Þetta tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Ásmundur Einar Daðason verður ráðherra skólamála- og barna þar sem sérstök áhersla verður lögð á börn að sögn Sigurðar Inga.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir verður ráðherra viðskipta- og menningarmála og sjálfur verður Sigurður Ingi áfram samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem hann sagði að yrði að eins konar innviðaráðuneyti.
Ný ríkisstjórn verður kynnt til leiks klukkan eitt. Fylgjast má með beinni útsendingu frá blaðamannafundinum hér.