Þjóðin klofin vegna Instagram-færslu en Gísli er efstur á blaði hjá Katrínu Snorri Másson skrifar 23. nóvember 2021 23:00 Fortuna Invest, fræðsluvettvangur um fjárfestingar, birti umdeilda mynd á Instagram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra innleiddi fjármálalæsi í námsskrá, en segir Gísla sögu samt ofar á blaði hjá sér. Vísir Hvort er mikilvægara í menntun hvers manns, fjármálalæsi eða Gísla saga Súrssonar? Þetta er alls ekki á hreinu, og þegar frumkvöðlarnir hjá Fortuna Invest veltu þessu álitamáli upp á Instagram-síðu sinni um helgina sprakk það í loft upp á samfélagsmiðlum. Málið er að þetta þarf ekki að vera annaðhvort eða, segja aðstandendur samstarfsverkefnisins. Í fréttinni hér að neðan er skimað yfir Twitter, rætt við allt frá konunum á bakvið Fortuna Invest og til forsætisráðherra - og sömuleiðis gluggað í Gísla sögu: Einhver misskilningur á ferð Fortuna Invest hefur um tíma farið nýstárlegar leiðir við að fræða almenning um fjárfestingar og fjármál. Vinsældirnar láta ekki á sér standa og fylgjendur þeirra á Instagram hlaupa á öðrum tug þúsunda. Fortuna Invest: Kristín Hildur Ragnarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Aníta Rut Hilmarsdóttir.Fortuna Invest Alls kyns fróðleiksmólar eru birtir á síðu Fortuna Invest. Þegar molinn um Gísla Súrsson var birtur fyrir tveimur dögum bjuggust höfundarnir síst við því að það myndi leysa úr læðingi flóðbylgju á samfélagsmiðlum. Á myndinni segir: Ég í skóla: Hvernig tek ég lán? Skólinn: Höldum áfram með Gísla Sögu Súrssonar. „Ég veit ekki hvort margir hafi misskilið þetta þanig að við vildum láta leggja niður Gísla sögu Súrssonar sem er svo sannarlega ekki raunin. En það er ákall eftir því að við fáum betri fjármálafræðslu, hvort sem það er í grunnskóla, menntaskóla eða þess vegna háskóla,“ segir Aníta Rut Hilmarsdóttir hjá Fortuna Invest. View this post on Instagram A post shared by FORTUNA INVEST (@fortunainvest_) Katrín Jakobsdóttir: „Þú ert að tala við íslenskufræðing“ Framsetningin vakti slík viðbrögð að það hefur vart verið hægt að opna Twitter fyrir skopstælingum á myndinni eða umræðum um Gísla Súrsson (hver hefði haldið). Fréttastofa gekk svo langt að spyrja forsætisráðherra út í málið í dag, sem sagði: „Ég held að það sé rými í skólakerfinu til að gera hvort tveggja og Gísla saga kennir okkur alveg gríðarlega mikið um mannlegt eðli. Það getur heldur betur nýst manni í manns persónulegu fjármálum en það er líka mikilvægt að kunna að taka lán.“ En ef við þyrftum að taka annað út? „Ja, þú ert að tala við íslenskufræðing þannig að Gísla saga verður alltaf efst á blaði hjá mér.“ Vá. Inspo. pic.twitter.com/pLUy58WfMa— Grétar Þór (@gretarsigurds) November 22, 2021 pic.twitter.com/lnEInjWk3N— atli (@atliatliatli) November 22, 2021 Á þriðja þúsund manns hafa lækað upphaflegu færsluna þegar þetta er skrifað og tugir deilt henni: „Þannig að það virðist vera sem margir séu sammála okkur þarna," segir Rósa Kristinsdóttir, sem bætir við: „Svo eru auðvitað einhverjir sem eru mjög ósammála og þá eru þeir líka með skoðun.“ Vill svo til að út er komin bók sem sannarlega er ætlað að efla fjármælalæsi fólks, ólíkt Gísla sögu. Hún heitir Fjárfestingar og höfundurinn er Fortuna Invest. Jólalesturinn er þannig sú bók í hæfilegu blandi við Gísla sögu, segja Rósa og Aníta. Gísla saga Súrssonar er saga vestfirsku hetjunnar Gísla í útlegðinni, eftir að hann flækist í langvinnar deilur. Sagan er hátt skrifuð í flokki Íslendingasagna og hefur verið kennd grunnskólabörnum áratugum saman. Hún er enda öllu auðmeltari en til dæmis Njála og Egils saga, en gefur þeim meistaraverkum þó lítið eftir. Þegar flett er í gegnum Gísla sögu vill svo til að þar er sitthvað að finna um fjármál. „Saman er bræðra eign best að líta og sjá“ segir á einum stað, sem er ágæt ráðgjöf um mikilvægi fjármálalegrar samheldni innan fjölskyldna. Á öðrum stað segir „fé er best eftir feigan“. Ekki er með öllu ljóst hvað er átt við með því, en það eru vafalaust orð í tíma töluð. Meanwhile í höfuðstöðvum fortuna invest.CEO: Höldum áfram með Gisla Sögu Súrssonar, Bára, vilt þú lesa fyrir okkur?Bára: Jájá. “Nú líða misserin af hendi og kemur að fardögum. Þá heimtir Þorkell Gísla bróður sinn á tal við sig og mælti: "Svo er háttað, frændi," segir hann.”— Óli (@8lafur) November 23, 2021 Shit. Byrjaðu á að halda kjafti pic.twitter.com/nO3nE4SkSg— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) November 23, 2021 Ég í skóla: hvernig tek ég mörg smálán til að setja í shitcoins?Skólinn: höldum áfram með Gíslasögu Súrssonar— Siffi (@SiffiG) November 22, 2021 Er þetta ekki bara eins og Homeblest? Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra neitar að gera upp á milli fjármálalæsis og Gísla sögu Súrssonar: „Fyrir okkur Íslendinga er það að þekkja okkar sögu og rækta okkar menningu í landinu sé gríðarlega mikilvægt. Á sama tíma er fjármálalæsi og allt sem snýr að því að geta borið ábyrgð á sjálfum sér og sínum persónulegu fjármálum líka mikilvægt. Þannig að þetta er ekki annaðhvort eða spurning.“ Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra: „Er ekki bara eins og Homeblest?“ segir hann. „Gott báðum megin.“ „Það er að segja, það er nauðsynlegt að kenna hvoru tveggja, annars vegar sögu en auðvitað er mjög mikilvægt að kenna fjármálalæsi. Ég man nú reyndar ekki eftir neinum slíkum tíma í minni skólagöngu, sem var nú býsna löng,“ segir Sigurður Ingi. pic.twitter.com/SNkLQZWKIx— Björg (@BjorgSteinunn) November 22, 2021 pic.twitter.com/FdFkNOpvV5— Bjarki Sigurðsson (@bjarki_sigurdss) November 22, 2021 Bókmenntir Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem banni nýjar virkjanir í lögunum Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Sjá meira
Málið er að þetta þarf ekki að vera annaðhvort eða, segja aðstandendur samstarfsverkefnisins. Í fréttinni hér að neðan er skimað yfir Twitter, rætt við allt frá konunum á bakvið Fortuna Invest og til forsætisráðherra - og sömuleiðis gluggað í Gísla sögu: Einhver misskilningur á ferð Fortuna Invest hefur um tíma farið nýstárlegar leiðir við að fræða almenning um fjárfestingar og fjármál. Vinsældirnar láta ekki á sér standa og fylgjendur þeirra á Instagram hlaupa á öðrum tug þúsunda. Fortuna Invest: Kristín Hildur Ragnarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Aníta Rut Hilmarsdóttir.Fortuna Invest Alls kyns fróðleiksmólar eru birtir á síðu Fortuna Invest. Þegar molinn um Gísla Súrsson var birtur fyrir tveimur dögum bjuggust höfundarnir síst við því að það myndi leysa úr læðingi flóðbylgju á samfélagsmiðlum. Á myndinni segir: Ég í skóla: Hvernig tek ég lán? Skólinn: Höldum áfram með Gísla Sögu Súrssonar. „Ég veit ekki hvort margir hafi misskilið þetta þanig að við vildum láta leggja niður Gísla sögu Súrssonar sem er svo sannarlega ekki raunin. En það er ákall eftir því að við fáum betri fjármálafræðslu, hvort sem það er í grunnskóla, menntaskóla eða þess vegna háskóla,“ segir Aníta Rut Hilmarsdóttir hjá Fortuna Invest. View this post on Instagram A post shared by FORTUNA INVEST (@fortunainvest_) Katrín Jakobsdóttir: „Þú ert að tala við íslenskufræðing“ Framsetningin vakti slík viðbrögð að það hefur vart verið hægt að opna Twitter fyrir skopstælingum á myndinni eða umræðum um Gísla Súrsson (hver hefði haldið). Fréttastofa gekk svo langt að spyrja forsætisráðherra út í málið í dag, sem sagði: „Ég held að það sé rými í skólakerfinu til að gera hvort tveggja og Gísla saga kennir okkur alveg gríðarlega mikið um mannlegt eðli. Það getur heldur betur nýst manni í manns persónulegu fjármálum en það er líka mikilvægt að kunna að taka lán.“ En ef við þyrftum að taka annað út? „Ja, þú ert að tala við íslenskufræðing þannig að Gísla saga verður alltaf efst á blaði hjá mér.“ Vá. Inspo. pic.twitter.com/pLUy58WfMa— Grétar Þór (@gretarsigurds) November 22, 2021 pic.twitter.com/lnEInjWk3N— atli (@atliatliatli) November 22, 2021 Á þriðja þúsund manns hafa lækað upphaflegu færsluna þegar þetta er skrifað og tugir deilt henni: „Þannig að það virðist vera sem margir séu sammála okkur þarna," segir Rósa Kristinsdóttir, sem bætir við: „Svo eru auðvitað einhverjir sem eru mjög ósammála og þá eru þeir líka með skoðun.“ Vill svo til að út er komin bók sem sannarlega er ætlað að efla fjármælalæsi fólks, ólíkt Gísla sögu. Hún heitir Fjárfestingar og höfundurinn er Fortuna Invest. Jólalesturinn er þannig sú bók í hæfilegu blandi við Gísla sögu, segja Rósa og Aníta. Gísla saga Súrssonar er saga vestfirsku hetjunnar Gísla í útlegðinni, eftir að hann flækist í langvinnar deilur. Sagan er hátt skrifuð í flokki Íslendingasagna og hefur verið kennd grunnskólabörnum áratugum saman. Hún er enda öllu auðmeltari en til dæmis Njála og Egils saga, en gefur þeim meistaraverkum þó lítið eftir. Þegar flett er í gegnum Gísla sögu vill svo til að þar er sitthvað að finna um fjármál. „Saman er bræðra eign best að líta og sjá“ segir á einum stað, sem er ágæt ráðgjöf um mikilvægi fjármálalegrar samheldni innan fjölskyldna. Á öðrum stað segir „fé er best eftir feigan“. Ekki er með öllu ljóst hvað er átt við með því, en það eru vafalaust orð í tíma töluð. Meanwhile í höfuðstöðvum fortuna invest.CEO: Höldum áfram með Gisla Sögu Súrssonar, Bára, vilt þú lesa fyrir okkur?Bára: Jájá. “Nú líða misserin af hendi og kemur að fardögum. Þá heimtir Þorkell Gísla bróður sinn á tal við sig og mælti: "Svo er háttað, frændi," segir hann.”— Óli (@8lafur) November 23, 2021 Shit. Byrjaðu á að halda kjafti pic.twitter.com/nO3nE4SkSg— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) November 23, 2021 Ég í skóla: hvernig tek ég mörg smálán til að setja í shitcoins?Skólinn: höldum áfram með Gíslasögu Súrssonar— Siffi (@SiffiG) November 22, 2021 Er þetta ekki bara eins og Homeblest? Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra neitar að gera upp á milli fjármálalæsis og Gísla sögu Súrssonar: „Fyrir okkur Íslendinga er það að þekkja okkar sögu og rækta okkar menningu í landinu sé gríðarlega mikilvægt. Á sama tíma er fjármálalæsi og allt sem snýr að því að geta borið ábyrgð á sjálfum sér og sínum persónulegu fjármálum líka mikilvægt. Þannig að þetta er ekki annaðhvort eða spurning.“ Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra: „Er ekki bara eins og Homeblest?“ segir hann. „Gott báðum megin.“ „Það er að segja, það er nauðsynlegt að kenna hvoru tveggja, annars vegar sögu en auðvitað er mjög mikilvægt að kenna fjármálalæsi. Ég man nú reyndar ekki eftir neinum slíkum tíma í minni skólagöngu, sem var nú býsna löng,“ segir Sigurður Ingi. pic.twitter.com/SNkLQZWKIx— Björg (@BjorgSteinunn) November 22, 2021 pic.twitter.com/FdFkNOpvV5— Bjarki Sigurðsson (@bjarki_sigurdss) November 22, 2021
Bókmenntir Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem banni nýjar virkjanir í lögunum Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent