Adam sló í gegn með kollhnís: Draumur fyrir strák frá smábæ á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2021 14:00 Adam Ingi Benediktsson í viðtali eftir frumraun sína í Svíþjóð. Skjáskot/@ifkgoteborg Hinn 19 ára gamli Adam Ingi Benediktsson, markvörður frá Grundarfirði, lék sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með stórliði IFK Gautaborgar í gær og sló strax í gegn hjá stuðningsmönnum. Þetta segir í grein Göteborgs-Posten um Adam þar sem tekið er fram að sérstakur kollhnís Adams fyrir leik, að eigin marki, hafi vakið mikla athygli. pic.twitter.com/BTreWgYQ8f— David Vukovic (@DaVukovic) November 28, 2021 „Ég geri þetta fyrir hvern leik,“ sagði Adam Ingi í viðtali við GP, þar sem hann þáði jafnframt að fá að vita að kollhnís er í sænsku kallaður „kullerbytta“. Adam heillaði stuðningsmenn ekki síður með frammistöðu sinni í leiknum sjálfum, því hann hélt markinu hreinu í 4-0 sigri á Östersund. 19-årige målvaktsdebutanten Adam Ingi Benediktsson med en fin räddning för IFK Göteborg!Se matchen på https://t.co/Nmw67Zlu4o pic.twitter.com/kPdwu6EEMX— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 28, 2021 „Þetta er eins og einhver draumur. Vera hér fyrir framan 15.000 manns, frá smábæ á Íslandi,“ sagði Adam Ingi. Adam Ingi sagði frá því í viðtali við Fótbolta.net á sínum tíma að hann væri frá smábænum Grundarfirði á Snæfellsnesi. Hann lék svo með yngri flokkum FH og HK þar til að hann fluttist til Svíþjóðar sumarið 2019 og hóf að leika með U19-liði Gautaborgar. Á dögunum skrifaði hann svo undir atvinnumannasamning við félagið sem gildir til ársloka 2024. | "Jag lever i en dröm"Debutanten Adam Benediktsson efter 4 0 mot Östersunds FK.#ifkgbg pic.twitter.com/lhU7v7n9fI— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) November 28, 2021 Aðalmarkvörður Gautaborgar, Giannis Anestis, er á förum frá félaginu og það gæti gefið Adam fleiri tækifæri á næstu leiktíð. Hann hefur nú að minnsta kosti fengið fyrsta tækifærið sitt en leiktíðinni í Svíþjóð lýkur um næstu helgi þegar Gautaborg sækir Norrköping heim. Adam segist hafa vitað það í nokkra daga að komið væri að fyrsta leik hans í sænsku úrvalsdeildinni: „Þjálfarinn tók mig til hliðar og sagði mér frá þessu. En ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en ég gekk inn á völlinn með öllu sem því tilheyrir. Þá kom adrenalínið,“ sagði Adam. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Grundarfjörður Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Þetta segir í grein Göteborgs-Posten um Adam þar sem tekið er fram að sérstakur kollhnís Adams fyrir leik, að eigin marki, hafi vakið mikla athygli. pic.twitter.com/BTreWgYQ8f— David Vukovic (@DaVukovic) November 28, 2021 „Ég geri þetta fyrir hvern leik,“ sagði Adam Ingi í viðtali við GP, þar sem hann þáði jafnframt að fá að vita að kollhnís er í sænsku kallaður „kullerbytta“. Adam heillaði stuðningsmenn ekki síður með frammistöðu sinni í leiknum sjálfum, því hann hélt markinu hreinu í 4-0 sigri á Östersund. 19-årige målvaktsdebutanten Adam Ingi Benediktsson med en fin räddning för IFK Göteborg!Se matchen på https://t.co/Nmw67Zlu4o pic.twitter.com/kPdwu6EEMX— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 28, 2021 „Þetta er eins og einhver draumur. Vera hér fyrir framan 15.000 manns, frá smábæ á Íslandi,“ sagði Adam Ingi. Adam Ingi sagði frá því í viðtali við Fótbolta.net á sínum tíma að hann væri frá smábænum Grundarfirði á Snæfellsnesi. Hann lék svo með yngri flokkum FH og HK þar til að hann fluttist til Svíþjóðar sumarið 2019 og hóf að leika með U19-liði Gautaborgar. Á dögunum skrifaði hann svo undir atvinnumannasamning við félagið sem gildir til ársloka 2024. | "Jag lever i en dröm"Debutanten Adam Benediktsson efter 4 0 mot Östersunds FK.#ifkgbg pic.twitter.com/lhU7v7n9fI— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) November 28, 2021 Aðalmarkvörður Gautaborgar, Giannis Anestis, er á förum frá félaginu og það gæti gefið Adam fleiri tækifæri á næstu leiktíð. Hann hefur nú að minnsta kosti fengið fyrsta tækifærið sitt en leiktíðinni í Svíþjóð lýkur um næstu helgi þegar Gautaborg sækir Norrköping heim. Adam segist hafa vitað það í nokkra daga að komið væri að fyrsta leik hans í sænsku úrvalsdeildinni: „Þjálfarinn tók mig til hliðar og sagði mér frá þessu. En ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en ég gekk inn á völlinn með öllu sem því tilheyrir. Þá kom adrenalínið,“ sagði Adam.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Grundarfjörður Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti