Messi valinn bestur í heimi í sjöunda sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2021 21:09 Lionel Messi er handhafi Gullknattarins í sjöunda sinn. EPA-EFE/YOAN VALAT Argentínumaðurinn Lionel Messi var í kvöld valinn besti leikmaður heims en tilkynnt var um handhafa Gullknattarins, Ballon d'or ársins 2021 í kvöld. Er þetta í sjöunda sinn sem Messi vinnur verðlaunin. Hinn 34 ára gamli Messi hafði betur gegn Robert Lewandowski, Karim Benzema og Jorginho en þeir mynduðu efstu fjögur sætin. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem Cristiano Ronaldo er ekki meðal efstu þriggja í valinu á besta leikmanni heims. Þó Messi hafi í raun aðallega komist í fréttirnar fyrir að færa sig um set og semja við París Saint-Germain þá tókst honum að vinna sinn fyrsta titil með Argentínu er liðið varð Suður-Ameríkumeistari í sumar. HERE IS THE WINNER! SEVEN BALLON D OR FOR LIONEL MESSI! #ballondor pic.twitter.com/U2SywJmruC— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Það virðist hafa verið nóg til að slá öðrum leikmönnum ref fyrir rass. Lewandowski var í öðru sæti valsins en hann hefði að öllum líkindum unnið í fyrra ef ekki hefði verið hætt við verðlaunin vegna kórónufaraldursins. Jorginho endaði í þriðja sæti en hann vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea síðasta vor og svo EM með Ítalíu í sumar. Þar á eftir komu Karim Benzema (Real Madríd, Frakkland) N‘Golo Kante (Chelsea, Frakkland), Cristiano Ronaldo (Manchester United, Portúgal), Mo Salah (Liverpool, Egyptaland), Kevin De Bruyne (Manchester City, Belgía) og Kylian Mbappé (PSG, Frakkland). PUSH THE MAGIC BUTTON! small surprise for Lionel Messi #ballondor pic.twitter.com/UtMcaQyIdE— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Eins og áður hefur komið fram var Messi að vinna verðlaunin í sjöunda sinn. Það er met en Ronaldo kemur þar á eftir með fimm Gullknetti. Fótbolti Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Putellas valin best í heimi Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var í kvöld kosin besti leikmaður heims. Er hún því nú handhafi Gullknattarins fræga eða Ballon d‘Or-verðlaunanna. 29. nóvember 2021 20:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Messi hafði betur gegn Robert Lewandowski, Karim Benzema og Jorginho en þeir mynduðu efstu fjögur sætin. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem Cristiano Ronaldo er ekki meðal efstu þriggja í valinu á besta leikmanni heims. Þó Messi hafi í raun aðallega komist í fréttirnar fyrir að færa sig um set og semja við París Saint-Germain þá tókst honum að vinna sinn fyrsta titil með Argentínu er liðið varð Suður-Ameríkumeistari í sumar. HERE IS THE WINNER! SEVEN BALLON D OR FOR LIONEL MESSI! #ballondor pic.twitter.com/U2SywJmruC— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Það virðist hafa verið nóg til að slá öðrum leikmönnum ref fyrir rass. Lewandowski var í öðru sæti valsins en hann hefði að öllum líkindum unnið í fyrra ef ekki hefði verið hætt við verðlaunin vegna kórónufaraldursins. Jorginho endaði í þriðja sæti en hann vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea síðasta vor og svo EM með Ítalíu í sumar. Þar á eftir komu Karim Benzema (Real Madríd, Frakkland) N‘Golo Kante (Chelsea, Frakkland), Cristiano Ronaldo (Manchester United, Portúgal), Mo Salah (Liverpool, Egyptaland), Kevin De Bruyne (Manchester City, Belgía) og Kylian Mbappé (PSG, Frakkland). PUSH THE MAGIC BUTTON! small surprise for Lionel Messi #ballondor pic.twitter.com/UtMcaQyIdE— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Eins og áður hefur komið fram var Messi að vinna verðlaunin í sjöunda sinn. Það er met en Ronaldo kemur þar á eftir með fimm Gullknetti.
Fótbolti Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Putellas valin best í heimi Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var í kvöld kosin besti leikmaður heims. Er hún því nú handhafi Gullknattarins fræga eða Ballon d‘Or-verðlaunanna. 29. nóvember 2021 20:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Putellas valin best í heimi Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var í kvöld kosin besti leikmaður heims. Er hún því nú handhafi Gullknattarins fræga eða Ballon d‘Or-verðlaunanna. 29. nóvember 2021 20:45