Norsku stelpurnar unnu leikinn sem fór fram í tveimur mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 11:31 Þokan var þétt eins og sjá má á þessari mynd þegar dómari leiddi liðin af velli. AP/Hakob Berberyan Norska kvennalandsliðið í fótbolta vann 10-0 útisigur á Armeníu í síðasta leik liðsins á árinu en þetta var mjög óvenjulegur leikur. Liðin voru að mætast í undankeppni HM en Ísland vann Kýpur í sömu keppni í gær. Það er ekki nóg með að það að leikur norsku stelpnanna hafi farið fram á tveimur dögum þá fór hann fram í tveimur mánuðum. Leikurinn hófst í gær 30. nóvember en endaði í dag, 1. desember. Kvinnelandslaget slo Armenia 10-0 overvintrer på topp med VM i sikte https://t.co/E0ZpgS45wo— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 1, 2021 Dómari leiksins, Victoria Beyer frá Frakklandi, þurfti að stöðva leikinn í gær eftir sjötíu mínútna leiks af því að þokan á vellinum í Armeníu var orðin svo þétt að ekki sást á milli vítateiganna. Norska liðið var þá komið í 9-0 og sigurinn fyrir löngu í höfn. Beyer dómari beið um tíma til að athuga hvort að leikurinn gæti klárast í gær en svo fór ekki. Liðin þurftu því að mæta aftur í morgun til þess að klára leikinn. Norsku stelpurnar fengu strax vítaspyrnu og skoruðu tíunda markið sitt úr henni. Þannig urðu lokatölurnar. Norska liðið er á toppi síns riðils með sextán stig í húsi af átján mögulegum og með markatöluna 34-0. Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir sat allan leikinn á varamannabekknum. Elisabeth Terland og Lisa-Marie Utland skoruðu báðar tvö mörk í gær og hin mörkin skoruðu þær Frida Maanum, Guro Reiten, Anja Sønstevold, Guro Bergsvand og Celin Bizet Ildhusøy. Markið í dag skoraði fyrirliðinn Ingrid Syrstad Engen úr víti sem hún fékk sjálf. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Liðin voru að mætast í undankeppni HM en Ísland vann Kýpur í sömu keppni í gær. Það er ekki nóg með að það að leikur norsku stelpnanna hafi farið fram á tveimur dögum þá fór hann fram í tveimur mánuðum. Leikurinn hófst í gær 30. nóvember en endaði í dag, 1. desember. Kvinnelandslaget slo Armenia 10-0 overvintrer på topp med VM i sikte https://t.co/E0ZpgS45wo— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 1, 2021 Dómari leiksins, Victoria Beyer frá Frakklandi, þurfti að stöðva leikinn í gær eftir sjötíu mínútna leiks af því að þokan á vellinum í Armeníu var orðin svo þétt að ekki sást á milli vítateiganna. Norska liðið var þá komið í 9-0 og sigurinn fyrir löngu í höfn. Beyer dómari beið um tíma til að athuga hvort að leikurinn gæti klárast í gær en svo fór ekki. Liðin þurftu því að mæta aftur í morgun til þess að klára leikinn. Norsku stelpurnar fengu strax vítaspyrnu og skoruðu tíunda markið sitt úr henni. Þannig urðu lokatölurnar. Norska liðið er á toppi síns riðils með sextán stig í húsi af átján mögulegum og með markatöluna 34-0. Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir sat allan leikinn á varamannabekknum. Elisabeth Terland og Lisa-Marie Utland skoruðu báðar tvö mörk í gær og hin mörkin skoruðu þær Frida Maanum, Guro Reiten, Anja Sønstevold, Guro Bergsvand og Celin Bizet Ildhusøy. Markið í dag skoraði fyrirliðinn Ingrid Syrstad Engen úr víti sem hún fékk sjálf.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira