Allir stjórnarflokkar samþykkja áframhaldandi samstarf Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2021 19:48 Formenn flokkanna þriggja fagna eflaust áframhaldandi samstarfi. Vísir/Vilhelm Fundi Vinstri grænna, þar sem farið var yfir nýjan stjórnarsáttmála, lauk nú rétt fyrir sjö. Sáttmálinn var samþykktur með áttatíu prósent atkvæða. Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn samþykktu sáttmálann fyrr í dag, nánast einróma. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fundinn hafa gengið vel í dag en hann hófst klukkan þrjú og lauk upp úr klukkan fimm, þar sem flestir tóku þátt í gegnum fjarskiptabúnað. Að sögn Sigurðar Inga var góð þátttaka á fundinum og var stjórnarsáttmálinn samþykktur með rétt tæplega 99 prósent atkvæða. Fundir Sjálfstæðisflokksins hófust klukkan hálf tvö og lauk um klukkan hálf sex. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fundina hafa gengið vel en aðalfundarstaðurinn var í Valhöll. Aðrir tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað og segist Bjarni telja að hlutfall þeirra sem samþykktu sáttmálann hafi verið svipaður og hjá Framsókn en hann var ekki með nákvæma tölu. Í tilkynningu frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði segir að á annað hundrað manns hafi sótt fundinn sem hófst klukkan tvö í dag. Þar af hafi tæplega hundrað verið með atkvæðisrétt sem flokksráðsfulltrúar. Sem áður segir var sáttmálinn samþykktur með um áttatíu prósent atkvæða. Uppstokkun ráðuneyta og áhersla á loftslagsmál Ljóst er að nokkrar breytingar hafa orðið á skiptingu ráðuneyta milli stjórnarflokkanna líkt og Innherji greindi frá fyrr í dag. Þá segir í frétt RÚV að í stjórnarsáttmálanum sé lögð áhersla á loftsslagsmál. Helminga eigi losun Íslands fyrir 2030, samvinna ríkis og sveitarfélaga í malaflokknum verði efld og hálendisþjóðgarður verði stofnaður. Jafnframt eigi að efla ríkissáttasemjara, setja fram skýra og heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda, einfalda umsóknarferli um dvalarleyfi. Samkeppniseftirlit og Neytendastofa verði sameinuð og skipuð verði nefnd til að meta ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Fréttastofa verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Stöð 2 Vísi á morgun þegar nýr stjórnarsáttmáli verður undirritaður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fundinn hafa gengið vel í dag en hann hófst klukkan þrjú og lauk upp úr klukkan fimm, þar sem flestir tóku þátt í gegnum fjarskiptabúnað. Að sögn Sigurðar Inga var góð þátttaka á fundinum og var stjórnarsáttmálinn samþykktur með rétt tæplega 99 prósent atkvæða. Fundir Sjálfstæðisflokksins hófust klukkan hálf tvö og lauk um klukkan hálf sex. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fundina hafa gengið vel en aðalfundarstaðurinn var í Valhöll. Aðrir tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað og segist Bjarni telja að hlutfall þeirra sem samþykktu sáttmálann hafi verið svipaður og hjá Framsókn en hann var ekki með nákvæma tölu. Í tilkynningu frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði segir að á annað hundrað manns hafi sótt fundinn sem hófst klukkan tvö í dag. Þar af hafi tæplega hundrað verið með atkvæðisrétt sem flokksráðsfulltrúar. Sem áður segir var sáttmálinn samþykktur með um áttatíu prósent atkvæða. Uppstokkun ráðuneyta og áhersla á loftslagsmál Ljóst er að nokkrar breytingar hafa orðið á skiptingu ráðuneyta milli stjórnarflokkanna líkt og Innherji greindi frá fyrr í dag. Þá segir í frétt RÚV að í stjórnarsáttmálanum sé lögð áhersla á loftsslagsmál. Helminga eigi losun Íslands fyrir 2030, samvinna ríkis og sveitarfélaga í malaflokknum verði efld og hálendisþjóðgarður verði stofnaður. Jafnframt eigi að efla ríkissáttasemjara, setja fram skýra og heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda, einfalda umsóknarferli um dvalarleyfi. Samkeppniseftirlit og Neytendastofa verði sameinuð og skipuð verði nefnd til að meta ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Fréttastofa verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Stöð 2 Vísi á morgun þegar nýr stjórnarsáttmáli verður undirritaður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira