Jólamolar: Christmas Vacation fastur liður á hverju ári Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. desember 2021 09:01 Sigga Beinteins er mikið jólabarn og syngur inn jólin hjá fjölmörgum Íslendingum með tónleikum sínum Á hátíðlegum nótum. Vísir/Vilhelm Það er óhætt að segja að Sigga Beinteins sé ein ástsælasta söngkona landsins og eru jólatónleikar hennar, Á hátíðlegum nótum, orðnir að hefð hjá mörgum í aðdraganda jólanna. Tónleikarnir í ár fara fram í Eldborgarsal Hörpu dagana 3. og 4. desember, þar sem Sigga mun syngja inn jólin ásamt stórskotaliði söngvara. Hér ætlum við hins vegar að komast að því hvað það er sem kemur sjálfri Siggu Beinteins í jólaskapið. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Haha! Ég myndi alveg örugglega skilgreina mig sem Elf, ég er svo mikið jólabarn, ekki einhvern sem sem stal jólunum.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Mín uppáhalds jólaminning er frá því að ég var krakki. Þegar búið var að opna alla pakkana heima á aðfangadagskvöld kom stórfjölskyldan saman heima hjá ömmu og afa. Amma spilaði á píanóið og allir dönsuðu í kringum jólatréð. Eftir dansinn í kringum jólatréð var boðið upp á heitt súkkulaði, smákökur og tertur. Þetta er mér alltaf ferskt í minni.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég held að eftirminnilegasta jólagjöfin sem ég hef fengið sé þegar ég og yngri systir mín fengum saman hjól í jólagjöf. Það var hjól með háu stýri og sæti sem var mjög langt. Þetta voru aðal tískuhjólin þegar ég var svona tíu eða ellefu ára.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég man eiginlega ekki eftir neinni slíkri, enda ef ég segði frá einhverju sem mér hefur fundist glatað þá myndi sá sem gaf mér gjöfina örugglega verða mjög fúll út í mig svo það er best að segja ekki neitt.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Uppáhalds jólahefðin mín er að borða klukkan sex á aðfangadag, hlusta á klukkurnar hringja og hlusta svo á jólamessuna í útvarpinu.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Ég á nú mörg uppáhalds jólalög en það sem er aðal er Ó helga nótt. Annars er mjög erfitt að velja uppáhalds jólalag!“ Sigga sagði einmitt frá því fyrr í vetur að hún hygðist flytja lagið Ó helga nótt á tónleikum sínum í ár, eftir ágætis hlé. Sjá: Flytur sitt uppáhalds jólalag í Hörpu eftir langt hlé Jólatónleikar Siggu Beinteins fara fram í Eldborgarsal Hörpu 3. og 4. desember. Gestirnir verða ekki af verri endanum en þau Gissur Páll Gissurarson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Bjarni Arason munu koma fram ásamt karlakórnum Fóstbræðrum. Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Það er engin spurning! Það er myndin með Chevy Chase, National Lampoon's Christmas Vacation – Á hana er horft á hverjum jólum.” Hvað borðar þú á aðfangadag? „Oftast hamborgarhrygg, en hef líka stundum verið með fyllt lambalæri.“ Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég óska mér jólaknúss frá börnunum mínum.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Það er messan klukkan sex á aðfangadag.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Já það er alltaf nóg að stússa og það stærsta eru jólatónleikarnir mínir 3. og 4. desember næstkomandi.“ „Ég vil bara óska öllum gleðilegrar hátíðar og að allir hafi það sem allra best yfir hátíðirnar.“ Hægt er að kaupa miða á jólatónleika Siggu á Tix.is. Tónlist Jólalög Jólamatur Jól Jólamolar 2021 Tengdar fréttir Flytur sitt uppáhalds jólalag í Hörpu eftir langt hlé Árlegir jólatónleikar Siggu Beinteins fara fram 3. og 4. desember í Eldborgarsal í Hörpu. 1. október 2021 09:51 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Haha! Ég myndi alveg örugglega skilgreina mig sem Elf, ég er svo mikið jólabarn, ekki einhvern sem sem stal jólunum.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Mín uppáhalds jólaminning er frá því að ég var krakki. Þegar búið var að opna alla pakkana heima á aðfangadagskvöld kom stórfjölskyldan saman heima hjá ömmu og afa. Amma spilaði á píanóið og allir dönsuðu í kringum jólatréð. Eftir dansinn í kringum jólatréð var boðið upp á heitt súkkulaði, smákökur og tertur. Þetta er mér alltaf ferskt í minni.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég held að eftirminnilegasta jólagjöfin sem ég hef fengið sé þegar ég og yngri systir mín fengum saman hjól í jólagjöf. Það var hjól með háu stýri og sæti sem var mjög langt. Þetta voru aðal tískuhjólin þegar ég var svona tíu eða ellefu ára.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég man eiginlega ekki eftir neinni slíkri, enda ef ég segði frá einhverju sem mér hefur fundist glatað þá myndi sá sem gaf mér gjöfina örugglega verða mjög fúll út í mig svo það er best að segja ekki neitt.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Uppáhalds jólahefðin mín er að borða klukkan sex á aðfangadag, hlusta á klukkurnar hringja og hlusta svo á jólamessuna í útvarpinu.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Ég á nú mörg uppáhalds jólalög en það sem er aðal er Ó helga nótt. Annars er mjög erfitt að velja uppáhalds jólalag!“ Sigga sagði einmitt frá því fyrr í vetur að hún hygðist flytja lagið Ó helga nótt á tónleikum sínum í ár, eftir ágætis hlé. Sjá: Flytur sitt uppáhalds jólalag í Hörpu eftir langt hlé Jólatónleikar Siggu Beinteins fara fram í Eldborgarsal Hörpu 3. og 4. desember. Gestirnir verða ekki af verri endanum en þau Gissur Páll Gissurarson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Bjarni Arason munu koma fram ásamt karlakórnum Fóstbræðrum. Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Það er engin spurning! Það er myndin með Chevy Chase, National Lampoon's Christmas Vacation – Á hana er horft á hverjum jólum.” Hvað borðar þú á aðfangadag? „Oftast hamborgarhrygg, en hef líka stundum verið með fyllt lambalæri.“ Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég óska mér jólaknúss frá börnunum mínum.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Það er messan klukkan sex á aðfangadag.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Já það er alltaf nóg að stússa og það stærsta eru jólatónleikarnir mínir 3. og 4. desember næstkomandi.“ „Ég vil bara óska öllum gleðilegrar hátíðar og að allir hafi það sem allra best yfir hátíðirnar.“ Hægt er að kaupa miða á jólatónleika Siggu á Tix.is.
Tónlist Jólalög Jólamatur Jól Jólamolar 2021 Tengdar fréttir Flytur sitt uppáhalds jólalag í Hörpu eftir langt hlé Árlegir jólatónleikar Siggu Beinteins fara fram 3. og 4. desember í Eldborgarsal í Hörpu. 1. október 2021 09:51 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Flytur sitt uppáhalds jólalag í Hörpu eftir langt hlé Árlegir jólatónleikar Siggu Beinteins fara fram 3. og 4. desember í Eldborgarsal í Hörpu. 1. október 2021 09:51