Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2021 13:15 Börn sem fara veginn daglega með skólabíl eru oft veik þegar þau koma í skólann á Hvammstanga og þurfa þar góðan tíma til að jafna sig áður en þau geta farið að læra. Eins og sést á myndinni er ástand vegarins hrikalegt. Aðsend Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. Síðustu ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdum við Vatnsnesveg verði flýtt vegna mjög slæms ástands vegarins, sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem búa á Vatnsnesi. Þá hefur orðin mikil aukning á umferð ferðamanna um veginn og slys á veginum of tíð. Skólabíll far um veginn daglega með börn í grunnskólann á Hvammstanga. „Vatnsvegurinn, þetta er 70 kílómetra vegur, sem er um Vatnsnesið. Þetta er mjög slæmur malarvegur eins og við höfum reyndar oft fjallað um og fáum aldrei leið á að tala um. Vegurinn er núna búin að vera í verulega slæmu ástandi í haust og er núna í mjög slæmu ástandi. Ég get tekið sem dæmi að við erum að keyra skólakrakka þessa leið daglega og það hefur farið allt upp í tvo tíma og tuttugu mínútur, sem þau hafa þurft að sitja í bíl, sem ætti að vera innan við klukkutíma akstur. Börnin koma mörg hver lasinn í skólann og þurfa að jafna sig í fyrsta tíma eftir að hafa verið í skólabílnum,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra hvetur sem flesta til að styrkja fjármögnun verkefnisins um Vatnsveg.Aðsend Ragnheiður Jóna segir að vegurinn sé kominn inn á samgönguáætlun en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hann hefjist fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, eða á árunum 2030-2034, sem er algjörlega óásættanlegt fyrir íbúa Húnaþings vestra. Því sé hafin hópfjármögnunum á Karolinafund þar sem ætlunin er að safna 100 milljónum króna upp í veginn, sem er hins vegar bara brot af kostnaði við veginn en yrði til þess að hægt væri að hefja hönnun vegarins strax. Ertu bjartsýn á að þið náið að safna 100 milljónum? „Já, ég er bjartsýn á það,“ segir Ragnheiður Jóna. Hægt er að styðja við verkefnið hér Húnaþing vestra Grunnskólar Skóla - og menntamál Vegagerð Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Síðustu ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdum við Vatnsnesveg verði flýtt vegna mjög slæms ástands vegarins, sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem búa á Vatnsnesi. Þá hefur orðin mikil aukning á umferð ferðamanna um veginn og slys á veginum of tíð. Skólabíll far um veginn daglega með börn í grunnskólann á Hvammstanga. „Vatnsvegurinn, þetta er 70 kílómetra vegur, sem er um Vatnsnesið. Þetta er mjög slæmur malarvegur eins og við höfum reyndar oft fjallað um og fáum aldrei leið á að tala um. Vegurinn er núna búin að vera í verulega slæmu ástandi í haust og er núna í mjög slæmu ástandi. Ég get tekið sem dæmi að við erum að keyra skólakrakka þessa leið daglega og það hefur farið allt upp í tvo tíma og tuttugu mínútur, sem þau hafa þurft að sitja í bíl, sem ætti að vera innan við klukkutíma akstur. Börnin koma mörg hver lasinn í skólann og þurfa að jafna sig í fyrsta tíma eftir að hafa verið í skólabílnum,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra hvetur sem flesta til að styrkja fjármögnun verkefnisins um Vatnsveg.Aðsend Ragnheiður Jóna segir að vegurinn sé kominn inn á samgönguáætlun en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hann hefjist fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, eða á árunum 2030-2034, sem er algjörlega óásættanlegt fyrir íbúa Húnaþings vestra. Því sé hafin hópfjármögnunum á Karolinafund þar sem ætlunin er að safna 100 milljónum króna upp í veginn, sem er hins vegar bara brot af kostnaði við veginn en yrði til þess að hægt væri að hefja hönnun vegarins strax. Ertu bjartsýn á að þið náið að safna 100 milljónum? „Já, ég er bjartsýn á það,“ segir Ragnheiður Jóna. Hægt er að styðja við verkefnið hér
Húnaþing vestra Grunnskólar Skóla - og menntamál Vegagerð Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira