Sigursteinn Arndal: Vilja ekki allir hvít jól? Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 1. desember 2021 21:55 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga var sáttur með sigurinn í kvöld Vísir: Vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var ánægður með sigur og að taka fyrsta sætið af nágrönnum sínum í Haukum er liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld, lokatölur 28-24. „Mér líður frábærlega, vilja ekki allir hvít jól?“, sagði Sigursteinn eftir leikinn. Þrátt fyrir að jafnræði hafi verið með liðunum í byrjun leiks voru FH-ingar tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14. Í seinni hálfleik voru þeir áfram með yfirhöndina og sáu Haukarnir ekki til sólar og unnu FH-ingar leikinn með fjórum mörkum, 28-24. Hvað gekk upp hjá ykkur í leiknum í kvöld? „Það var margt. Við mættum bara flottir og á sama hátt og við erum búnir að vera gera. Þetta er bara sama grunnvinnan sem býr til stöðugleika og auðvitað er það extra á móti Haukum. Það þarf að vinna allskonar baráttur hérna, svona litla sigra hér og það um völlinn og við gerðum það í dag.“ Phil Döhler fór á kostum í dag og átti einn af sínum bestu leikjum. Phil var með 20 varða bolta, 47 prósent markvörslu. „Hann gerði bara það sem að hann gerir best, að vera góður í marki. Og hann er náttúrulega mikilvægur leikmaður í okkar liði en til þess er hann þarna og við erum ánægðir með hann.“ FH-ingar ætla að fagna því að jólin verða hvít í Firðinum næstu daga en fara svo í fullan undirbúning fyrir næsta leik sem er á móti Selfossi. „Við ætlum að gleðjast í kvöld og við ætlum örugglega að gleðjast á morgun, kannski hinn. En svo byrjuð við bara sömu vinnuna eins og allar síðustu vikurnar. Undirbúum okkur vel fyrir Selfoss og verum bara klára fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. FH Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 28-24 | Heimamenn eiga montréttinn og toppsætið Nágrannarnir FH og Haukar mættust í Kaplakrika í kvöld í leik sem réði því hvort jólin yrðu hvít eða rauð í Hafnafirði þar sem toppsæti Olís-deildar karla var í boði. FH-ingar unnu öruggan fjögurra marka sigur og tylltu sér þar með á topp deildarinnar. 1. desember 2021 21:05 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Þrátt fyrir að jafnræði hafi verið með liðunum í byrjun leiks voru FH-ingar tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14. Í seinni hálfleik voru þeir áfram með yfirhöndina og sáu Haukarnir ekki til sólar og unnu FH-ingar leikinn með fjórum mörkum, 28-24. Hvað gekk upp hjá ykkur í leiknum í kvöld? „Það var margt. Við mættum bara flottir og á sama hátt og við erum búnir að vera gera. Þetta er bara sama grunnvinnan sem býr til stöðugleika og auðvitað er það extra á móti Haukum. Það þarf að vinna allskonar baráttur hérna, svona litla sigra hér og það um völlinn og við gerðum það í dag.“ Phil Döhler fór á kostum í dag og átti einn af sínum bestu leikjum. Phil var með 20 varða bolta, 47 prósent markvörslu. „Hann gerði bara það sem að hann gerir best, að vera góður í marki. Og hann er náttúrulega mikilvægur leikmaður í okkar liði en til þess er hann þarna og við erum ánægðir með hann.“ FH-ingar ætla að fagna því að jólin verða hvít í Firðinum næstu daga en fara svo í fullan undirbúning fyrir næsta leik sem er á móti Selfossi. „Við ætlum að gleðjast í kvöld og við ætlum örugglega að gleðjast á morgun, kannski hinn. En svo byrjuð við bara sömu vinnuna eins og allar síðustu vikurnar. Undirbúum okkur vel fyrir Selfoss og verum bara klára fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
FH Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 28-24 | Heimamenn eiga montréttinn og toppsætið Nágrannarnir FH og Haukar mættust í Kaplakrika í kvöld í leik sem réði því hvort jólin yrðu hvít eða rauð í Hafnafirði þar sem toppsæti Olís-deildar karla var í boði. FH-ingar unnu öruggan fjögurra marka sigur og tylltu sér þar með á topp deildarinnar. 1. desember 2021 21:05 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Leik lokið: FH - Haukar 28-24 | Heimamenn eiga montréttinn og toppsætið Nágrannarnir FH og Haukar mættust í Kaplakrika í kvöld í leik sem réði því hvort jólin yrðu hvít eða rauð í Hafnafirði þar sem toppsæti Olís-deildar karla var í boði. FH-ingar unnu öruggan fjögurra marka sigur og tylltu sér þar með á topp deildarinnar. 1. desember 2021 21:05