Óboðlegt að dýr fái ekki hjálp Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 22:07 Um þarsíðustu helgi kom upp tilfelli þar sem eigendur slasaðs smáhunds náðu ekki í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Formaður Dýralæknafélags Íslands segir það ekki boðlegt að dýraeigendur sem reyni að ná í lækni vegna veiks dýrs fái ekki hjálp. Fjármagn skorti til þess að halda úti aukinni neyðarþjónustu dýralækna. Dýraeigendur lentu í því að þeir náðu ekki í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um þarsíðustu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við konu sem reyndi endurtekið að hringja í neyðarnúmerið vegna slasaðs smáhunds en enginn svaraði símanum. Eftir að hafa hringt í fjölda dýralækna á höfuðborgarsvæðinu fékkst einn til að taka við hundinum sem var á endanum svæfður. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem ríkið greiðir fyrir. Á höfuðborgarsvæðinu er einn læknir fyrir smádýr en annar fyrir stærri dýr, að því er kom fram í frétt Vísis í gær. Bára Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sagði mikið álag á dýralækna á neyðarvakt í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Oft fái þeir ekki eina klukkustund í svefn þegar þeir taki helgarvakt. Hún sagðist vel geta ímyndað sér að fleiri dæmi séu um að dýraeigendur nái ekki sambandi við lækni á neyðarvakt sem ekki rati í fjölmiðla. „Þetta er náttúrulega alveg óboðlegt að dýraeigandi sem reynir að ná í dýralækni fái ekki hjálp. Það er alveg svakalega vont á upplifa það,“ sagði Bára um málin sem komu upp um þarsíðustu helgi. Þeir sem hlaupa undir bagga fá ekkert greitt Hluti af vandanum væri að dýraeigendur viti ekki hvert þeir eigi að hringja í neyðartilfellum. Dýralæknar þurfi að vera duglegir við að skilja eftir skilaboð á símsvara ef þeir veiti ekki bráðaþjónustu. Stærsti vandinn sé að fleiri dýralækni þurfi á vakt. Dýralæknir á neyðarvakt geti lent í því að þurfa að sinna burðarhjálp í nokkrar klukkustundir og á meðan sé enginn tiltækur. Enginn sinni neyðarvakt í sjálfboðavinnu og því sé þörf sé á meira fjármagni frá því opinbera, að sögn Báru. „Allt sem kostar peninga er erfitt, eins og við vitum,“ sagði hún. Engin varaáætlun er til staðar ef dýralæknir á neyðarvakt er ekki tiltækur. Bára sagði að sumir dýralæknar reyni að hafa einhvern til liðsauka ef þeir eru uppteknir. Sá sem hleypur undir bagga með þeim sem er á neyðarvakt fái hins vegar ekker greitt. Draumaframtíðin er að dýraspítali geti verið opinn allan sólarhringinn, að mati Báru. Það kosti hins vegar peninga og enginn dýraspítali geti tekið að sér slíka þjónustu og haldið úti vöktum eins og er. „Það þarf að vera eitthvað samtaka átak sem færi þar af stað,“ sagði hún. Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Dýraeigendur lentu í því að þeir náðu ekki í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um þarsíðustu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við konu sem reyndi endurtekið að hringja í neyðarnúmerið vegna slasaðs smáhunds en enginn svaraði símanum. Eftir að hafa hringt í fjölda dýralækna á höfuðborgarsvæðinu fékkst einn til að taka við hundinum sem var á endanum svæfður. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem ríkið greiðir fyrir. Á höfuðborgarsvæðinu er einn læknir fyrir smádýr en annar fyrir stærri dýr, að því er kom fram í frétt Vísis í gær. Bára Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sagði mikið álag á dýralækna á neyðarvakt í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Oft fái þeir ekki eina klukkustund í svefn þegar þeir taki helgarvakt. Hún sagðist vel geta ímyndað sér að fleiri dæmi séu um að dýraeigendur nái ekki sambandi við lækni á neyðarvakt sem ekki rati í fjölmiðla. „Þetta er náttúrulega alveg óboðlegt að dýraeigandi sem reynir að ná í dýralækni fái ekki hjálp. Það er alveg svakalega vont á upplifa það,“ sagði Bára um málin sem komu upp um þarsíðustu helgi. Þeir sem hlaupa undir bagga fá ekkert greitt Hluti af vandanum væri að dýraeigendur viti ekki hvert þeir eigi að hringja í neyðartilfellum. Dýralæknar þurfi að vera duglegir við að skilja eftir skilaboð á símsvara ef þeir veiti ekki bráðaþjónustu. Stærsti vandinn sé að fleiri dýralækni þurfi á vakt. Dýralæknir á neyðarvakt geti lent í því að þurfa að sinna burðarhjálp í nokkrar klukkustundir og á meðan sé enginn tiltækur. Enginn sinni neyðarvakt í sjálfboðavinnu og því sé þörf sé á meira fjármagni frá því opinbera, að sögn Báru. „Allt sem kostar peninga er erfitt, eins og við vitum,“ sagði hún. Engin varaáætlun er til staðar ef dýralæknir á neyðarvakt er ekki tiltækur. Bára sagði að sumir dýralæknar reyni að hafa einhvern til liðsauka ef þeir eru uppteknir. Sá sem hleypur undir bagga með þeim sem er á neyðarvakt fái hins vegar ekker greitt. Draumaframtíðin er að dýraspítali geti verið opinn allan sólarhringinn, að mati Báru. Það kosti hins vegar peninga og enginn dýraspítali geti tekið að sér slíka þjónustu og haldið úti vöktum eins og er. „Það þarf að vera eitthvað samtaka átak sem færi þar af stað,“ sagði hún.
Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira