Grét eftir að hún fékk verðlaunin í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 16:00 Þetta var stór stund fyrir Fatemeh Khalili. Twitter Íranska kvennalandsliðið í handbolta er á sínu fyrsta stórmóti og það gengur ekkert sérstaklega vel hjá nýliðunum. Liðið er samt búið að fá sín fyrstu verðlaun. Íran tapaði 39-11 á móti Rúmeníu í fyrsta leik og tapaði síðan 41-9 á móti Norðmönnum í gær. Það var engu að síður dramatísk stund í leikslok þegar markvörðurinn Fatemeh Khalili var valin besti leikmaðurinn. What a special moment, Fatemeh Khalili Behfar (@IRIHF_Official)!#SheLovesHandballpic.twitter.com/bnla4f4APi— Women's Handball WCh Spain 2021 (@SheLOVsHandball) December 6, 2021 Fatemeh Khalili átti einnig mjög góðan leik á móti Rúmeníu þegar hún varði 18 skot. Að þessu sinni varði hún sjö skot í fyrri hálfleiknum þar af þrjú hraðaupphlaup og tvö af línu. Íranska liðið komst reyndar í 2-1 í leiknum en norska liðið endaði fyrri hálfleikinn á 21-1 spretti. Khalili grét þegar það var tilkynnt að hún hefði verið valin maður leiksins. Allir samherjarnir hópuðust líka í kringum hana og úr varð gleðistund fyrir lið sem hafði tapað með 32 marka mun. Norge tok en knusende seier i VM, men Irans målvakt Fatemeh Khalili Behfar tok til tårer etter å ha blitt kåret til banens beste. https://t.co/op0eSuvlyV— Dagbladet Sport (@db_sport) December 5, 2021 Norsku stelpurnar gátu svo sannarlega glaðst með Khalili sem var þarna að skrifa sögu þjóðar sinnar á handboltavellinum þrátt fyrir mjög erfiða kvöldstund. Khalili er 25 ára gömul, spilar með tyrkneska félaginu Antalya Anadolu og hefur spilað yfir tvö hundruð landsleiki á ferlinum. Það má sjá þessa eftirminnilegu stund hér fyrir ofan. HM 2021 í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Íran tapaði 39-11 á móti Rúmeníu í fyrsta leik og tapaði síðan 41-9 á móti Norðmönnum í gær. Það var engu að síður dramatísk stund í leikslok þegar markvörðurinn Fatemeh Khalili var valin besti leikmaðurinn. What a special moment, Fatemeh Khalili Behfar (@IRIHF_Official)!#SheLovesHandballpic.twitter.com/bnla4f4APi— Women's Handball WCh Spain 2021 (@SheLOVsHandball) December 6, 2021 Fatemeh Khalili átti einnig mjög góðan leik á móti Rúmeníu þegar hún varði 18 skot. Að þessu sinni varði hún sjö skot í fyrri hálfleiknum þar af þrjú hraðaupphlaup og tvö af línu. Íranska liðið komst reyndar í 2-1 í leiknum en norska liðið endaði fyrri hálfleikinn á 21-1 spretti. Khalili grét þegar það var tilkynnt að hún hefði verið valin maður leiksins. Allir samherjarnir hópuðust líka í kringum hana og úr varð gleðistund fyrir lið sem hafði tapað með 32 marka mun. Norge tok en knusende seier i VM, men Irans målvakt Fatemeh Khalili Behfar tok til tårer etter å ha blitt kåret til banens beste. https://t.co/op0eSuvlyV— Dagbladet Sport (@db_sport) December 5, 2021 Norsku stelpurnar gátu svo sannarlega glaðst með Khalili sem var þarna að skrifa sögu þjóðar sinnar á handboltavellinum þrátt fyrir mjög erfiða kvöldstund. Khalili er 25 ára gömul, spilar með tyrkneska félaginu Antalya Anadolu og hefur spilað yfir tvö hundruð landsleiki á ferlinum. Það má sjá þessa eftirminnilegu stund hér fyrir ofan.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira