Fékk þriggja leikja bann í NFL fyrir að falsa kórónuveiruvottorðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 11:00 Antonio Brown var örugglega ekki svona kátur þegar hann frétti af leikbanninu. Getty/Julio Aguilar Stórstjarnan Antonio Brown er einn af þremur leikmönnum NFL-deildarinnar sem í gær voru dæmdir í þriggja leikja bann fyrir að falsa kórónuveiruvottorðið sitt. Leikmenn í NFL-deildarinnar missa ákveðin réttindi séu þeir ekki bólusettir og þurfa því að fara eftir mun strangari sóttvarnarreglum. Breaking: The NFL announced Antonio Brown has been suspended without pay for the next three games for violating the NFL-NFLPA COVID-19 protocols. pic.twitter.com/wCSM2l6fJb— SportsCenter (@SportsCenter) December 2, 2021 Brown vildi greinilega ekki bólusetja sig við kórónuveirunni en vildi þó ekki þurfa að ganga í gegnum þetta auka vesen. Hann fann því leið til þess með því að falsa kórónuveiruvottorðið sitt. Upp komst um hann á endanum og NFL-deild ákvað að taka á því í gær. Brown á skrautlegan feril, frábær leikmaður sem er hefur síðustu ár orðið þekktari fyrir vandamál sín utan vallar. Hann varð samt NFL-meistari með Tampa Bay Buccaneers á síðustu leiktíð. Antonio Brown be like pic.twitter.com/qw2gcZyuZW— TPS (@TotalProSports) December 2, 2021 Brown er nú 33 ára gamall og hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Hann getur reynt að ná sér góðum að þeim næstu vikurnar því ekki má hann spila. NFL-deildin dæmdi hann í bann ásamt tveimur öðrum leikmönnum. Það eru varnarmaðurinn Mike Edwards hjá Tampa Bay Buccaneers og John Franklin III sem missti samning sinn hjá Buccaneers í haust. Leikmennirnir ætla ekki að áfrýja þessum dómi. Umboðsmaður Brown sendi frá sér skrýtna yfirlýsingu um að leikmaðurinn hafi gert allt rétt og ekki brotið neinar reglur en hafi talið best að enda málið, sætta sig við refsinguna og einbeita sér að því að ná sér góðum af meiðslunum. Hefði hann líka áfrýjað og dregið málið hefði Brown mögulega misst af leikjum í úrslitakeppninni en nú nær hann henni allri. Hilarious. https://t.co/rD3UfGt9xu— Peter King (@peter_king) December 2, 2021 Antonio Brown var einn allra besti útherji sögunnar þegar hann spilaði með Pittsburgh Steelers en náði bara að spila einn leik samanlagt þegar hann fór til bæði Oakland Raiders og New England Patriots. Hann fékk átta leikja bann fyrir margs konar brot en gekk á endanum til liðs við Tampa Bay í októtber 2019. NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Leikmenn í NFL-deildarinnar missa ákveðin réttindi séu þeir ekki bólusettir og þurfa því að fara eftir mun strangari sóttvarnarreglum. Breaking: The NFL announced Antonio Brown has been suspended without pay for the next three games for violating the NFL-NFLPA COVID-19 protocols. pic.twitter.com/wCSM2l6fJb— SportsCenter (@SportsCenter) December 2, 2021 Brown vildi greinilega ekki bólusetja sig við kórónuveirunni en vildi þó ekki þurfa að ganga í gegnum þetta auka vesen. Hann fann því leið til þess með því að falsa kórónuveiruvottorðið sitt. Upp komst um hann á endanum og NFL-deild ákvað að taka á því í gær. Brown á skrautlegan feril, frábær leikmaður sem er hefur síðustu ár orðið þekktari fyrir vandamál sín utan vallar. Hann varð samt NFL-meistari með Tampa Bay Buccaneers á síðustu leiktíð. Antonio Brown be like pic.twitter.com/qw2gcZyuZW— TPS (@TotalProSports) December 2, 2021 Brown er nú 33 ára gamall og hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Hann getur reynt að ná sér góðum að þeim næstu vikurnar því ekki má hann spila. NFL-deildin dæmdi hann í bann ásamt tveimur öðrum leikmönnum. Það eru varnarmaðurinn Mike Edwards hjá Tampa Bay Buccaneers og John Franklin III sem missti samning sinn hjá Buccaneers í haust. Leikmennirnir ætla ekki að áfrýja þessum dómi. Umboðsmaður Brown sendi frá sér skrýtna yfirlýsingu um að leikmaðurinn hafi gert allt rétt og ekki brotið neinar reglur en hafi talið best að enda málið, sætta sig við refsinguna og einbeita sér að því að ná sér góðum af meiðslunum. Hefði hann líka áfrýjað og dregið málið hefði Brown mögulega misst af leikjum í úrslitakeppninni en nú nær hann henni allri. Hilarious. https://t.co/rD3UfGt9xu— Peter King (@peter_king) December 2, 2021 Antonio Brown var einn allra besti útherji sögunnar þegar hann spilaði með Pittsburgh Steelers en náði bara að spila einn leik samanlagt þegar hann fór til bæði Oakland Raiders og New England Patriots. Hann fékk átta leikja bann fyrir margs konar brot en gekk á endanum til liðs við Tampa Bay í októtber 2019.
NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira