Helgi Pé: Fáir sem geti nýtt sér tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 11:07 Helgi Pétursson er formaður Landssambands eldri borgara, segir að aldrei hafi jafn mörgum verið lofað jafn miklu jafn oft eins og eldra fólki á Íslandi. Stöð 2 Frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í tvö hundruð þúsund krónur á mánuði um næstu áramót. Mun það þar með tvöfaldast. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að sér þyki ekki mikið til þeirra aðgerða koma sem ríkisstjórnin boðar í fjárlagafrumvarpinu og snúi að eldri borgurum. „Aldrei hefur jafn mörgum verið lofað jafn miklu jafn oft eins og eldra fólki á Íslandi. Efndirnar hafa hins vegar verið litlar. Mér sýnist að þetta sé að fara í svipaðan farveg og áður og vanti mikið upp á.“ Tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna ellilífeyristekna var eitt af því sem ný ríkisstjórn boðaði að yrði gert þegar nýr stjórnarsáttmáli var kynntur um helgina. Kostnaður vegna tvöföldunarinnar er áætlaður um 540 milljónir króna. „Það er mikið um að „horft skuli til“ hins og þessa. Mér sýnist að menn ætli í ár að láta nægja að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna, en að ekkert annað sé í hendi. Síðan er talað um endurskoðun á almannatryggingakerfinu og að „fari fram“ hitt og þetta. Það er ekkert nýtt í þessu. En það á eftir að koma í ljós hvaða efndir fylgja þessum orðum,“ segir Helgi. Úr kynningu fjármálaráðherra í morgun. Ætti frekar að líta til lífeyristekna Varðandi þessa tvöföldun frítekjumarks segir Helgi að það séu tiltölulega fáir sem geti nýtt sér hana. Hann segir stóran hluta lífeyrisþega lifa á tekjum undir lágmarkslaunum. „Það er ekki enn farið að hífa frítekjumark lífeyristekna upp að lágmarkslaunum. Það er svo stór hluti sem er ekki að nýta sér þennan atvinnuteknaafslátt. Þetta lítur vel út en ef menn hefðu hækkað á sama stað frítekjumörk lífeyristekna þá værum við að tala um aðra hluti. Það eru miklu fleiri sem gætu nýtt sér slíkt. Þetta lítur út eins og það sé mikið hagsmunamál en það eru fáir sem geta nýtt sér þetta. Þetta eitt og sér gerir ekki mikið,“ segir Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara. Fjárlagafrumvarp 2022 Eldri borgarar Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að sér þyki ekki mikið til þeirra aðgerða koma sem ríkisstjórnin boðar í fjárlagafrumvarpinu og snúi að eldri borgurum. „Aldrei hefur jafn mörgum verið lofað jafn miklu jafn oft eins og eldra fólki á Íslandi. Efndirnar hafa hins vegar verið litlar. Mér sýnist að þetta sé að fara í svipaðan farveg og áður og vanti mikið upp á.“ Tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna ellilífeyristekna var eitt af því sem ný ríkisstjórn boðaði að yrði gert þegar nýr stjórnarsáttmáli var kynntur um helgina. Kostnaður vegna tvöföldunarinnar er áætlaður um 540 milljónir króna. „Það er mikið um að „horft skuli til“ hins og þessa. Mér sýnist að menn ætli í ár að láta nægja að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna, en að ekkert annað sé í hendi. Síðan er talað um endurskoðun á almannatryggingakerfinu og að „fari fram“ hitt og þetta. Það er ekkert nýtt í þessu. En það á eftir að koma í ljós hvaða efndir fylgja þessum orðum,“ segir Helgi. Úr kynningu fjármálaráðherra í morgun. Ætti frekar að líta til lífeyristekna Varðandi þessa tvöföldun frítekjumarks segir Helgi að það séu tiltölulega fáir sem geti nýtt sér hana. Hann segir stóran hluta lífeyrisþega lifa á tekjum undir lágmarkslaunum. „Það er ekki enn farið að hífa frítekjumark lífeyristekna upp að lágmarkslaunum. Það er svo stór hluti sem er ekki að nýta sér þennan atvinnuteknaafslátt. Þetta lítur vel út en ef menn hefðu hækkað á sama stað frítekjumörk lífeyristekna þá værum við að tala um aðra hluti. Það eru miklu fleiri sem gætu nýtt sér slíkt. Þetta lítur út eins og það sé mikið hagsmunamál en það eru fáir sem geta nýtt sér þetta. Þetta eitt og sér gerir ekki mikið,“ segir Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara.
Fjárlagafrumvarp 2022 Eldri borgarar Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18