Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2021 22:22 Daníel Guðni var ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir / Bára Dröfn „Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur tveggja góðra liða. Við erum að finna okkar takt með EC og mér fannst þetta hans besta frammistaða síðan hann kom til okkar. Það er bara áfram gakk,“ bætti Daníel Guðni við en EC Matthews skoraði 32 stig hjá Grindavík og þar af síðustu sex stig liðsins. Leikurinn var æsispennandi og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Varnarleikur Grindavíkur var misjafn í kvöld en Daníel var ekki alltof ósáttur með þann hluta leiksins hjá sínum mönnum. „Mér fannst við byrja frekar mjúkt og fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður. Við vorum einhverjum 10 stigum yfir og svo vorum við að gefa þeim alltof opin skot og þeir gengu á lagið. Í seinni hálfleik, sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta, var ég mjög ánægður.“ Liðin hafa háð margar svakalegar baráttur á síðustu árum og það er alltaf hiti í leikjum Grindavíkur og Stjörnunnar. „Algjörlega. Þau eiga sér mikla sögu þessi lið og það er hörkubarátta þegar við mætum Stjörnunni.“ Í síðari hálfleiknum áttu þeir Daníel Guðni og Naor Sharabani í áhugaverðum orðaskiptum þegar Daníel tók Ísraelan af velli. Þeir höfðu rökrætt eitthvað rétt áður og Ísraelinn allt annað en sáttur þegar hann kom útaf. „Við áttum orðaskipti og það er bara eins og gengur og gerist. Við erum báðir miklir keppnismenn og þetta getur komið fyrir. Við ræddum síðan saman á bekknum þegar við vorum aðeins búnir að slaka á“ Grindavík er með sex sigra í átta leikjum á tímabilinu en töpuðu síðasta leik fyrir landsleikjahléið og höfðu því ansi langan tíma til þess að velta vöngum yfir því tapi. „Það skiptir öllu máli að vinna eftir þann leik. Við viljum bara byggja ofan á frammistöðuna sem við sýndum hér á köflum. En við verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur og eiga fleiri 35-40 mínútna góða leiki og svo byggja ofan á það.“ UMF Grindavík Stjarnan Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. 4. desember 2021 22:47 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Þetta var bara hörkuleikur tveggja góðra liða. Við erum að finna okkar takt með EC og mér fannst þetta hans besta frammistaða síðan hann kom til okkar. Það er bara áfram gakk,“ bætti Daníel Guðni við en EC Matthews skoraði 32 stig hjá Grindavík og þar af síðustu sex stig liðsins. Leikurinn var æsispennandi og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Varnarleikur Grindavíkur var misjafn í kvöld en Daníel var ekki alltof ósáttur með þann hluta leiksins hjá sínum mönnum. „Mér fannst við byrja frekar mjúkt og fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður. Við vorum einhverjum 10 stigum yfir og svo vorum við að gefa þeim alltof opin skot og þeir gengu á lagið. Í seinni hálfleik, sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta, var ég mjög ánægður.“ Liðin hafa háð margar svakalegar baráttur á síðustu árum og það er alltaf hiti í leikjum Grindavíkur og Stjörnunnar. „Algjörlega. Þau eiga sér mikla sögu þessi lið og það er hörkubarátta þegar við mætum Stjörnunni.“ Í síðari hálfleiknum áttu þeir Daníel Guðni og Naor Sharabani í áhugaverðum orðaskiptum þegar Daníel tók Ísraelan af velli. Þeir höfðu rökrætt eitthvað rétt áður og Ísraelinn allt annað en sáttur þegar hann kom útaf. „Við áttum orðaskipti og það er bara eins og gengur og gerist. Við erum báðir miklir keppnismenn og þetta getur komið fyrir. Við ræddum síðan saman á bekknum þegar við vorum aðeins búnir að slaka á“ Grindavík er með sex sigra í átta leikjum á tímabilinu en töpuðu síðasta leik fyrir landsleikjahléið og höfðu því ansi langan tíma til þess að velta vöngum yfir því tapi. „Það skiptir öllu máli að vinna eftir þann leik. Við viljum bara byggja ofan á frammistöðuna sem við sýndum hér á köflum. En við verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur og eiga fleiri 35-40 mínútna góða leiki og svo byggja ofan á það.“
UMF Grindavík Stjarnan Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. 4. desember 2021 22:47 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. 4. desember 2021 22:47