Klopp: Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2021 22:54 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var virkilega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Clive Brunskill/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega ánægðu með 2-0 sigur sinna manna gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir þó að liðið hefði getað gert betur, en hrósaði leikmönnum sínum, enda stillti hann upp mikið breyttu liði. „Þetta var gott, en við hefðum getað gert betur og verið rólegri í fyrri hálfleik. Það er ekki óvanalegt þegar þú stillir upp liði sem hefur ekki spilað mikið saman,“ sagði Klopp að leik loknum. „Sumir héldu að við myndur bara taka því rólega í kvöld en við komum ekki hingað til þess. Það er uppsellt á Anfield þannig að við vildum gera okkar besta.“ Thiago Alcantara skoraði fyrra mark Liverpool og það var af dýrari gerðinni. Klopp hrósaði honum fyrir það, en var sérstaklega þakklátur fyrir að enginn skyldi meiðast. „Markið hans Thiago, vá! Það var svo mikilvægt og svo margir góðir hlutir gerðust, leikmenn fengu mínútur, sjálfstraust, fundu taktinn og enginn meiddist. Sá sem sér um endurhæfinguna hjá okkur bað mig um að gefa James Milner 15 mínútur og hann fékk 12 eða 13.“ „Jordan Henderson spilaði, Andy Robertson kom inn á og réttu leikmennirnir gátu fengið hvíld eins og Trent Alexander-Arnold sem þarf ekki að spila allar mínútur.“ Klopp hélt svo áfram að hrósa liði sínu, og þá sérstaklega ungu leikmönnunum sem komu inn. „Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður. Ég er búinn að vera í þessum bransa nógu lengi til að hafa vit á því að henda mönnum ekki inn áður en þeir eru tilbúnir.“ „Neco Williams getur spilað, en fólk var kannski hissa að sjá Tyler Morton, en hann stóð sig frábærlega. Hann er góður leikmaður og ég er mjög glaður fyrir hans hönd að hann hafi staðið sig svona vel,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur. 24. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
„Þetta var gott, en við hefðum getað gert betur og verið rólegri í fyrri hálfleik. Það er ekki óvanalegt þegar þú stillir upp liði sem hefur ekki spilað mikið saman,“ sagði Klopp að leik loknum. „Sumir héldu að við myndur bara taka því rólega í kvöld en við komum ekki hingað til þess. Það er uppsellt á Anfield þannig að við vildum gera okkar besta.“ Thiago Alcantara skoraði fyrra mark Liverpool og það var af dýrari gerðinni. Klopp hrósaði honum fyrir það, en var sérstaklega þakklátur fyrir að enginn skyldi meiðast. „Markið hans Thiago, vá! Það var svo mikilvægt og svo margir góðir hlutir gerðust, leikmenn fengu mínútur, sjálfstraust, fundu taktinn og enginn meiddist. Sá sem sér um endurhæfinguna hjá okkur bað mig um að gefa James Milner 15 mínútur og hann fékk 12 eða 13.“ „Jordan Henderson spilaði, Andy Robertson kom inn á og réttu leikmennirnir gátu fengið hvíld eins og Trent Alexander-Arnold sem þarf ekki að spila allar mínútur.“ Klopp hélt svo áfram að hrósa liði sínu, og þá sérstaklega ungu leikmönnunum sem komu inn. „Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður. Ég er búinn að vera í þessum bransa nógu lengi til að hafa vit á því að henda mönnum ekki inn áður en þeir eru tilbúnir.“ „Neco Williams getur spilað, en fólk var kannski hissa að sjá Tyler Morton, en hann stóð sig frábærlega. Hann er góður leikmaður og ég er mjög glaður fyrir hans hönd að hann hafi staðið sig svona vel,“ sagði Klopp að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur. 24. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur. 24. nóvember 2021 22:06