Brasilíska liðið hafði í raun yfirhöndina allan leikinn og liðið byggði upp forskot sitt hægt og rólega í fyrri hálfleik. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 18-12, Brasilíu í vil.
Brasilísku stelpurnar náðu svo mest níu marka forskoti snemma í seinni hálfleik, en Króatar náðu að saxa lítilega á forystuna og niðurstaðan varð fimm marka sigur Brasilíu, 30-25.
Þá unnu þjóðverjar öruggan tíu marka sigur gegn Tékkum, 31-21, og Austurríki vann sannfærandi ellefu marka sigur gegn Kína, 38-27.
Að lokum unnu stelpurnar frá Suður-Kóreu 14 marka stórsigur gegn Kongó, 37-23, eftir að hafa verið ellefu mörkum yfir í hálfleik.