Eldhamar GK 13 strandaði fyrir 30 árum: „Mikill harmleikur og áfall fyrir bæjarfélagið Grindavík“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2021 09:18 Forsíða Morgunblaðsins laugardaginn 23. nóvember 1991. Timarit.is Rétt rúm þrjátíu ár eru liðin frá því fimm sjómenn fórust er Eldhamar GK13 strandaði við Grindavík. Þann 22. nóvember 1991 strandaði skipið við Hópsnes fyrir utan Grindavík en mjög erfiðar aðstæður voru á slysstað. Eins og áður segir fórust fimm úr áhöfn skipsins en einn komst lífs af. Þeir sem fórust voru: Árni Bernharð Kristinsson, skipstjóri, sem var 32 ára gamall. Bjarni Guðbrandsson, vélstjóri, sem var 31 árs gamall. Sigurður Kári Pálmason, matsveinn, sem var 27 ára gamall. Hilmar Þór Davíðsson, vélavörður, sem var 24 ára. Kristján Már Jósefsson, háseti, sem var 25 ára gamall. Hlustaði á mömmu tala í símann Kristín María Birgisdóttir vakti athygli á tímamótunum á Facebook á sunnudaginn. Í samtali við Vísi sagðist Kristín lengi hafa viljað taka eitthvað saman um slysið en hún var ellefu ára gömul þegar Eldhamar strandaði. Þrátt fyrir það segist hún muna eftir deginum eins og hann hafði verið í gær. „Ég man að ég stóð og hlustaði á mömmu tala í símann. Hún var mikið að ræða björgunarbáta og hvort menn kæmust í bátana,“ skrifaði Kristín á Facebook. „Af einhverri ástæðu (líklega þeirri að liðin eru 30 ár) langaði mig að taka saman smá myndband... söguskýringu... minningu um þá sem létu lífið í öldurótinu þetta kvöld og sorg þeirra ástvina sem þurftu að læra að lifa með henni. Börnin átta sem ólust upp án föður síns.“ Myndband Kristínar má sjá hér að neðan. Eldhamar var stálbátur sem smíðaður var í Svíþjóð árið 1988 en nokkrum mánuðum fyrir slysið hafði hann verið lengdur í Póllandi. Lifði af fyrir tilviljun Sá sem komst lífs af var Eyþór Björnsson. Hann varð seinna fiskistofustjóri en í viðtali við Auðlind sagði hann frá slysinu og sagði han meðal annars að hann hefði lifað af fyrir tilviljun. Samkvæmt fréttaflutningi Morgunblaðsins á sínum tíma barst aðstoðarbeiðni um klukkan átta að kvöldi til og strandaði báturinn skömmu síðar. Björgunarsveitarmenn komu línu um borð og áhöfn Eldhamars kom sömuleiðis línu í land. Ekki tókst þó að koma líflínu á milli áður en brotsjór reið yfir skipið og það færðist töluvert og endaði ofaní gjóti þar sem skipið sökk neðar í sjóinn. Því náðu öldurnar betur yfir skipið. Síðan gekk annað brot yfir Eldhamar og þrír skipverjar féllu útbyrðis. Eyþór var einn þeirra. „Á endanum náðu svo björgunarsveitarmenn til mín í fjörunni og komu mér á þurrt en því miður fórust þarna allir fimm félagar mínir í áhöfninni. Líkast til hefur það bjargað mér að flotgallinn hélt allan tímann og ég kom algjörlega ómeiddur úr þessum hrakningum,“ sagði hann við Auðlind. Hinir tveir sem fóru í sjóinn með Eyþóri dóu og þyrla varnarliðsins í Keflavík fann síðar hina skipsverjana þrjá sem voru látnir. „Í þessum aðstæðum verður ótrúlega stutt milli lífs og dauða og í rauninni er algjör tilviljun að ég skyldi komast þarna lífs af,”sagði Eyþór í áðurnefndu viðtali. Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Eins og áður segir fórust fimm úr áhöfn skipsins en einn komst lífs af. Þeir sem fórust voru: Árni Bernharð Kristinsson, skipstjóri, sem var 32 ára gamall. Bjarni Guðbrandsson, vélstjóri, sem var 31 árs gamall. Sigurður Kári Pálmason, matsveinn, sem var 27 ára gamall. Hilmar Þór Davíðsson, vélavörður, sem var 24 ára. Kristján Már Jósefsson, háseti, sem var 25 ára gamall. Hlustaði á mömmu tala í símann Kristín María Birgisdóttir vakti athygli á tímamótunum á Facebook á sunnudaginn. Í samtali við Vísi sagðist Kristín lengi hafa viljað taka eitthvað saman um slysið en hún var ellefu ára gömul þegar Eldhamar strandaði. Þrátt fyrir það segist hún muna eftir deginum eins og hann hafði verið í gær. „Ég man að ég stóð og hlustaði á mömmu tala í símann. Hún var mikið að ræða björgunarbáta og hvort menn kæmust í bátana,“ skrifaði Kristín á Facebook. „Af einhverri ástæðu (líklega þeirri að liðin eru 30 ár) langaði mig að taka saman smá myndband... söguskýringu... minningu um þá sem létu lífið í öldurótinu þetta kvöld og sorg þeirra ástvina sem þurftu að læra að lifa með henni. Börnin átta sem ólust upp án föður síns.“ Myndband Kristínar má sjá hér að neðan. Eldhamar var stálbátur sem smíðaður var í Svíþjóð árið 1988 en nokkrum mánuðum fyrir slysið hafði hann verið lengdur í Póllandi. Lifði af fyrir tilviljun Sá sem komst lífs af var Eyþór Björnsson. Hann varð seinna fiskistofustjóri en í viðtali við Auðlind sagði hann frá slysinu og sagði han meðal annars að hann hefði lifað af fyrir tilviljun. Samkvæmt fréttaflutningi Morgunblaðsins á sínum tíma barst aðstoðarbeiðni um klukkan átta að kvöldi til og strandaði báturinn skömmu síðar. Björgunarsveitarmenn komu línu um borð og áhöfn Eldhamars kom sömuleiðis línu í land. Ekki tókst þó að koma líflínu á milli áður en brotsjór reið yfir skipið og það færðist töluvert og endaði ofaní gjóti þar sem skipið sökk neðar í sjóinn. Því náðu öldurnar betur yfir skipið. Síðan gekk annað brot yfir Eldhamar og þrír skipverjar féllu útbyrðis. Eyþór var einn þeirra. „Á endanum náðu svo björgunarsveitarmenn til mín í fjörunni og komu mér á þurrt en því miður fórust þarna allir fimm félagar mínir í áhöfninni. Líkast til hefur það bjargað mér að flotgallinn hélt allan tímann og ég kom algjörlega ómeiddur úr þessum hrakningum,“ sagði hann við Auðlind. Hinir tveir sem fóru í sjóinn með Eyþóri dóu og þyrla varnarliðsins í Keflavík fann síðar hina skipsverjana þrjá sem voru látnir. „Í þessum aðstæðum verður ótrúlega stutt milli lífs og dauða og í rauninni er algjör tilviljun að ég skyldi komast þarna lífs af,”sagði Eyþór í áðurnefndu viðtali.
Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira