Ungir Sjálfstæðismenn gagnrýna Svandísi og kalla eftir afléttingum hið fyrsta Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2021 13:11 Svandís Svavarsdóttir hefur verið heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Samband ungra Sjálstæðismanna gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og hefur kallað eftir því að takmörkunum stjórnvalda vegna faraldurs kórónuveirunnar verði aflétt hið fyrsta. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar SUS. Þar segir að „frelsisskerðandi aðgerðir [verði] ekki réttlætanlegar til lengdar“ og á sama tíma kalli sambandið eftir heilbrigðisráðherra sem sé „tilbúinn að veita borgurum frelsi sitt að nýju.“ Er Svandís gagnrýnd fyrir að hafa ekki aðlagað Landspítalann að ástandinu með því að úthýsa verkefnum og þess í stað lagt áherslu á að færa verkefni frá einkaaðilum og til spítalans með tilheyrandi aukna álagi. Reiknað er með að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn muni á næstu dögum tilkynna um endurnýjað samstarf flokkanna í ríkisstjórn og nýjan stjórnarsáttmála. Í ályktuninni frá SUS segir að takmarkanir vegna Covid-19 hafi verið hertar 12. nóvember, þrátt fyrir að 99 prósent smitaðra þurfi ekki á spítalainnlögn að halda. „Rök sem sett eru fyrir enn frekari takmörkunum eru þau að mikilvægt sé að vernda heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisráðherra hefur haft tvö ár til að aðlaga spítalann að ástandinu. Í stað þess að létta álagi af spítalanum, t.a.m. með því að úthýsa verkefnum sem einkaaðilar geta séð um, þá hefur ráðherrann lagt áherslu á að færa verkefni frá einkaaðilum yfir á Landspítala með auknu álagi,“ segir í ályktuninni. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. varaformaður SUS; Lísbet Sigurðardóttir, formaður SUS; og Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður.SUS Neyðarúrræði Ennfremur segir að mjög ríkar kröfur séu, og eigi að vera, gerðar til beitingu frelsisskerðandi aðgerða. „Að mati SUS uppfyllir rekstrarvandi ríkissjúkrahúsins ekki þær kröfur. Ráðast þarf að rót vandans og undirbúa sjúkrahúsið fyrir smitbylgjur, sem eru ekki á förum og eru orðnar partur af nýjum raunveruleika. Félagsleg og efnahagsleg áhrif af slíkum takmörkunum eru þess eðlis að þau ættu að vera algjört neyðarúrræði. Hlutfall bólusettra 12 ára og eldri er 89% og í upphafi faraldursins var talað um að hjarðónæmi myndi nást á þeim tímapunkti. Komið hefur á daginn að yfirlýsingar sóttvarna yfirvalda þess efnis að hjarðónæmi náist með ákveðnum fjölda skammta af bóluefni eru byggðar á vísindalegum getgátum og því ljóst að þær nægja ekki sem langtímaáætlun stjórnvalda um hvernig „lifa megi með veirunni“. Stjórnvöld verða að setja fram langtímaáætlanir vegna veirunnar svo að einstaklingar geti hagað sínum lifnaðarháttum eftir því og að atvinnurekendur, og sérstaklega þau sem hafa atvinnu sína af viðburðahaldi, búi ekki við þann ótta að þeim gæti orðið skylt að loka eða haga sér með einum eða öðrum hætti með skömmum fyrirvara,“ segir í ályktun SUS. Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun stjórnar SUS. Þar segir að „frelsisskerðandi aðgerðir [verði] ekki réttlætanlegar til lengdar“ og á sama tíma kalli sambandið eftir heilbrigðisráðherra sem sé „tilbúinn að veita borgurum frelsi sitt að nýju.“ Er Svandís gagnrýnd fyrir að hafa ekki aðlagað Landspítalann að ástandinu með því að úthýsa verkefnum og þess í stað lagt áherslu á að færa verkefni frá einkaaðilum og til spítalans með tilheyrandi aukna álagi. Reiknað er með að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn muni á næstu dögum tilkynna um endurnýjað samstarf flokkanna í ríkisstjórn og nýjan stjórnarsáttmála. Í ályktuninni frá SUS segir að takmarkanir vegna Covid-19 hafi verið hertar 12. nóvember, þrátt fyrir að 99 prósent smitaðra þurfi ekki á spítalainnlögn að halda. „Rök sem sett eru fyrir enn frekari takmörkunum eru þau að mikilvægt sé að vernda heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisráðherra hefur haft tvö ár til að aðlaga spítalann að ástandinu. Í stað þess að létta álagi af spítalanum, t.a.m. með því að úthýsa verkefnum sem einkaaðilar geta séð um, þá hefur ráðherrann lagt áherslu á að færa verkefni frá einkaaðilum yfir á Landspítala með auknu álagi,“ segir í ályktuninni. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. varaformaður SUS; Lísbet Sigurðardóttir, formaður SUS; og Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður.SUS Neyðarúrræði Ennfremur segir að mjög ríkar kröfur séu, og eigi að vera, gerðar til beitingu frelsisskerðandi aðgerða. „Að mati SUS uppfyllir rekstrarvandi ríkissjúkrahúsins ekki þær kröfur. Ráðast þarf að rót vandans og undirbúa sjúkrahúsið fyrir smitbylgjur, sem eru ekki á förum og eru orðnar partur af nýjum raunveruleika. Félagsleg og efnahagsleg áhrif af slíkum takmörkunum eru þess eðlis að þau ættu að vera algjört neyðarúrræði. Hlutfall bólusettra 12 ára og eldri er 89% og í upphafi faraldursins var talað um að hjarðónæmi myndi nást á þeim tímapunkti. Komið hefur á daginn að yfirlýsingar sóttvarna yfirvalda þess efnis að hjarðónæmi náist með ákveðnum fjölda skammta af bóluefni eru byggðar á vísindalegum getgátum og því ljóst að þær nægja ekki sem langtímaáætlun stjórnvalda um hvernig „lifa megi með veirunni“. Stjórnvöld verða að setja fram langtímaáætlanir vegna veirunnar svo að einstaklingar geti hagað sínum lifnaðarháttum eftir því og að atvinnurekendur, og sérstaklega þau sem hafa atvinnu sína af viðburðahaldi, búi ekki við þann ótta að þeim gæti orðið skylt að loka eða haga sér með einum eða öðrum hætti með skömmum fyrirvara,“ segir í ályktun SUS.
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira