Sentist með ísskápa en varð svo hetja AC Milan í Meistaradeildinni Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2021 16:30 Junior Messias fagnar markinu mikilvæga gegn Atlético Madrid í gærkvöld. Saga hans er stórmerkileg. Getty/Irina R.Hipolito Fyrir þremur árum sá Junior Messias fyrir sér með því að sendast með ísskápa og uppþvottavélar. Í gær var þessi þrítugi Brasilíumaður hetja AC Milan í dýrmætum sigri gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Er hægt að fara frá því að spila í ítölsku D-deildinni, orðinn 27 ára gamall, í að spila með einu sögufrægasta og besta liði Ítalíu, í bestu deild heims? Svarið er já. „Mig langaði að gráta. Allt sem ég hef gengið í gegnum flaug í gegnum hausinn. Miklar tilfinningar. Ég hugsaði um Guð. Öll mín saga er skrifuð af honum,“ sagði Messias í mikilli geðshræringu eftir leik í gærkvöld. Hann skoraði eina mark leiksins, í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni, þegar Milan vann Atlético á útivelli 1-0. Sigurinn gaf Milan möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Junior Messias Delivery driver & amateur football player. (25 years old) Official Serie B debut (28 years old) Official Serie A debut (29 years old) Champions League debut & 87th minute winner (30 years old) It s never too late, guys. pic.twitter.com/cLChN7GGhb— 433 (@433) November 24, 2021 Messias flutti tvítugur frá Brasilíu til Ítalíu ásamt konu sinni og barni, til móts við bróður sinn í Tórínó. Þar lék hann sér í fótbolta með áhugamannaliði en starfaði sem fyrr segir sem sendill og einnig í byggingavinnu. Alveg fram yfir tímabilið 2017-18 hafði Messias ekki leikið í sterkari deild en ítölsku D-deildinni. Þar spilaði hann með Gozzano, eftir að hafa einnig leikið með Chieri og Casale. Messias komst með Gozzano upp í C-deild sumarið 2018 og lék þar í hálft ár áður en Crotone ákvað að festa kaup á honum. Þar skoraði hann sex mörk og átti sex stoðsendingar, í 34 leikjum, og átti ríkan þátt í að koma liðinu upp í efstu deild. Suárez og Zlatan en Messias skoraði Messias lék því sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð, og reyndist fullfær um að spila þar. Hann skoraði níu mörk og átti fjórar stoðsendingar. Þó að Crotone hafi fallið þá var Messias búinn að stimpla sig inn, og AC Milan hafði samband og fékk hann til sín að láni í sumar. Eftir að hafa fengið að koma inn á í tveimur leikjum hjá Milan í ítölsku A-deildinni, kom Messias inn á í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í gær. Og þó að kappar á borð við Zlatan Ibrahimovic, Luis Suárez, Olivier Giroud og Antoine Griezmann hafi verið á vellinum í Madrid þá var Messias sá eini sem kom boltanum í netið. Spennandi verður að sjá hvað Guð er með í huga varðandi næsta kafla á þessum óhefðbundna knattspyrnuferli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira
Er hægt að fara frá því að spila í ítölsku D-deildinni, orðinn 27 ára gamall, í að spila með einu sögufrægasta og besta liði Ítalíu, í bestu deild heims? Svarið er já. „Mig langaði að gráta. Allt sem ég hef gengið í gegnum flaug í gegnum hausinn. Miklar tilfinningar. Ég hugsaði um Guð. Öll mín saga er skrifuð af honum,“ sagði Messias í mikilli geðshræringu eftir leik í gærkvöld. Hann skoraði eina mark leiksins, í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni, þegar Milan vann Atlético á útivelli 1-0. Sigurinn gaf Milan möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Junior Messias Delivery driver & amateur football player. (25 years old) Official Serie B debut (28 years old) Official Serie A debut (29 years old) Champions League debut & 87th minute winner (30 years old) It s never too late, guys. pic.twitter.com/cLChN7GGhb— 433 (@433) November 24, 2021 Messias flutti tvítugur frá Brasilíu til Ítalíu ásamt konu sinni og barni, til móts við bróður sinn í Tórínó. Þar lék hann sér í fótbolta með áhugamannaliði en starfaði sem fyrr segir sem sendill og einnig í byggingavinnu. Alveg fram yfir tímabilið 2017-18 hafði Messias ekki leikið í sterkari deild en ítölsku D-deildinni. Þar spilaði hann með Gozzano, eftir að hafa einnig leikið með Chieri og Casale. Messias komst með Gozzano upp í C-deild sumarið 2018 og lék þar í hálft ár áður en Crotone ákvað að festa kaup á honum. Þar skoraði hann sex mörk og átti sex stoðsendingar, í 34 leikjum, og átti ríkan þátt í að koma liðinu upp í efstu deild. Suárez og Zlatan en Messias skoraði Messias lék því sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð, og reyndist fullfær um að spila þar. Hann skoraði níu mörk og átti fjórar stoðsendingar. Þó að Crotone hafi fallið þá var Messias búinn að stimpla sig inn, og AC Milan hafði samband og fékk hann til sín að láni í sumar. Eftir að hafa fengið að koma inn á í tveimur leikjum hjá Milan í ítölsku A-deildinni, kom Messias inn á í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í gær. Og þó að kappar á borð við Zlatan Ibrahimovic, Luis Suárez, Olivier Giroud og Antoine Griezmann hafi verið á vellinum í Madrid þá var Messias sá eini sem kom boltanum í netið. Spennandi verður að sjá hvað Guð er með í huga varðandi næsta kafla á þessum óhefðbundna knattspyrnuferli.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira