Klopp: Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2021 22:54 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var virkilega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Clive Brunskill/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega ánægðu með 2-0 sigur sinna manna gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir þó að liðið hefði getað gert betur, en hrósaði leikmönnum sínum, enda stillti hann upp mikið breyttu liði. „Þetta var gott, en við hefðum getað gert betur og verið rólegri í fyrri hálfleik. Það er ekki óvanalegt þegar þú stillir upp liði sem hefur ekki spilað mikið saman,“ sagði Klopp að leik loknum. „Sumir héldu að við myndur bara taka því rólega í kvöld en við komum ekki hingað til þess. Það er uppsellt á Anfield þannig að við vildum gera okkar besta.“ Thiago Alcantara skoraði fyrra mark Liverpool og það var af dýrari gerðinni. Klopp hrósaði honum fyrir það, en var sérstaklega þakklátur fyrir að enginn skyldi meiðast. „Markið hans Thiago, vá! Það var svo mikilvægt og svo margir góðir hlutir gerðust, leikmenn fengu mínútur, sjálfstraust, fundu taktinn og enginn meiddist. Sá sem sér um endurhæfinguna hjá okkur bað mig um að gefa James Milner 15 mínútur og hann fékk 12 eða 13.“ „Jordan Henderson spilaði, Andy Robertson kom inn á og réttu leikmennirnir gátu fengið hvíld eins og Trent Alexander-Arnold sem þarf ekki að spila allar mínútur.“ Klopp hélt svo áfram að hrósa liði sínu, og þá sérstaklega ungu leikmönnunum sem komu inn. „Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður. Ég er búinn að vera í þessum bransa nógu lengi til að hafa vit á því að henda mönnum ekki inn áður en þeir eru tilbúnir.“ „Neco Williams getur spilað, en fólk var kannski hissa að sjá Tyler Morton, en hann stóð sig frábærlega. Hann er góður leikmaður og ég er mjög glaður fyrir hans hönd að hann hafi staðið sig svona vel,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur. 24. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
„Þetta var gott, en við hefðum getað gert betur og verið rólegri í fyrri hálfleik. Það er ekki óvanalegt þegar þú stillir upp liði sem hefur ekki spilað mikið saman,“ sagði Klopp að leik loknum. „Sumir héldu að við myndur bara taka því rólega í kvöld en við komum ekki hingað til þess. Það er uppsellt á Anfield þannig að við vildum gera okkar besta.“ Thiago Alcantara skoraði fyrra mark Liverpool og það var af dýrari gerðinni. Klopp hrósaði honum fyrir það, en var sérstaklega þakklátur fyrir að enginn skyldi meiðast. „Markið hans Thiago, vá! Það var svo mikilvægt og svo margir góðir hlutir gerðust, leikmenn fengu mínútur, sjálfstraust, fundu taktinn og enginn meiddist. Sá sem sér um endurhæfinguna hjá okkur bað mig um að gefa James Milner 15 mínútur og hann fékk 12 eða 13.“ „Jordan Henderson spilaði, Andy Robertson kom inn á og réttu leikmennirnir gátu fengið hvíld eins og Trent Alexander-Arnold sem þarf ekki að spila allar mínútur.“ Klopp hélt svo áfram að hrósa liði sínu, og þá sérstaklega ungu leikmönnunum sem komu inn. „Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður. Ég er búinn að vera í þessum bransa nógu lengi til að hafa vit á því að henda mönnum ekki inn áður en þeir eru tilbúnir.“ „Neco Williams getur spilað, en fólk var kannski hissa að sjá Tyler Morton, en hann stóð sig frábærlega. Hann er góður leikmaður og ég er mjög glaður fyrir hans hönd að hann hafi staðið sig svona vel,“ sagði Klopp að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur. 24. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur. 24. nóvember 2021 22:06