Innlent

Íshellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 23 metra

Atli Ísleifsson skrifar
Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að lækka.
Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að lækka. Vísir/RAX

Íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að síga í nótt og hefur nú sigið um rúma 23 metra frá því að hún mældist hæst.

Nýjar vatnsrennslismælingar í Gígjukvísl verða framkvæmdar með morgninum en í gærkvöldi mældist rennslið 1.140 rúmmetrar á sekúndu og hafði þá tvöfaldast á einum sólarhring. 

Spálíkan Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands gerir ráð fyrir að rennslistoppi í Gígjukvísl verði líklega náð á sunnudaginn eða í fyrsta lagi síðdegis á laugardaginn og verði rennslið þá um þrefalt á við það sem mældist í gærkvöldi.

Stofnunin hefur birt myndir sem sýna hvernig spáferillinn hefur gengið eftir hingað til. Á þeim má meðal annars sjá að hraðað hafi lítillega á rennslisaukningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×