Fótbolti

Bayern enn með fullt hús stiga eftir nauman sigur í Úkraínu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Robert Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins með hjólhestaspyrnu.
Robert Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins með hjólhestaspyrnu. Sebastian Widmann/Getty Images

Bayern München er enn með fullt hús stiga í E-riðli Meistaradeild Evrópu eftir 1-2 sigur gegn Dynamo Kiev í kvöld þar sem Robert Leandowski skoraði mark af dýrari gerðinni.

Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu þegar hann kom gestunum í 0-1 úr hjólhestaspyrnu, áður en Kingsley Coman tvöfaldaði forystu Bayern stuttu fyrir hálfleik.

Denis Harmash minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en það reyndist lokamark leiksins.

Lokatölur urðu því 1-2 sigur Bayern, en liðið er lang efst í E-riðli með 15 stig eftir fimm leiki, níu stigum meira en Barcelona sem situr í öðru sæti. Dynamo Kiev situr hins vegar í neðsta sæti riðilsins með eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×