Þökk sé formanninum sprungu allir úr hlátri í KR-klefanum þrátt fyrir 7-0 tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 13:01 Kristinn Kjærnested segir frá glímu sína við hurðina. S2 Sport Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður Knattspyrnudeildar KR, var nýjasti gestur Henry Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Henry Birgir sóttist eftir að fá eina góða sögu frá Kristni og hann klikkaði ekki á einni góðri klefasögu úr KR. „Það var ein skemmtileg. Hún var kannski ekki skemmtileg fyrir mig en var skemmtileg fyrir alla aðra sem urðu vitni af henni. Það var þessi leikur á móti HJK Helsinki,“ sagði Kristinn Kjærnested en KR tapaði þá 7-0 í fyrri leik sínum í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2012. „Ég hafði þá reglu að ég fór alltaf inn í klefa eftir alla leiki og tók í höndina á leikmönnum. Ég sagði aldrei neitt ef við töpuðum því þá var það ekki tími til að tjá sig. Menn eru hundfúlir. Þessir strákar og þessar stelpur vita það alveg ef að árangurinn er ekki eins og hann á að vera þá eru allir hundfúlir,“ sagði Kristinn. Klippa: Foringjarnir: Klefasagan um glímuna við hurðina á KR-klefanum „Þarna var mér alveg nóg boðið í Helsinki eftir 7-0 tap. Ég fór inn klefa og byrjaði á því að taka í höndina á þeim en bað síðan um orðið og sagði að þetta væri óásættanlegt fyrir klúbb eins og KR. Að gera þarna gjörsamlega í brækurnar og að við höfum verið heppnir að leikurinn var ekki í beinni útsendingu,“ sagði Kristinn. „Þegar ég er búinn með þessa ræðu þá ætlaði ég að fara út úr klefanum. Tek í hurðarhúninn en þá var þetta einhvern veginn öðruvísi í Helsinki því þú þurftir að lyfta honum upp. Ég fatta það ekki og það var hundur í mér og ég hamaðist á hurðinni,“ sagði Kristinn. „Ég komst út fyrir rest og við skulum segja að ég hafi lokað henni hressilega. Í eina skiptið nota bene. Þegar ég er kominn út og búinn að skella hurðinni þá heyri ég bara einn mesta hlátur á ævinni í klefanum. Það gjörsamlega sprungu allir. Eftir áhyggja þá var þetta mjög skemmtilegt,“ sagði Kristinn. Það má sjá hann segja frá þessu hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Henry Birgir sóttist eftir að fá eina góða sögu frá Kristni og hann klikkaði ekki á einni góðri klefasögu úr KR. „Það var ein skemmtileg. Hún var kannski ekki skemmtileg fyrir mig en var skemmtileg fyrir alla aðra sem urðu vitni af henni. Það var þessi leikur á móti HJK Helsinki,“ sagði Kristinn Kjærnested en KR tapaði þá 7-0 í fyrri leik sínum í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2012. „Ég hafði þá reglu að ég fór alltaf inn í klefa eftir alla leiki og tók í höndina á leikmönnum. Ég sagði aldrei neitt ef við töpuðum því þá var það ekki tími til að tjá sig. Menn eru hundfúlir. Þessir strákar og þessar stelpur vita það alveg ef að árangurinn er ekki eins og hann á að vera þá eru allir hundfúlir,“ sagði Kristinn. Klippa: Foringjarnir: Klefasagan um glímuna við hurðina á KR-klefanum „Þarna var mér alveg nóg boðið í Helsinki eftir 7-0 tap. Ég fór inn klefa og byrjaði á því að taka í höndina á þeim en bað síðan um orðið og sagði að þetta væri óásættanlegt fyrir klúbb eins og KR. Að gera þarna gjörsamlega í brækurnar og að við höfum verið heppnir að leikurinn var ekki í beinni útsendingu,“ sagði Kristinn. „Þegar ég er búinn með þessa ræðu þá ætlaði ég að fara út úr klefanum. Tek í hurðarhúninn en þá var þetta einhvern veginn öðruvísi í Helsinki því þú þurftir að lyfta honum upp. Ég fatta það ekki og það var hundur í mér og ég hamaðist á hurðinni,“ sagði Kristinn. „Ég komst út fyrir rest og við skulum segja að ég hafi lokað henni hressilega. Í eina skiptið nota bene. Þegar ég er kominn út og búinn að skella hurðinni þá heyri ég bara einn mesta hlátur á ævinni í klefanum. Það gjörsamlega sprungu allir. Eftir áhyggja þá var þetta mjög skemmtilegt,“ sagði Kristinn. Það má sjá hann segja frá þessu hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira