Vesen um veganjól ekkert miðað við áður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2021 20:31 Í dag er mun auðveldara að vera grænkeri um jól en fyrir bara nokkrum árum síðan. Vísir/Adelina Úrval á vegan-fæði hefur aukist gríðarlega undanfarin ár í takt við breyttar matarvenjur landsmanna. Íslenskir framleiðendur hafa verið að auka framleiðslu sína til að koma til móts við grænkera, sérstaklega fyrir jólin. Jólin nálgast óðfluga og flestir eru líklega farnir að undirbúa jólamatinn. En hvað er í boði fyrir fjölskyldumeðlimina sem eru vegan og eru heldur ólíklegir til að bragða á jólasteikinni? Nú eru ýmsar hátíðarsteikur í boði úti í búð sem eru alveg lausar við dýraafurðir.Vísir/Adelina Vegan samfélagið hefur stækkað gríðarlega á síðustu árum og má til dæmis sjá það á Facebook-hópnum Vegan-Ísland, en 24 þúsund manns eru meðlimir í hópnum. Því er ekki skrítið að verslanir hafi fundið fyrir breytingu á eftirspurn á síðustu árum. „Eins og við gerðum fyrir jólin í fyrra og munum gera aftur núna við vorum bara með tilbúna matarbakka. Fólk kom og fékk steikina, sósuna og salatið. Allt sem þurfti í jólamatinn,“ segir Magnús Reyr Agnarsson, einn eigenda Veganbúðarinnar. Hnetusteikin klassísk en grænkerar nýungagjarnir Veganbúðin er stærsta vegan-sérverslunin í heiminum en aðrar verslanir hafa jafnframt verið að auka við úrvalið hjá sér. Lilja Kristín Birgisdóttir markaðssérfræðingur hjá Krónunni.Vísir/Adelina „Við erum að sjá mikla aukningu og það er meiri fjölbreytni en áður og sérstaklega ef við horfum núna á jólin. Það er ekkert svo langt síðan fólk þurfti að hlaupa á milli verslana til að grípa sér vegan hátíðarsteik en í ár erum við að horfa á níu skilgreindar vegan-hátíðarsteikur og fullt annað sem er síðan hægt að gera frá grunni,“ segir Lilja Kristín Birgisdóttir markaðssérfræðingur hjá Krónunni. „Hnetusteikin er klassísk en það hefur orðið svo gríðarleg þroun í þessu, það er komið svo margt annað í staðin. Vegan fólk eins og annað fólk langar að prófa nýjar útgáfur,“ segir Magnús. „Það hefur auðvitað stóraukist. Það er mikið verið að kalla eftir vörum í þessum flokki. Mesta breytingin er úrvalið og gæðin líka, þau eru alltaf að verða betri,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus. Úrval vegan-vara hefur aukist gríðarlega á síðustu árum.Vísir/Adelina Neysluvenjur breyst og ákall eftir fæði úr jurtaríkinu Það er ekki bara úrval á veganvörum sem hefur breyst heldur neysluvenjur neytenda. „Það eru kannski margir einstaklingar innan sömu fjölskyldna komnir á ólíkt mataræði,“ segir Lilja. „Það er mjög algengt að foreldrar eru að koma hingað með unglingana sína sem ætla að taka skrefið og eru að spyrja hvernig þau eigi að fást við þetta,“ segir Magnús. „Neytendur eru að kalla eftir meira prótíni úr jurtaríkinu og við sjáum mikla aukningu í hnetum og baunum og þessum vöruflokkum,“ segir Baldur. Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus.Vísir/Adelina Fyrir utan allar nýjungarnar í framleiðslu og framboði á veganfæði þá leynast víða vegan-vörur, sem ekki voru sérstaklega framleiddar með það í huga að vera vegan. Til dæmis eru flestar piparkökur sem seldar eru úti í búð alveg lausar við dýraafurðir. „Það er fullt af vörum sem eru óvart vegan,“ segir Magnús. „Við leggjum rosalega mikið upp úr því að miðla þessum sérmerkingum, okkur þykir mikilvægt að viðskiptavinir geti tekið þetta upplýsta val,“ segir Lilja. Innlend nýsköpun og framleiðsla að aukast Innlend framleiðsla á Vegan-matvörum hefur þá aukist gríðarlega að undanförnu. „Við fáum inn aðila og smáframleiðendur mjög reglulega sem eru að byrja að framleiða og langar að selja og við tökum vel á móti þeim,“ segir Magnús Magnús Reyr Agnarsson, einn eigenda Veganbúðarinnar.Vísir/Adelina Þið eruð sjálf með framleiðslu? „Já, við framleiðum mjög mikið bæði fyrir aðrar verslunarkeðjur og fyrir okkur sjálf. Við framleiðum Jömm sósurnar og salöt og vinsælustu jólasteikina síðustu tvö ár, svokölluð Jömm Wellington sem við gerum hérna. Það er gríðarlegt magn sem við erum að framleiða fyrir jólin.“ „Já, við erum að reyna að prufa okkur áfram. Núna á þessu ári var Uppsprettan, sem er nýsköpunarsjóður hjá okkur, sem fékk tillögu inn að nýjum hátíðarrétti fyrir veganista, og bara fleiri. Þetta er hnetusteik, sem er gerð úr japönsku tempeh. Þetta er nýung hjá okkur sem mun koma í desember,“ segir Baldur hjá Bónus. Fólk sé að vakna til vitundar um að veganvörur séu ekki síðri á bragðið en þær sem innihaldi dýraafurðir og umhverfisáhrif af framleiðslunni sé jafnframt töluvert minni. Mikið úrval er af vegan mjólkurlíki í langflestum verslunum. Vegan-mjólkin er gríðarlega vinsæl, bæði meðal grænkera og alæta.Vísir/Adelina „Þetta sé framtíðin og þetta er það sem mun þurfa að gerast ef við ætlum til dæmis að stemma stigu við hækkandi hitastig jarðar þá er þetta stór þáttur í því,“ segir Magnús. „Það er eiginlega það sem mér finnst best við þessa vegan umræðu er í raun bara hvað þetta hefur opnað augu manns fyrir vörum sem eru bara þrælgóðar. Sem eru í þessum vöruflokki, sem ég held að fleiri en ég eru að fíla, þeir sem eru ekki vegan í grunninn,“ segir Baldur, markaðsstjóri Bónus. Vegan Matur Verslun Jól Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Jólin nálgast óðfluga og flestir eru líklega farnir að undirbúa jólamatinn. En hvað er í boði fyrir fjölskyldumeðlimina sem eru vegan og eru heldur ólíklegir til að bragða á jólasteikinni? Nú eru ýmsar hátíðarsteikur í boði úti í búð sem eru alveg lausar við dýraafurðir.Vísir/Adelina Vegan samfélagið hefur stækkað gríðarlega á síðustu árum og má til dæmis sjá það á Facebook-hópnum Vegan-Ísland, en 24 þúsund manns eru meðlimir í hópnum. Því er ekki skrítið að verslanir hafi fundið fyrir breytingu á eftirspurn á síðustu árum. „Eins og við gerðum fyrir jólin í fyrra og munum gera aftur núna við vorum bara með tilbúna matarbakka. Fólk kom og fékk steikina, sósuna og salatið. Allt sem þurfti í jólamatinn,“ segir Magnús Reyr Agnarsson, einn eigenda Veganbúðarinnar. Hnetusteikin klassísk en grænkerar nýungagjarnir Veganbúðin er stærsta vegan-sérverslunin í heiminum en aðrar verslanir hafa jafnframt verið að auka við úrvalið hjá sér. Lilja Kristín Birgisdóttir markaðssérfræðingur hjá Krónunni.Vísir/Adelina „Við erum að sjá mikla aukningu og það er meiri fjölbreytni en áður og sérstaklega ef við horfum núna á jólin. Það er ekkert svo langt síðan fólk þurfti að hlaupa á milli verslana til að grípa sér vegan hátíðarsteik en í ár erum við að horfa á níu skilgreindar vegan-hátíðarsteikur og fullt annað sem er síðan hægt að gera frá grunni,“ segir Lilja Kristín Birgisdóttir markaðssérfræðingur hjá Krónunni. „Hnetusteikin er klassísk en það hefur orðið svo gríðarleg þroun í þessu, það er komið svo margt annað í staðin. Vegan fólk eins og annað fólk langar að prófa nýjar útgáfur,“ segir Magnús. „Það hefur auðvitað stóraukist. Það er mikið verið að kalla eftir vörum í þessum flokki. Mesta breytingin er úrvalið og gæðin líka, þau eru alltaf að verða betri,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus. Úrval vegan-vara hefur aukist gríðarlega á síðustu árum.Vísir/Adelina Neysluvenjur breyst og ákall eftir fæði úr jurtaríkinu Það er ekki bara úrval á veganvörum sem hefur breyst heldur neysluvenjur neytenda. „Það eru kannski margir einstaklingar innan sömu fjölskyldna komnir á ólíkt mataræði,“ segir Lilja. „Það er mjög algengt að foreldrar eru að koma hingað með unglingana sína sem ætla að taka skrefið og eru að spyrja hvernig þau eigi að fást við þetta,“ segir Magnús. „Neytendur eru að kalla eftir meira prótíni úr jurtaríkinu og við sjáum mikla aukningu í hnetum og baunum og þessum vöruflokkum,“ segir Baldur. Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus.Vísir/Adelina Fyrir utan allar nýjungarnar í framleiðslu og framboði á veganfæði þá leynast víða vegan-vörur, sem ekki voru sérstaklega framleiddar með það í huga að vera vegan. Til dæmis eru flestar piparkökur sem seldar eru úti í búð alveg lausar við dýraafurðir. „Það er fullt af vörum sem eru óvart vegan,“ segir Magnús. „Við leggjum rosalega mikið upp úr því að miðla þessum sérmerkingum, okkur þykir mikilvægt að viðskiptavinir geti tekið þetta upplýsta val,“ segir Lilja. Innlend nýsköpun og framleiðsla að aukast Innlend framleiðsla á Vegan-matvörum hefur þá aukist gríðarlega að undanförnu. „Við fáum inn aðila og smáframleiðendur mjög reglulega sem eru að byrja að framleiða og langar að selja og við tökum vel á móti þeim,“ segir Magnús Magnús Reyr Agnarsson, einn eigenda Veganbúðarinnar.Vísir/Adelina Þið eruð sjálf með framleiðslu? „Já, við framleiðum mjög mikið bæði fyrir aðrar verslunarkeðjur og fyrir okkur sjálf. Við framleiðum Jömm sósurnar og salöt og vinsælustu jólasteikina síðustu tvö ár, svokölluð Jömm Wellington sem við gerum hérna. Það er gríðarlegt magn sem við erum að framleiða fyrir jólin.“ „Já, við erum að reyna að prufa okkur áfram. Núna á þessu ári var Uppsprettan, sem er nýsköpunarsjóður hjá okkur, sem fékk tillögu inn að nýjum hátíðarrétti fyrir veganista, og bara fleiri. Þetta er hnetusteik, sem er gerð úr japönsku tempeh. Þetta er nýung hjá okkur sem mun koma í desember,“ segir Baldur hjá Bónus. Fólk sé að vakna til vitundar um að veganvörur séu ekki síðri á bragðið en þær sem innihaldi dýraafurðir og umhverfisáhrif af framleiðslunni sé jafnframt töluvert minni. Mikið úrval er af vegan mjólkurlíki í langflestum verslunum. Vegan-mjólkin er gríðarlega vinsæl, bæði meðal grænkera og alæta.Vísir/Adelina „Þetta sé framtíðin og þetta er það sem mun þurfa að gerast ef við ætlum til dæmis að stemma stigu við hækkandi hitastig jarðar þá er þetta stór þáttur í því,“ segir Magnús. „Það er eiginlega það sem mér finnst best við þessa vegan umræðu er í raun bara hvað þetta hefur opnað augu manns fyrir vörum sem eru bara þrælgóðar. Sem eru í þessum vöruflokki, sem ég held að fleiri en ég eru að fíla, þeir sem eru ekki vegan í grunninn,“ segir Baldur, markaðsstjóri Bónus.
Vegan Matur Verslun Jól Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira