Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Vestri 98-69 | Öruggur sigur heimamanna í endurkomu Hauks Helga Atli Arason skrifar 3. desember 2021 21:55 Vísir/Hulda Margrét Njarðvík vann öruggan sigur á nýliðum Vestra í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 98-69. Þetta var fyrsti leikur landsliðsmannsins Hauks Helga Pálssonar fyrir Njarðvík á tímabilinu. Leikurinn var mjög jafn í upphafi og bæði lið skiptust á því að setja stig á töfluna áður en að Njarðvík náði yfirhöndinni um miðbik fyrsta leikhluta með 10-0 áhlaupi og staðan þá 17-9 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af fjórðungnum. Þá tóku gestirnir í Vestra á skarið og náðu að setja upp 11 stig á móti 3 frá Njarðvík og staðan jöfn, 20-20, þegar lítið var eftir af leikhlutanum. Gestirnir sáu þá aldrei til sólar eftir þetta því Njarðvík tók öll völd á leiknum og unnu fyrsta leikhluta 27-20. Njarðvíkingar héldu áfram að keyra yfir Vestra í öðrum leikhluta og munurinn snemma orðinn 11 stig eftir flotta troðslu frá Mario Matasovic við mikinn fögnuð heimamanna í stúkunni. Munurinn hélt bara áfram að stækka og varð mest 22 stig þegar tvær mínútur lifðu eftir af öðrum leikhluta. Haukur Helgi Pálsson lokaði leikhlutanum með fyrstu stigum sínum í deildinni í fimm ár. Hálfleikstölur, 52-32. Gestirnir náðu ágætis áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks og minnkuðu muninn niður í 16 stig, 54-38, áður en Njarðvíkingar tóku aftur völdin og munurinn sveiflaðist milli 19 og 28 stiga fyrir Njarðvík það sem eftir lifði af þriðja leikhluta. Staðan fyrir lokaleikhlutan var 71-48. Njarðvíkingar voru ekkert á því að gefa Vestra einhvern afslátt og héldu áfram frábærum varnarleik sínum ásamt því að setja körfur á hinum enda vallarins. Mest komst Njarðvík í 36 stig þegar fjórði leikhluti er rúmlega hálfnaður. Þá hreinsar Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, bekkinn sinn og ungu strákarnir fengu verðmætar mínútur. Sumir þeirra spiluðu meira í þessum leik en þeir hafa gert allt tímabilið til þessa. Vestra menn ná þó aðeins að laga stöðuna undir lok leiksins með sex stigum í röð á síðustu hálfri mínútu leiksins. Lokatölur 98-69. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar voru einfaldlega einum of góðir fyrir Vestra í kvöld. Varnarleikur heimamanna var afar góður en þeir náðu að þvinga gestina í alls 21 tapaðan bolta, sem skipti sköpum í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile var frábær fyrir Njarðvíkinga í kvöld og nálægt þrefaldri þrennu með 17 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. Alls 29 framlagspunktar hjá Basile. Veigar Páll endaði leikinn þó stigahæstur með 21 stig, 80% skotnýting hjá Veigar úr 10 skotum utan af velli og 3/4 á vítalínunni. Rubiera Alejandro var stigahæstur hjá gestunum með 12 stig og 9 fráköst. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag munu Njarðvíkingar fara í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ en degi síðar mun Vestri taka á móti Blikum á Ísafirði í mikilvægum slag við botn deildarinnar. „Gæði og breidd Njarðvíkur liðsins er gífurlegt“ Pétur Már SigurðssonVísir/Eyþór Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, var óánægður með það hvernig liðið sitt kom ekki nógu vel inn í leikinn í kvöld. „Í byrjun leiks þurftum við að koma vel innstilltir og fókusaðir en það gerðist ekki og því fór þetta svona. Gæði og breidd Njarðvíkur liðsins er gífurlegt og þú hefur ekki mikið rými fyrir mistök og allt of mörg mistök skapa svona tölur,“ sagði Pétur í viðtali við Vísi eftir leik. „Þeir eru brattir, grimmir og baráttuglaðir. Við bökkuðum af þeim og vorum ekki tilbúnir í slaginn. Þegar þú ert ekki tilbúinn í slagsmál á móti svona liði sem eru með gífurlega öflugan mannskap þá fara leikirnir svona.“ Aðspurður af því hvort að frammistaða Vestra átti skilið hátt í 30 stiga tap í kvöld voru svör Péturs einföld. „Já, við áttum það skilið,“ svaraði Pétur Næsti leikur Vestra er gegn Breiðablik sem verður afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið við botn deildarinnar. „Það verður öðruvísi tempó. Við erum meira léttleikandi og þeir eru fastir fyrir og taktískir. Við þurfum að undirbúa okkur öðruvísi fyrir þann leik. Við verðum að vera með ákveðna aðlögunarhæfi fyrir þessa deild og reyna að aðlaga okkur að hverjum leik fyrir sig,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra. „Haukur er ekki nálægt því að vera 100 prósent“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari NjarðvíkurBára Dröfn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með stóran sigur og horfir bjartsýnn fram á veginn. „Gott að ná í sigur. Góð tvö stig. Við verðum bara að halda áfram að sækja stig og vera eins ofarlega í töflunni og hægt er,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. Njarðvík hefur nýtt síðustu vikur í að vinna í varnarleikur sínum og Benedikt fannst hann heppnast vel í kvöld. „Já að mestu leyti. Það var margt gott í honum, margar góðar róteringar. Það er gott að sjá að þessar síðustu tvær vikur sem við erum búnir að vera að djöflast eingöngu í varnarleiknum sé að skila einhverju. Það þarf þó að gera þetta áfram og ítrekað, það er ekki nóg að gera þetta bara í einum leik. Við einbeittum okkur meira að sókninni í upphafi tímabils og undanfarið erum við búnir að vera að taka varnarleikinn í gegn. Vonandi heldur þetta áfram svona en það á eftir að reyna betur á okkur,“ svaraði Benedikt, aðspurður út í varnarleikinn. Benedikt gat leyft minni spámönnum að klára leikinn eftir að Njarðvík hafði mest komist í 36 stiga forskot um miðjan síðasta leikhluta. „Þetta var komið í einhver 30 stig í fjórða leikhluta og þá er um að gera að leyfa framtíðinni að ná í smá reynslu. Þeir stóðu sig vel eins og alltaf. Þeir koma alltaf óhræddir inn á og koma alltaf með stig. Svo er eins og oft með unga menn, þá þarf að einbeita sér aðeins betur að varnarleiknum. Maður skilur svo sem þegar menn koma inn og fá tækifærið að þá vilja menn sýna sig í sókninni.“ Haukur Helgi Pálsson var að spila sínar fyrstu mínútur í kvöld eftir langa fjarveru frá körfubolta vegna erfiðra meiðsla. Benedikt segir að Haukur eigi enn þá langt í land. „Haukur Helgi er búinn að vera lengi frá. Haukur er ekki nálægt því að vera 100 prósent. Hann þarf enn þá að fá hraðan, sprengikraftinn, stökkkraftinn, snerpuna, leikæfinguna og allt þetta. Það er hellings ferli eftir hjá honum og vonandi mjakast það áfram hægt og bítandi. Vonandi verður hann kominn nálægt sínu besta standi í lok tímabils, þegar það skiptir mestu máli,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Njarðvík Vestri Körfubolti Íslenski körfuboltinn
Njarðvík vann öruggan sigur á nýliðum Vestra í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 98-69. Þetta var fyrsti leikur landsliðsmannsins Hauks Helga Pálssonar fyrir Njarðvík á tímabilinu. Leikurinn var mjög jafn í upphafi og bæði lið skiptust á því að setja stig á töfluna áður en að Njarðvík náði yfirhöndinni um miðbik fyrsta leikhluta með 10-0 áhlaupi og staðan þá 17-9 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af fjórðungnum. Þá tóku gestirnir í Vestra á skarið og náðu að setja upp 11 stig á móti 3 frá Njarðvík og staðan jöfn, 20-20, þegar lítið var eftir af leikhlutanum. Gestirnir sáu þá aldrei til sólar eftir þetta því Njarðvík tók öll völd á leiknum og unnu fyrsta leikhluta 27-20. Njarðvíkingar héldu áfram að keyra yfir Vestra í öðrum leikhluta og munurinn snemma orðinn 11 stig eftir flotta troðslu frá Mario Matasovic við mikinn fögnuð heimamanna í stúkunni. Munurinn hélt bara áfram að stækka og varð mest 22 stig þegar tvær mínútur lifðu eftir af öðrum leikhluta. Haukur Helgi Pálsson lokaði leikhlutanum með fyrstu stigum sínum í deildinni í fimm ár. Hálfleikstölur, 52-32. Gestirnir náðu ágætis áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks og minnkuðu muninn niður í 16 stig, 54-38, áður en Njarðvíkingar tóku aftur völdin og munurinn sveiflaðist milli 19 og 28 stiga fyrir Njarðvík það sem eftir lifði af þriðja leikhluta. Staðan fyrir lokaleikhlutan var 71-48. Njarðvíkingar voru ekkert á því að gefa Vestra einhvern afslátt og héldu áfram frábærum varnarleik sínum ásamt því að setja körfur á hinum enda vallarins. Mest komst Njarðvík í 36 stig þegar fjórði leikhluti er rúmlega hálfnaður. Þá hreinsar Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, bekkinn sinn og ungu strákarnir fengu verðmætar mínútur. Sumir þeirra spiluðu meira í þessum leik en þeir hafa gert allt tímabilið til þessa. Vestra menn ná þó aðeins að laga stöðuna undir lok leiksins með sex stigum í röð á síðustu hálfri mínútu leiksins. Lokatölur 98-69. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar voru einfaldlega einum of góðir fyrir Vestra í kvöld. Varnarleikur heimamanna var afar góður en þeir náðu að þvinga gestina í alls 21 tapaðan bolta, sem skipti sköpum í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile var frábær fyrir Njarðvíkinga í kvöld og nálægt þrefaldri þrennu með 17 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. Alls 29 framlagspunktar hjá Basile. Veigar Páll endaði leikinn þó stigahæstur með 21 stig, 80% skotnýting hjá Veigar úr 10 skotum utan af velli og 3/4 á vítalínunni. Rubiera Alejandro var stigahæstur hjá gestunum með 12 stig og 9 fráköst. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag munu Njarðvíkingar fara í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ en degi síðar mun Vestri taka á móti Blikum á Ísafirði í mikilvægum slag við botn deildarinnar. „Gæði og breidd Njarðvíkur liðsins er gífurlegt“ Pétur Már SigurðssonVísir/Eyþór Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, var óánægður með það hvernig liðið sitt kom ekki nógu vel inn í leikinn í kvöld. „Í byrjun leiks þurftum við að koma vel innstilltir og fókusaðir en það gerðist ekki og því fór þetta svona. Gæði og breidd Njarðvíkur liðsins er gífurlegt og þú hefur ekki mikið rými fyrir mistök og allt of mörg mistök skapa svona tölur,“ sagði Pétur í viðtali við Vísi eftir leik. „Þeir eru brattir, grimmir og baráttuglaðir. Við bökkuðum af þeim og vorum ekki tilbúnir í slaginn. Þegar þú ert ekki tilbúinn í slagsmál á móti svona liði sem eru með gífurlega öflugan mannskap þá fara leikirnir svona.“ Aðspurður af því hvort að frammistaða Vestra átti skilið hátt í 30 stiga tap í kvöld voru svör Péturs einföld. „Já, við áttum það skilið,“ svaraði Pétur Næsti leikur Vestra er gegn Breiðablik sem verður afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið við botn deildarinnar. „Það verður öðruvísi tempó. Við erum meira léttleikandi og þeir eru fastir fyrir og taktískir. Við þurfum að undirbúa okkur öðruvísi fyrir þann leik. Við verðum að vera með ákveðna aðlögunarhæfi fyrir þessa deild og reyna að aðlaga okkur að hverjum leik fyrir sig,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra. „Haukur er ekki nálægt því að vera 100 prósent“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari NjarðvíkurBára Dröfn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með stóran sigur og horfir bjartsýnn fram á veginn. „Gott að ná í sigur. Góð tvö stig. Við verðum bara að halda áfram að sækja stig og vera eins ofarlega í töflunni og hægt er,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. Njarðvík hefur nýtt síðustu vikur í að vinna í varnarleikur sínum og Benedikt fannst hann heppnast vel í kvöld. „Já að mestu leyti. Það var margt gott í honum, margar góðar róteringar. Það er gott að sjá að þessar síðustu tvær vikur sem við erum búnir að vera að djöflast eingöngu í varnarleiknum sé að skila einhverju. Það þarf þó að gera þetta áfram og ítrekað, það er ekki nóg að gera þetta bara í einum leik. Við einbeittum okkur meira að sókninni í upphafi tímabils og undanfarið erum við búnir að vera að taka varnarleikinn í gegn. Vonandi heldur þetta áfram svona en það á eftir að reyna betur á okkur,“ svaraði Benedikt, aðspurður út í varnarleikinn. Benedikt gat leyft minni spámönnum að klára leikinn eftir að Njarðvík hafði mest komist í 36 stiga forskot um miðjan síðasta leikhluta. „Þetta var komið í einhver 30 stig í fjórða leikhluta og þá er um að gera að leyfa framtíðinni að ná í smá reynslu. Þeir stóðu sig vel eins og alltaf. Þeir koma alltaf óhræddir inn á og koma alltaf með stig. Svo er eins og oft með unga menn, þá þarf að einbeita sér aðeins betur að varnarleiknum. Maður skilur svo sem þegar menn koma inn og fá tækifærið að þá vilja menn sýna sig í sókninni.“ Haukur Helgi Pálsson var að spila sínar fyrstu mínútur í kvöld eftir langa fjarveru frá körfubolta vegna erfiðra meiðsla. Benedikt segir að Haukur eigi enn þá langt í land. „Haukur Helgi er búinn að vera lengi frá. Haukur er ekki nálægt því að vera 100 prósent. Hann þarf enn þá að fá hraðan, sprengikraftinn, stökkkraftinn, snerpuna, leikæfinguna og allt þetta. Það er hellings ferli eftir hjá honum og vonandi mjakast það áfram hægt og bítandi. Vonandi verður hann kominn nálægt sínu besta standi í lok tímabils, þegar það skiptir mestu máli,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.