ca. 20 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin,“ segir Eydís. Þrjú fyrirtækjanna eru í Fjarðabyggð. Telur hún að hærri kvótaskattur kæmi niður á samfélögum eins og þar? „Nei, það held ég ekki. Það myndi nýtast, - koma þjóðinni til gagns,“ svarar Eydís. Við spyrjum Þorstein Kristjánsson, tengdason Alla ríka, sem í dag er aðaleigandi Eskju, hvort skapa megi meiri sátt um kvótakerfið. Guðrún Þorkelsdóttir SU, eitt af skipum Eskju, á loðnuveiðum.KMU „Ég hef nú oftar en ekki heyrt að þessi gjaldtaka sé of lág. Það má vel vera,“ segir Þorsteinn. -Þú værir alveg til í að borga meira fyrir kvótann? „Stundum er það, já. Stundum getum við borgað meira. Þetta fer svolítið eftir mörkuðunum sem við sjáum ekki fyrir. Við sjáum ekki þegar lagt er á okkur veiðileyfagjaldið hvað við losnum við fiskinn á,“ svarar Þorsteinn. Fjallað var um arfleifð Alla ríka í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Sjávarútvegur Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. 30. ágúst 2021 20:58 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 var dæmið frá Eskifirði rifjað upp þegar tveir synir Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka, seldu hlut sinn í Eskju. Sölunni var í grein Reynis Traustasonar í tímaritinu Mannlífi árið 2007 lýst svo að kvóti Alla ríka hefði farið til London, synirnir sagðir lifa þar í vellystingum meðan Eskifjörður væri í uppnámi. Báðir mótmæltu þeir skrifunum á sínum tíma og sögðu þau gróusögur og uppspuna, útúrsnúninga, rangfærslur og sleggjudóma. Annar sonurinn, Kristinn, er aftur fluttur heim á Eskifjörð. Kristinn Aðalsteinsson, fjárfestir á Eskifirði.Arnar Halldórsson „Mér fannst aldrei sjálfum gagnrýnisvert þó að ég seldi fyrirtæki sem var í sjávarútvegi. Ekki frekar en að þetta hefði bara verið hlutur í Hagkaupum eða einhverju slíku,“ segir Kristinn Aðalsteinsson, sem núna starfar sem fjárfestir. -Þú varst ekki að taka út kvótagróðann? „Nei, nei. Enda.. sko, það hefði nú verið svolítið skrítið ef ég hefði gefið það. Það hefði nú verið sennilega talað verr um mig þá,“ svarar Kristinn. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, Eydís Ásbjörnsdóttir, leiddi lista félagshyggjufólk en hún kemur úr Samfylkingunni, sem vill hærri kvótagjöld. Samfylkingarkonan Eydís Ásbjörnsdóttir er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar en hún er oddviti L-lista félagshyggjufólks.Arnar Halldórsson „Þá erum við að tala um stærstu fyrirtækin, ca. 20 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin,“ segir Eydís. Þrjú fyrirtækjanna eru í Fjarðabyggð. Telur hún að hærri kvótaskattur kæmi niður á samfélögum eins og þar? „Nei, það held ég ekki. Það myndi nýtast, - koma þjóðinni til gagns,“ svarar Eydís. Við spyrjum Þorstein Kristjánsson, tengdason Alla ríka, sem í dag er aðaleigandi Eskju, hvort skapa megi meiri sátt um kvótakerfið. Guðrún Þorkelsdóttir SU, eitt af skipum Eskju, á loðnuveiðum.KMU „Ég hef nú oftar en ekki heyrt að þessi gjaldtaka sé of lág. Það má vel vera,“ segir Þorsteinn. -Þú værir alveg til í að borga meira fyrir kvótann? „Stundum er það, já. Stundum getum við borgað meira. Þetta fer svolítið eftir mörkuðunum sem við sjáum ekki fyrir. Við sjáum ekki þegar lagt er á okkur veiðileyfagjaldið hvað við losnum við fiskinn á,“ svarar Þorsteinn. Fjallað var um arfleifð Alla ríka í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. 30. ágúst 2021 20:58 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. 30. ágúst 2021 20:58
Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01