Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2021 21:23 Réttarhöldin gegn Ghislaine Maxwell fara fram í alríkisdómstól í New York en myndavélar eru bannaðar í dómshúsinu. AP/Elizabeth Williams Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, sagði ráðsmanni hans að hún væri „lafði hússins“ og sagði honum að horfa ekki í augun á Epstein. Þetta kom fram í vitnisburði Juan Alessi, ráðsmanni Epstein í Flórída, fyrir dómi í dag. Verið er að rétta yfir Maxwell, sem er 59 ára gömul, í New York en hún var ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði og hefur hún einnig verið sökuð um að taka þátt í misnotkuninni. Hún er sökuð um að hafa fært Epstein allt að fjórtán ára gamlar stúlkur til að misnota í húsnæði hans víðsvegar um Bandaríkin og í London milli 1994 til 1997. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Sjá einnig: Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Juan Alessi vann fyrir Epstein milli 1990 og 2002. Hann sagði í dag að Maxwell hefði fyrst komið inn í myndina árið 1991. Hann sagði hana hafa kynnt sig sem lafði hússins, þó hún væri kærasta Epsteins. Alessi sagði Maxwell hafa skipað sér fyrir og Epstein hafi talað minna og minna við sig sjálfur, samkvæmt frétt Sky News. Sagði Maxwell fylgja Epstein um hvert fótmál Alessi sagði einnig að Maxwell hafði sagt honum að horfa ekki í augun á Epstein og að tala ekki við hann nema Epstein talaði fyrst við hann. Þá sagði hann að Maxwell hefði fylgt Epstein um hvert fótmál og nánast alltaf verið með honum. Hann sagði hana í raun hafa haft mikla stjórn á lífi Epsteins. Saksóknarar segja að Maxwell hafi skrifað 58 blaðsíðna reglubók fyrir starfsfólk Epsteins, eftir að Alessi hætti. Í bókinni stóð: „Munið að þið sjáið ekkert, heyrið ekkert, segið ekkert nema til að svara spurningum til ykkar.“ Þar stóð einnig að starfsfólkið ætti að virða einkalíf Epsteins. Réttarhöldin gegn Maxwell hafa staðið yfir í fjóra daga en búist er við því að þau muni standa yfir næstu vikurnar. Hún segist ekki hafa framið brotin sem hún er sökuð um. Verði hún fundin sek gæti Maxwell verið dæmd í lífstíðarfangelsi. Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55 Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10 Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Forstjóri Barclays hættir vegna tengsla við Epstein Jes Staley, forstjóri breska bankans Barclays, sagði af sér í dag í kjölfar skýrslu breska fjármálaeftirlitsins um tengsl hans við Jeffrey Epstein, bandaríska auðkýfingsins, sem var ákærður fyrir mansal. 1. nóvember 2021 23:45 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Verið er að rétta yfir Maxwell, sem er 59 ára gömul, í New York en hún var ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði og hefur hún einnig verið sökuð um að taka þátt í misnotkuninni. Hún er sökuð um að hafa fært Epstein allt að fjórtán ára gamlar stúlkur til að misnota í húsnæði hans víðsvegar um Bandaríkin og í London milli 1994 til 1997. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Sjá einnig: Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Juan Alessi vann fyrir Epstein milli 1990 og 2002. Hann sagði í dag að Maxwell hefði fyrst komið inn í myndina árið 1991. Hann sagði hana hafa kynnt sig sem lafði hússins, þó hún væri kærasta Epsteins. Alessi sagði Maxwell hafa skipað sér fyrir og Epstein hafi talað minna og minna við sig sjálfur, samkvæmt frétt Sky News. Sagði Maxwell fylgja Epstein um hvert fótmál Alessi sagði einnig að Maxwell hafði sagt honum að horfa ekki í augun á Epstein og að tala ekki við hann nema Epstein talaði fyrst við hann. Þá sagði hann að Maxwell hefði fylgt Epstein um hvert fótmál og nánast alltaf verið með honum. Hann sagði hana í raun hafa haft mikla stjórn á lífi Epsteins. Saksóknarar segja að Maxwell hafi skrifað 58 blaðsíðna reglubók fyrir starfsfólk Epsteins, eftir að Alessi hætti. Í bókinni stóð: „Munið að þið sjáið ekkert, heyrið ekkert, segið ekkert nema til að svara spurningum til ykkar.“ Þar stóð einnig að starfsfólkið ætti að virða einkalíf Epsteins. Réttarhöldin gegn Maxwell hafa staðið yfir í fjóra daga en búist er við því að þau muni standa yfir næstu vikurnar. Hún segist ekki hafa framið brotin sem hún er sökuð um. Verði hún fundin sek gæti Maxwell verið dæmd í lífstíðarfangelsi.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55 Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10 Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Forstjóri Barclays hættir vegna tengsla við Epstein Jes Staley, forstjóri breska bankans Barclays, sagði af sér í dag í kjölfar skýrslu breska fjármálaeftirlitsins um tengsl hans við Jeffrey Epstein, bandaríska auðkýfingsins, sem var ákærður fyrir mansal. 1. nóvember 2021 23:45 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55
Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30
Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02
Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10
Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53
Forstjóri Barclays hættir vegna tengsla við Epstein Jes Staley, forstjóri breska bankans Barclays, sagði af sér í dag í kjölfar skýrslu breska fjármálaeftirlitsins um tengsl hans við Jeffrey Epstein, bandaríska auðkýfingsins, sem var ákærður fyrir mansal. 1. nóvember 2021 23:45
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent