„Það er skelfilegt að vera með slasað dýr í höndunum og geta ekkert gert“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2021 21:04 Ester Júlía Olgeirsdóttir krefur Matvælastofnun svara. Stöð 2/Bjarni Kona sem reyndi ítrekað að ná í neyðarnúmer dýralækna um síðustu helgi þegar hundur hennar slasaðist alvarlega kallar eftir svörum frá Matvælastofnun. Hún segir óásættanlegt að fólk þurfi að horfa upp á dýr sitt þjást. Varaleið þurfi að standa til boða ef neyðarvakt svarar ekki. Ester Júlía Olgeirsdóttir lenti í því síðastliðinn sunnudag að hundurinn hennar, Lúkas, slasaðist alvarlega. Þegar hún reyndi að hringja í neyðarnúmerdýralækna svaraði aftur á móti enginn, þrátt fyrir að dýralæknir eigi að vera á vakt. Hún lýsir því að bæði hún og sambýlismaður hennar hafi ítrekað reynt að ná sambandi en þegar það gekk ekki gengu þau niður listann yfir dýralækna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir þó nokkur símtöl, þar sem flestir bentu aftur á neyðarnúmerið, gat einn dýralæknir tekið á móti hundinum. „Við fórum með hann til hennar en það var ekkert annað í stöðunni en að svæfa dýrið. Þetta var mjög erfiður dagur,“ segir Ester en hún furðar sig á því að dýralæknir á neyðarvakt svari ekki símanum. „Það getur vel verið að þetta eigi sér einhverja góða skýringu en þetta er ekki boðlegt að mínu mati.“ Svæfa þurfti hundinn Lúkas.Stöð 2/Bjarni Hún heyrði af sambærilegu máli þennan sama dag þar sem kona með kött reyndi ítrekað að ná sambandi við dýralækni á vakt um nóttina. „Hún reyndi margoft og á endanum hringdi hún í dýralækni úti á landi, en auðvitað gengur það ekkert upp,“ segir Ester. Sjálf tilkynnti Ester málið til Matvælastofnunar en segist ekki hafa nein svör enn sem komið er. Héraðsdýralæknir MAST í Suðvesturumdæmi staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til skoðunar en það væri afar sjaldgæft að svona komi upp. Mikið álag væri á dýralæknum á þessum neyðarvöktum sem gæti skýrt af hverju dýralæknir svaraði ekki. „Ég vil að þetta verði bætt, því það er skelfilegt að vera með slasað dýr í höndunum og geta ekkert gert. Það er bara alveg hræðilegt,“ segir Ester. „Þannig að ég vil að þeir finni einhverja lausn, alla vega varaleið sem tekur við ef að dýralæknir er upptekinn.“ Gæludýr Hundar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu. 28. nóvember 2021 12:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Ester Júlía Olgeirsdóttir lenti í því síðastliðinn sunnudag að hundurinn hennar, Lúkas, slasaðist alvarlega. Þegar hún reyndi að hringja í neyðarnúmerdýralækna svaraði aftur á móti enginn, þrátt fyrir að dýralæknir eigi að vera á vakt. Hún lýsir því að bæði hún og sambýlismaður hennar hafi ítrekað reynt að ná sambandi en þegar það gekk ekki gengu þau niður listann yfir dýralækna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir þó nokkur símtöl, þar sem flestir bentu aftur á neyðarnúmerið, gat einn dýralæknir tekið á móti hundinum. „Við fórum með hann til hennar en það var ekkert annað í stöðunni en að svæfa dýrið. Þetta var mjög erfiður dagur,“ segir Ester en hún furðar sig á því að dýralæknir á neyðarvakt svari ekki símanum. „Það getur vel verið að þetta eigi sér einhverja góða skýringu en þetta er ekki boðlegt að mínu mati.“ Svæfa þurfti hundinn Lúkas.Stöð 2/Bjarni Hún heyrði af sambærilegu máli þennan sama dag þar sem kona með kött reyndi ítrekað að ná sambandi við dýralækni á vakt um nóttina. „Hún reyndi margoft og á endanum hringdi hún í dýralækni úti á landi, en auðvitað gengur það ekkert upp,“ segir Ester. Sjálf tilkynnti Ester málið til Matvælastofnunar en segist ekki hafa nein svör enn sem komið er. Héraðsdýralæknir MAST í Suðvesturumdæmi staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til skoðunar en það væri afar sjaldgæft að svona komi upp. Mikið álag væri á dýralæknum á þessum neyðarvöktum sem gæti skýrt af hverju dýralæknir svaraði ekki. „Ég vil að þetta verði bætt, því það er skelfilegt að vera með slasað dýr í höndunum og geta ekkert gert. Það er bara alveg hræðilegt,“ segir Ester. „Þannig að ég vil að þeir finni einhverja lausn, alla vega varaleið sem tekur við ef að dýralæknir er upptekinn.“
Gæludýr Hundar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu. 28. nóvember 2021 12:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu. 28. nóvember 2021 12:30