Eins og að komast á Ólympíuleikana Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. nóvember 2021 07:00 Miss Universe Iceland 2021, Elísa Gróa Steinþórsdóttir, keppir í sinni áttundu fegurðarsamkeppni í næsta mánuði. Vísir/Vilhelm Á sunnudag leggur fegurðardrottningin Elísa Gróa Steinþórsdóttir af stað til Ísrael þar sem hún mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe. Vegna heimsfaraldursins er hugsanlegt að fjölskyldan nái ekki að koma út og horfa á hana á sviðinu þann 13. desember. „Það er alveg smá vesen en það er bara af því að úti í Ísrael eru þeir svo ótrúlega strangir,“ segir Elísa Gróa um áhrif Covid-19 á hennar ferðalag. „En þeir eru líka alveg 99 prósent bólusettir. Þeir eru mjög strangir en ég er fullbólusett og búin að fá örvunarbólusetningu. Mér skilst að ég verði að fara í PCR próf og blóðprufu þegar ég mæti og svo þarf ég að vera í sóttkví í 24 klukkustundir.“ Þjálfuð í viðtölum og ræðumennsku Fegurðardrottningin telur að ströngu reglurnar séu ein af ástæðunum fyrir því að Ísrael var valið til þess að halda keppnina í þetta skiptið. „Undirbúningurinn minn hefur gengið alveg ótrúlega vel. Ég kom heim fyrir nokkrum dögum frá Bandaríkjunum og var þar í mánuð. Ég ferðaðist á milli og fór í sex fylki.“ Manuela Ósk Harðardóttir eigandi keppninnar hér á landi skipulagði ferðina og var með henni hluta heimsóknarinnar. „Ég er búin að vera þar í undirbúningsferli svo það er hugsað um mig. Ég fékk allskonar þjálfun,“ segir Elísa Gróa. Var hún meðal annars þjálfuð í viðtölum, ræðumennsku og göngulagi. „Ég fékk líka að hitta einkaþjálfara og svo fór ég á góðgerðarviðburði. Ég fór í myndatökur og gekk í tískusýningu. Flestir styrktaraðilarnir mínir eru í Bandaríkjunum svo ég fór á alls konar staði og í búðir þar. Ég valdi alla kjólana og svo var verið að sauma á mig þjóðbúninginn.“ Spenntust að kynnast öðrum keppendum Elísa Gróa vill ekki gefa mikið upp um þjóðbúninginn sem hún mun klæðast í keppninni en segir að náttúran spili þar stórt hlutverk. „Þetta er eitthvað varðandi íslenska landslagið,“ segir Elísa Gróa spennt. Hönnuður í Flórída fékk það hlutverk að hanna búninginn. „Ég er samt spenntust fyrir ferlinu og að hitta allar stelpurnar. Það eru yfir áttatíu lönd að taka þátt. Ég veit að þetta verður svakaleg dagskrá frá morgni til kvölds en ég er virkilega spennt fyrir því og ætla að reyna að njóta.“ Elísa Gróa hefur horft á fegurðarsamkeppnir með móður sinni frá því hún var barn.Vísir/Vilhelm Tókst í fjórðu tilraun Elísa Gróa stóð uppi sem sigurvegari í Miss Universe Iceland undankeppninni hér á landi. Eins og fram hefur komið var þetta ekki fyrsta fegurðarsamkeppnin sem Elísa Gróa tekur þátt í heldur langþráður draumur loksins að rætast. „Þetta verður áttunda keppnin mín,“ segir Elísa Gróa um Miss Universe lokakeppnina í Ísrael. „Þetta byrjaði þegar ég var lítil og var að horfa á keppnir eins og Ungfrú Ísland og fleiri. Ég var að horfa á keppnir sem ég gat séð í sjónvarpinu og líka á netinu.“ Elísa Gróa viðurkennir að hún var byrjuð að fylgjast með Miss Universe löngu áður en Ísland byrjaði að senda fulltrúa í þá keppni. „Við mamma elskum kjóla, glimmer og glamúr. Við horfðum því alltaf á þessar keppnir til þess að sjá kjólana. Svo þegar Miss Universe Iceland kom til Íslands 2016 þá bara varð ég að taka þátt af því að ég var búin að horfa á keppnina í mörg ár og vissi þá ekki að það gæti orðið séns á maður gæti tekið þátt.“ Þegar Elísa Gróa keppti fyrst í Miss Universe Iceland hafði hún keppt einu sinni í Ungfrú Ísland keppninni. „Ég var 22 þegar Miss Universe Iceland byrjaði og keppti í þeirri keppni fjórum sinnum en vann hana loksins núna.“ Dýrt og tímafrekt áhugamál Hún hefur einnig tekið þátt erlendis í kjölfarið af þeirri þátttöku. Það er ekki ódýrt að vera í fegurðarsamkeppna-bransanum. Þátttakendur í Miss Universe Iceland þurfa að borga þátttökugjald í hvert skipti sem þær skrá sig í keppnina. Elísa Gróa segir þó að þetta sé allt algjörlega þess virði. „Maður borgar staðfestingargjald sem er mismunandi eftir árum. Ég verð samt að segja að maður fær það allt margfalt til baka. Maður er allt sumarið að vinna með styrktaraðilum og fer í myndatökur. Maður fær alls konar þjálfun og fullt af gjöfum frá styrktaraðilum. Þetta er frábært tækifæri og vettvangur,“ útskýrir Elísa Gróa. „Það sem fólk veit kannski ekki er að í stærri löndum í þessum pagentheimi eru stelpur að borga rosalega mikið til þess að taka þátt í sínu heimalandi. Ég veit að til dæmis í Frakklandi þá eru þær að borga þúsundir dollara, bara til að taka þátt í Miss France.“ Elísa Gróa segir að hún hafi aldrei þurft að borga yfir hundrað þúsund krónur til þess að taka þátt í keppni hér á landi. „Maður verður að hafa rosalega ástríðu fyrir þessu ef maður ætlar að fara alla leið. En ég gjörsamlega lifi fyrir þetta.“ Hún er svo heilluð að fegurðarsamkeppnum að markmiðið er að vinna við þær í framtíðinni sem dómari, danskennari eða annað. Jafnvel íhugar hún að opna kjólaleigu hér á landi. „Ég er nú þegar hálfpartinn með kjólaleigu heima hjá mér af því að ég á svo marga síðkjóla,“ segir Elísa Gróa og hlær. En það er fleira sem þarf að taka inn í dæmið þegar talað er um kostnað við keppnirnar, þar á meðal tíminn sem fer í þetta ferli. „Þetta er rosalega tímafrekt og ég hef eitt rosalega miklum tíma og peningum í þetta áhugamál síðustu ár.“ Margar vikur frá vinnu Aðspurð hversu háar upphæðir er um að ræða, svarar Elísa Gróa að hún hafi aldrei tekið það saman og muni sennilega aldrei gera það. „Ég til dæmis fór tvisvar erlendis og keppti í aðeins minni keppnum. Ég fór til Egyptalands og til Kína og fjármagnaði það að mestu sjálf á þeim tíma,“ útskýrir Elísa Gróa. „Núna var ég í mánuð í Bandaríkjunum og er svo að fara í þrjár vikur til Ísrael og er ekki í vinnu á meðan. Sem betur fer er ég að vinna hjá svo æðislegu fyrirtæki sem sýna mér mikinn stuðning og ég fæ mikinn stuðning. Ég er flugfreyja hjá Play og þau ætla meira að segja að fljúga mér hálfa leið út svo ég er mjög spennt að geta flogið með mínu flugfélagi.“ Elísa Gróa kvíðir ekki ferðalaginu enda vön að fljúga um allan heim á vegum vinnunnar. Það er þó ekki komið í ljós hvort hennar nánustu geti komið til Ísrael á keppnina þann 13. Desember. „Mig langar að sjálfsögðu að vinir og fjölskylda komi að horfa á mig en á sama tíma langar mig bara að allir séu öruggir og séu ekkert mikið að ferðast. Það þarf að fara í tvö eða þrjú flug til þess að komast til Ísrael. Maður þarf að fara í sóttkví við komuna og þarf líka að hugsa út í að ef maður smitast úti og þarf að fara í einangrun, þegar það er mjög stutt í jólin.“ Með kórónuna í bleikri tösku. Elísa Gróa fer til Ísrael á sunnudag.Vísir/Vilhelm Hundruð milljóna að horfa Á hverju ári er sýnt frá keppninni í sjónvarpi og á netinu svo fólkið hennar Elísu Gróu mun allavega ekki missa af því að sjá hana keppa í Miss Universe. „Það er margt sem þarf að hugsa út í varðandi heimsfaraldurinn en við erum að skoða hvort fjölskyldan mín geti komið. En ég verð ekkert sár ef þau koma ekki því það verður hugsað mjög vel um mig úti. Ég vona bara að allir geti horft á keppnina í tölvunni eða í sjónvarpinu.“ Hún er spennt að komast af stað og hitta alla hina keppendurna. „Þetta er minn draumur sem rættist loksins eftir mörg ár, ég er búin að keppa í sex ár í þessum keppnum. Mér finnst að allir eigi bara að gera það sem þeim langar í lífinu. Þetta er minn draumur og þetta er svolítið eins og Ólympíuleikarnir af þessum keppnum, þetta er stærsta keppnin í heiminum og það eru fimm hundruð milljón mans sem horfa á hverju einasta ári og það verða fjögur þúsund manns í salnum. Þetta er því gríðarlega spennandi tækifæri..“ Aðspurð hvort hún ætli að taka þátt í fleiri keppnum eftir þessa svarar Elísa Gróa einfaldlega „Maður á aldrei að segja aldrei.“ Miss Universe Iceland Ísrael Tengdar fréttir Fékk kórónu í sjöundu tilraun: „Ég bara gat ekki hætt að hugsa um þetta“ „Ég er ennþá að ná mér niður á jörðina, við skulum segja það,“ segir Elísa Gróa Steinþórsdóttir, nýkrýnd Miss Universe Iceland. Það er óhætt að segja að Elísa hafi unnið fyrir titlinum en þetta var í fjórða sinn sem hún tekur þátt í keppninni. 30. september 2021 16:03 Svona var Miss Universe Iceland 2021 valin Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í gær krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar Stöð 2 Vísi. 30. september 2021 12:41 Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 29. september 2021 22:59 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
„Það er alveg smá vesen en það er bara af því að úti í Ísrael eru þeir svo ótrúlega strangir,“ segir Elísa Gróa um áhrif Covid-19 á hennar ferðalag. „En þeir eru líka alveg 99 prósent bólusettir. Þeir eru mjög strangir en ég er fullbólusett og búin að fá örvunarbólusetningu. Mér skilst að ég verði að fara í PCR próf og blóðprufu þegar ég mæti og svo þarf ég að vera í sóttkví í 24 klukkustundir.“ Þjálfuð í viðtölum og ræðumennsku Fegurðardrottningin telur að ströngu reglurnar séu ein af ástæðunum fyrir því að Ísrael var valið til þess að halda keppnina í þetta skiptið. „Undirbúningurinn minn hefur gengið alveg ótrúlega vel. Ég kom heim fyrir nokkrum dögum frá Bandaríkjunum og var þar í mánuð. Ég ferðaðist á milli og fór í sex fylki.“ Manuela Ósk Harðardóttir eigandi keppninnar hér á landi skipulagði ferðina og var með henni hluta heimsóknarinnar. „Ég er búin að vera þar í undirbúningsferli svo það er hugsað um mig. Ég fékk allskonar þjálfun,“ segir Elísa Gróa. Var hún meðal annars þjálfuð í viðtölum, ræðumennsku og göngulagi. „Ég fékk líka að hitta einkaþjálfara og svo fór ég á góðgerðarviðburði. Ég fór í myndatökur og gekk í tískusýningu. Flestir styrktaraðilarnir mínir eru í Bandaríkjunum svo ég fór á alls konar staði og í búðir þar. Ég valdi alla kjólana og svo var verið að sauma á mig þjóðbúninginn.“ Spenntust að kynnast öðrum keppendum Elísa Gróa vill ekki gefa mikið upp um þjóðbúninginn sem hún mun klæðast í keppninni en segir að náttúran spili þar stórt hlutverk. „Þetta er eitthvað varðandi íslenska landslagið,“ segir Elísa Gróa spennt. Hönnuður í Flórída fékk það hlutverk að hanna búninginn. „Ég er samt spenntust fyrir ferlinu og að hitta allar stelpurnar. Það eru yfir áttatíu lönd að taka þátt. Ég veit að þetta verður svakaleg dagskrá frá morgni til kvölds en ég er virkilega spennt fyrir því og ætla að reyna að njóta.“ Elísa Gróa hefur horft á fegurðarsamkeppnir með móður sinni frá því hún var barn.Vísir/Vilhelm Tókst í fjórðu tilraun Elísa Gróa stóð uppi sem sigurvegari í Miss Universe Iceland undankeppninni hér á landi. Eins og fram hefur komið var þetta ekki fyrsta fegurðarsamkeppnin sem Elísa Gróa tekur þátt í heldur langþráður draumur loksins að rætast. „Þetta verður áttunda keppnin mín,“ segir Elísa Gróa um Miss Universe lokakeppnina í Ísrael. „Þetta byrjaði þegar ég var lítil og var að horfa á keppnir eins og Ungfrú Ísland og fleiri. Ég var að horfa á keppnir sem ég gat séð í sjónvarpinu og líka á netinu.“ Elísa Gróa viðurkennir að hún var byrjuð að fylgjast með Miss Universe löngu áður en Ísland byrjaði að senda fulltrúa í þá keppni. „Við mamma elskum kjóla, glimmer og glamúr. Við horfðum því alltaf á þessar keppnir til þess að sjá kjólana. Svo þegar Miss Universe Iceland kom til Íslands 2016 þá bara varð ég að taka þátt af því að ég var búin að horfa á keppnina í mörg ár og vissi þá ekki að það gæti orðið séns á maður gæti tekið þátt.“ Þegar Elísa Gróa keppti fyrst í Miss Universe Iceland hafði hún keppt einu sinni í Ungfrú Ísland keppninni. „Ég var 22 þegar Miss Universe Iceland byrjaði og keppti í þeirri keppni fjórum sinnum en vann hana loksins núna.“ Dýrt og tímafrekt áhugamál Hún hefur einnig tekið þátt erlendis í kjölfarið af þeirri þátttöku. Það er ekki ódýrt að vera í fegurðarsamkeppna-bransanum. Þátttakendur í Miss Universe Iceland þurfa að borga þátttökugjald í hvert skipti sem þær skrá sig í keppnina. Elísa Gróa segir þó að þetta sé allt algjörlega þess virði. „Maður borgar staðfestingargjald sem er mismunandi eftir árum. Ég verð samt að segja að maður fær það allt margfalt til baka. Maður er allt sumarið að vinna með styrktaraðilum og fer í myndatökur. Maður fær alls konar þjálfun og fullt af gjöfum frá styrktaraðilum. Þetta er frábært tækifæri og vettvangur,“ útskýrir Elísa Gróa. „Það sem fólk veit kannski ekki er að í stærri löndum í þessum pagentheimi eru stelpur að borga rosalega mikið til þess að taka þátt í sínu heimalandi. Ég veit að til dæmis í Frakklandi þá eru þær að borga þúsundir dollara, bara til að taka þátt í Miss France.“ Elísa Gróa segir að hún hafi aldrei þurft að borga yfir hundrað þúsund krónur til þess að taka þátt í keppni hér á landi. „Maður verður að hafa rosalega ástríðu fyrir þessu ef maður ætlar að fara alla leið. En ég gjörsamlega lifi fyrir þetta.“ Hún er svo heilluð að fegurðarsamkeppnum að markmiðið er að vinna við þær í framtíðinni sem dómari, danskennari eða annað. Jafnvel íhugar hún að opna kjólaleigu hér á landi. „Ég er nú þegar hálfpartinn með kjólaleigu heima hjá mér af því að ég á svo marga síðkjóla,“ segir Elísa Gróa og hlær. En það er fleira sem þarf að taka inn í dæmið þegar talað er um kostnað við keppnirnar, þar á meðal tíminn sem fer í þetta ferli. „Þetta er rosalega tímafrekt og ég hef eitt rosalega miklum tíma og peningum í þetta áhugamál síðustu ár.“ Margar vikur frá vinnu Aðspurð hversu háar upphæðir er um að ræða, svarar Elísa Gróa að hún hafi aldrei tekið það saman og muni sennilega aldrei gera það. „Ég til dæmis fór tvisvar erlendis og keppti í aðeins minni keppnum. Ég fór til Egyptalands og til Kína og fjármagnaði það að mestu sjálf á þeim tíma,“ útskýrir Elísa Gróa. „Núna var ég í mánuð í Bandaríkjunum og er svo að fara í þrjár vikur til Ísrael og er ekki í vinnu á meðan. Sem betur fer er ég að vinna hjá svo æðislegu fyrirtæki sem sýna mér mikinn stuðning og ég fæ mikinn stuðning. Ég er flugfreyja hjá Play og þau ætla meira að segja að fljúga mér hálfa leið út svo ég er mjög spennt að geta flogið með mínu flugfélagi.“ Elísa Gróa kvíðir ekki ferðalaginu enda vön að fljúga um allan heim á vegum vinnunnar. Það er þó ekki komið í ljós hvort hennar nánustu geti komið til Ísrael á keppnina þann 13. Desember. „Mig langar að sjálfsögðu að vinir og fjölskylda komi að horfa á mig en á sama tíma langar mig bara að allir séu öruggir og séu ekkert mikið að ferðast. Það þarf að fara í tvö eða þrjú flug til þess að komast til Ísrael. Maður þarf að fara í sóttkví við komuna og þarf líka að hugsa út í að ef maður smitast úti og þarf að fara í einangrun, þegar það er mjög stutt í jólin.“ Með kórónuna í bleikri tösku. Elísa Gróa fer til Ísrael á sunnudag.Vísir/Vilhelm Hundruð milljóna að horfa Á hverju ári er sýnt frá keppninni í sjónvarpi og á netinu svo fólkið hennar Elísu Gróu mun allavega ekki missa af því að sjá hana keppa í Miss Universe. „Það er margt sem þarf að hugsa út í varðandi heimsfaraldurinn en við erum að skoða hvort fjölskyldan mín geti komið. En ég verð ekkert sár ef þau koma ekki því það verður hugsað mjög vel um mig úti. Ég vona bara að allir geti horft á keppnina í tölvunni eða í sjónvarpinu.“ Hún er spennt að komast af stað og hitta alla hina keppendurna. „Þetta er minn draumur sem rættist loksins eftir mörg ár, ég er búin að keppa í sex ár í þessum keppnum. Mér finnst að allir eigi bara að gera það sem þeim langar í lífinu. Þetta er minn draumur og þetta er svolítið eins og Ólympíuleikarnir af þessum keppnum, þetta er stærsta keppnin í heiminum og það eru fimm hundruð milljón mans sem horfa á hverju einasta ári og það verða fjögur þúsund manns í salnum. Þetta er því gríðarlega spennandi tækifæri..“ Aðspurð hvort hún ætli að taka þátt í fleiri keppnum eftir þessa svarar Elísa Gróa einfaldlega „Maður á aldrei að segja aldrei.“
Miss Universe Iceland Ísrael Tengdar fréttir Fékk kórónu í sjöundu tilraun: „Ég bara gat ekki hætt að hugsa um þetta“ „Ég er ennþá að ná mér niður á jörðina, við skulum segja það,“ segir Elísa Gróa Steinþórsdóttir, nýkrýnd Miss Universe Iceland. Það er óhætt að segja að Elísa hafi unnið fyrir titlinum en þetta var í fjórða sinn sem hún tekur þátt í keppninni. 30. september 2021 16:03 Svona var Miss Universe Iceland 2021 valin Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í gær krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar Stöð 2 Vísi. 30. september 2021 12:41 Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 29. september 2021 22:59 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Fékk kórónu í sjöundu tilraun: „Ég bara gat ekki hætt að hugsa um þetta“ „Ég er ennþá að ná mér niður á jörðina, við skulum segja það,“ segir Elísa Gróa Steinþórsdóttir, nýkrýnd Miss Universe Iceland. Það er óhætt að segja að Elísa hafi unnið fyrir titlinum en þetta var í fjórða sinn sem hún tekur þátt í keppninni. 30. september 2021 16:03
Svona var Miss Universe Iceland 2021 valin Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í gær krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar Stöð 2 Vísi. 30. september 2021 12:41
Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 29. september 2021 22:59