Mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa rassskellt dyravörð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 16:26 Konan var dyravörður á Lebowski í miðbæ Reykjavíkur þar sem atvikið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið á rass dyravarðar fyrir utan skemmtistaðinn Lebowski í Reykjavík og reynt að kyssa hana á kinnina. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn í málinu. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 18. júní árið 2019 slegið á rass konu, utan klæða, fyrir utan Lebowski í Reykjavík. Þá hafði maðurinn einnig reynt að kyssa konuna á kinnina. Réttargæslumaður konunnar gerði þá kröfu að maðurinn greiddi henni eina milljón króna í miskabætur. Konan lagði fram kæru í málinu á hendur manninum þann 10. júlí 2019 fyrir kynferðislega áreitni á sér á vinnustað hennar. Lýsti hún því að hún hafi verið við dyravörslu þegar maðurinn rassskellti hana einu sinni með föstu höggi. Sagðist hún hafa verið niðurlægð og hafi beðið samstarfsmenn sína að vísa manninum út af staðnum. Þegar hann hafi verið á leið út hafi hann reynt að kyssa hana á kinnina en hún hafi náð að víkja sér undan. Maðurinn neitaði sök í málinu og kvaðst ekki muna eftir því. Það hafi þá komið honum á óvart þegar honum var vísað út af skemmtistaðnum þetta kvöld. Sagði hann fyrir dómi að hann kannaðist við konuna en þau hefðu átt í kynferðislegum samskiptum eitt sinn fyrir þetta atvik. Hann hafi iðulega, að eigin sögn, þegar hann sótti staðinn heilsað konunni og taldi hann ekki ólíklegt, hafi hann snert konuna þetta sinn, að hann hafi ætlað að klappa á bak hennar en ekki rassskella. „Tilgangur hans hefði vafalaust verið vinsamlegur en ekki einhver „perraskapur“ en slíkt ætti hann ekki til í sér,“ segir í dómi héraðsdóms. Lýsti konan því þannig að hún hafi verið við vinnu þetta kvöld og staðið í dyrum að reykingasvæði staðarins. Hafi hún snúið baki í manninn og félaga hans og verið að tala við samstarfsmenn sína. Maðurinn hafi þá hlaupið fram hjá henni, rassskellt hana og hlaupið inn á staðinn. Taldi konan vafalaust að ætlun mannsins hafi verið að rassskella hana og niðurllægja. Sagði konan að atvikið hafi haft talsverð áhrif á sig, meiri en hún gerði sér grein fyrir í fyrstu. Hún hafi hugsað mikið um atvikið en verið óviss hvort það væri refsivert og því beðið svo lengi að leggja fram kæru vegna þess. Tvö vitni komu fyrir dóm og staðfestu framburð konunnar auk tveggja annarra starfsmanna Lebowski sem höfðu séð atvikið á upptöku. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og honum gert að greiða konunni 150 þúsund krónur í miskabætur. Næturlíf Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 18. júní árið 2019 slegið á rass konu, utan klæða, fyrir utan Lebowski í Reykjavík. Þá hafði maðurinn einnig reynt að kyssa konuna á kinnina. Réttargæslumaður konunnar gerði þá kröfu að maðurinn greiddi henni eina milljón króna í miskabætur. Konan lagði fram kæru í málinu á hendur manninum þann 10. júlí 2019 fyrir kynferðislega áreitni á sér á vinnustað hennar. Lýsti hún því að hún hafi verið við dyravörslu þegar maðurinn rassskellti hana einu sinni með föstu höggi. Sagðist hún hafa verið niðurlægð og hafi beðið samstarfsmenn sína að vísa manninum út af staðnum. Þegar hann hafi verið á leið út hafi hann reynt að kyssa hana á kinnina en hún hafi náð að víkja sér undan. Maðurinn neitaði sök í málinu og kvaðst ekki muna eftir því. Það hafi þá komið honum á óvart þegar honum var vísað út af skemmtistaðnum þetta kvöld. Sagði hann fyrir dómi að hann kannaðist við konuna en þau hefðu átt í kynferðislegum samskiptum eitt sinn fyrir þetta atvik. Hann hafi iðulega, að eigin sögn, þegar hann sótti staðinn heilsað konunni og taldi hann ekki ólíklegt, hafi hann snert konuna þetta sinn, að hann hafi ætlað að klappa á bak hennar en ekki rassskella. „Tilgangur hans hefði vafalaust verið vinsamlegur en ekki einhver „perraskapur“ en slíkt ætti hann ekki til í sér,“ segir í dómi héraðsdóms. Lýsti konan því þannig að hún hafi verið við vinnu þetta kvöld og staðið í dyrum að reykingasvæði staðarins. Hafi hún snúið baki í manninn og félaga hans og verið að tala við samstarfsmenn sína. Maðurinn hafi þá hlaupið fram hjá henni, rassskellt hana og hlaupið inn á staðinn. Taldi konan vafalaust að ætlun mannsins hafi verið að rassskella hana og niðurllægja. Sagði konan að atvikið hafi haft talsverð áhrif á sig, meiri en hún gerði sér grein fyrir í fyrstu. Hún hafi hugsað mikið um atvikið en verið óviss hvort það væri refsivert og því beðið svo lengi að leggja fram kæru vegna þess. Tvö vitni komu fyrir dóm og staðfestu framburð konunnar auk tveggja annarra starfsmanna Lebowski sem höfðu séð atvikið á upptöku. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og honum gert að greiða konunni 150 þúsund krónur í miskabætur.
Næturlíf Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira