Klopp: Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2021 22:54 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var virkilega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Clive Brunskill/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega ánægðu með 2-0 sigur sinna manna gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir þó að liðið hefði getað gert betur, en hrósaði leikmönnum sínum, enda stillti hann upp mikið breyttu liði. „Þetta var gott, en við hefðum getað gert betur og verið rólegri í fyrri hálfleik. Það er ekki óvanalegt þegar þú stillir upp liði sem hefur ekki spilað mikið saman,“ sagði Klopp að leik loknum. „Sumir héldu að við myndur bara taka því rólega í kvöld en við komum ekki hingað til þess. Það er uppsellt á Anfield þannig að við vildum gera okkar besta.“ Thiago Alcantara skoraði fyrra mark Liverpool og það var af dýrari gerðinni. Klopp hrósaði honum fyrir það, en var sérstaklega þakklátur fyrir að enginn skyldi meiðast. „Markið hans Thiago, vá! Það var svo mikilvægt og svo margir góðir hlutir gerðust, leikmenn fengu mínútur, sjálfstraust, fundu taktinn og enginn meiddist. Sá sem sér um endurhæfinguna hjá okkur bað mig um að gefa James Milner 15 mínútur og hann fékk 12 eða 13.“ „Jordan Henderson spilaði, Andy Robertson kom inn á og réttu leikmennirnir gátu fengið hvíld eins og Trent Alexander-Arnold sem þarf ekki að spila allar mínútur.“ Klopp hélt svo áfram að hrósa liði sínu, og þá sérstaklega ungu leikmönnunum sem komu inn. „Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður. Ég er búinn að vera í þessum bransa nógu lengi til að hafa vit á því að henda mönnum ekki inn áður en þeir eru tilbúnir.“ „Neco Williams getur spilað, en fólk var kannski hissa að sjá Tyler Morton, en hann stóð sig frábærlega. Hann er góður leikmaður og ég er mjög glaður fyrir hans hönd að hann hafi staðið sig svona vel,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur. 24. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
„Þetta var gott, en við hefðum getað gert betur og verið rólegri í fyrri hálfleik. Það er ekki óvanalegt þegar þú stillir upp liði sem hefur ekki spilað mikið saman,“ sagði Klopp að leik loknum. „Sumir héldu að við myndur bara taka því rólega í kvöld en við komum ekki hingað til þess. Það er uppsellt á Anfield þannig að við vildum gera okkar besta.“ Thiago Alcantara skoraði fyrra mark Liverpool og það var af dýrari gerðinni. Klopp hrósaði honum fyrir það, en var sérstaklega þakklátur fyrir að enginn skyldi meiðast. „Markið hans Thiago, vá! Það var svo mikilvægt og svo margir góðir hlutir gerðust, leikmenn fengu mínútur, sjálfstraust, fundu taktinn og enginn meiddist. Sá sem sér um endurhæfinguna hjá okkur bað mig um að gefa James Milner 15 mínútur og hann fékk 12 eða 13.“ „Jordan Henderson spilaði, Andy Robertson kom inn á og réttu leikmennirnir gátu fengið hvíld eins og Trent Alexander-Arnold sem þarf ekki að spila allar mínútur.“ Klopp hélt svo áfram að hrósa liði sínu, og þá sérstaklega ungu leikmönnunum sem komu inn. „Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður. Ég er búinn að vera í þessum bransa nógu lengi til að hafa vit á því að henda mönnum ekki inn áður en þeir eru tilbúnir.“ „Neco Williams getur spilað, en fólk var kannski hissa að sjá Tyler Morton, en hann stóð sig frábærlega. Hann er góður leikmaður og ég er mjög glaður fyrir hans hönd að hann hafi staðið sig svona vel,“ sagði Klopp að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur. 24. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur. 24. nóvember 2021 22:06