Adam sló í gegn með kollhnís: Draumur fyrir strák frá smábæ á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2021 14:00 Adam Ingi Benediktsson í viðtali eftir frumraun sína í Svíþjóð. Skjáskot/@ifkgoteborg Hinn 19 ára gamli Adam Ingi Benediktsson, markvörður frá Grundarfirði, lék sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með stórliði IFK Gautaborgar í gær og sló strax í gegn hjá stuðningsmönnum. Þetta segir í grein Göteborgs-Posten um Adam þar sem tekið er fram að sérstakur kollhnís Adams fyrir leik, að eigin marki, hafi vakið mikla athygli. pic.twitter.com/BTreWgYQ8f— David Vukovic (@DaVukovic) November 28, 2021 „Ég geri þetta fyrir hvern leik,“ sagði Adam Ingi í viðtali við GP, þar sem hann þáði jafnframt að fá að vita að kollhnís er í sænsku kallaður „kullerbytta“. Adam heillaði stuðningsmenn ekki síður með frammistöðu sinni í leiknum sjálfum, því hann hélt markinu hreinu í 4-0 sigri á Östersund. 19-årige målvaktsdebutanten Adam Ingi Benediktsson med en fin räddning för IFK Göteborg!Se matchen på https://t.co/Nmw67Zlu4o pic.twitter.com/kPdwu6EEMX— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 28, 2021 „Þetta er eins og einhver draumur. Vera hér fyrir framan 15.000 manns, frá smábæ á Íslandi,“ sagði Adam Ingi. Adam Ingi sagði frá því í viðtali við Fótbolta.net á sínum tíma að hann væri frá smábænum Grundarfirði á Snæfellsnesi. Hann lék svo með yngri flokkum FH og HK þar til að hann fluttist til Svíþjóðar sumarið 2019 og hóf að leika með U19-liði Gautaborgar. Á dögunum skrifaði hann svo undir atvinnumannasamning við félagið sem gildir til ársloka 2024. | "Jag lever i en dröm"Debutanten Adam Benediktsson efter 4 0 mot Östersunds FK.#ifkgbg pic.twitter.com/lhU7v7n9fI— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) November 28, 2021 Aðalmarkvörður Gautaborgar, Giannis Anestis, er á förum frá félaginu og það gæti gefið Adam fleiri tækifæri á næstu leiktíð. Hann hefur nú að minnsta kosti fengið fyrsta tækifærið sitt en leiktíðinni í Svíþjóð lýkur um næstu helgi þegar Gautaborg sækir Norrköping heim. Adam segist hafa vitað það í nokkra daga að komið væri að fyrsta leik hans í sænsku úrvalsdeildinni: „Þjálfarinn tók mig til hliðar og sagði mér frá þessu. En ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en ég gekk inn á völlinn með öllu sem því tilheyrir. Þá kom adrenalínið,“ sagði Adam. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Grundarfjörður Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira
Þetta segir í grein Göteborgs-Posten um Adam þar sem tekið er fram að sérstakur kollhnís Adams fyrir leik, að eigin marki, hafi vakið mikla athygli. pic.twitter.com/BTreWgYQ8f— David Vukovic (@DaVukovic) November 28, 2021 „Ég geri þetta fyrir hvern leik,“ sagði Adam Ingi í viðtali við GP, þar sem hann þáði jafnframt að fá að vita að kollhnís er í sænsku kallaður „kullerbytta“. Adam heillaði stuðningsmenn ekki síður með frammistöðu sinni í leiknum sjálfum, því hann hélt markinu hreinu í 4-0 sigri á Östersund. 19-årige målvaktsdebutanten Adam Ingi Benediktsson med en fin räddning för IFK Göteborg!Se matchen på https://t.co/Nmw67Zlu4o pic.twitter.com/kPdwu6EEMX— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 28, 2021 „Þetta er eins og einhver draumur. Vera hér fyrir framan 15.000 manns, frá smábæ á Íslandi,“ sagði Adam Ingi. Adam Ingi sagði frá því í viðtali við Fótbolta.net á sínum tíma að hann væri frá smábænum Grundarfirði á Snæfellsnesi. Hann lék svo með yngri flokkum FH og HK þar til að hann fluttist til Svíþjóðar sumarið 2019 og hóf að leika með U19-liði Gautaborgar. Á dögunum skrifaði hann svo undir atvinnumannasamning við félagið sem gildir til ársloka 2024. | "Jag lever i en dröm"Debutanten Adam Benediktsson efter 4 0 mot Östersunds FK.#ifkgbg pic.twitter.com/lhU7v7n9fI— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) November 28, 2021 Aðalmarkvörður Gautaborgar, Giannis Anestis, er á förum frá félaginu og það gæti gefið Adam fleiri tækifæri á næstu leiktíð. Hann hefur nú að minnsta kosti fengið fyrsta tækifærið sitt en leiktíðinni í Svíþjóð lýkur um næstu helgi þegar Gautaborg sækir Norrköping heim. Adam segist hafa vitað það í nokkra daga að komið væri að fyrsta leik hans í sænsku úrvalsdeildinni: „Þjálfarinn tók mig til hliðar og sagði mér frá þessu. En ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en ég gekk inn á völlinn með öllu sem því tilheyrir. Þá kom adrenalínið,“ sagði Adam.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Grundarfjörður Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira