Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2021 11:53 Jón Gunnarsson tók við innanríkisráðuneytinu af flokkssystur sinni Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Vísir/Vilhelm Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. Jón var skipaður dómsmálaráðherra til átján mánaða á dögunum en þá stendur til að Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, taki við keflinu. Berglind Þórsteinsdóttir stofnaði baráttuhópinn gegn ofbeldismenningu í október. „Eftir að hafa séð tekin skref sl. ár í dómsmálaráðuneytinu til að bæta kerfið fyrir þolendur ofbeldis er sorglegt að sjá nýja ríkisstjórn skipa mann eins og Jón Gunnarsson í sæti dómsmálaráðherra. Mann sem hefur stutt s.k. tálmunar/fangelsisfrumvarp. Jón Gunnarsson hefur sýnt hug sinn til kvenfrelsis og sínar fornfálegu hugmyndir á fleiri vegu í gegnum sína þingmennsku m.a. þegar þungunarrofsfrumvarpið var til umræðu,“ segir Berglind á vef söfnunarinnar. Jón Gunnarsson hefur valið sér aðstoðarmenn sín. Annars vegar Hrein Loftsson lögmann sem aðstoðaði sömuleiðis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hins vegar Brynjar Níelsson, þingmann flokksins undanfarin ár. „Því miður er lítil sem engin von til þess að nauðsynlegar úrbætur verði á þessum tíma. Til að bæta afar gráu ofan á svart þá velur Jón Gunnarsson sér Brynjar Níelsson til aðstoðar. Brynjar sem hleypur til í hvert skipti sem einhver ýtir við eða bara rétt kitlar feðraveldið.“ Berglind segir hópinn reyna að hugga sig við þá staðreynd að Jón verði aðeins átján mánuði í starfi. „Og vonum að ekki náist að gera óbætanlegan skaða á þeim tíma þá vitum við að nú þegar eru þolendur að berjast við kerfið og hafa engan tíma til að bíða eftir úrbótum. Líf þeirra, heilsa og öryggi er nú þegar í hættu.“ Berglind segir hópinn hafa verið stofnaðan að gefnu tilefni. Ofbeldi gegn konum og kynbundið ofbeldi sé faraldur í samfélaginu og aðför að öryggi og heilsu kvenna. „Þolendum er sagt að kæra en langfest mál eru felld niður áður en þau komast nokkru sinni í dómsal. Þolendur eiga það á hættu að gögn þeirra eru gerð opinber á almennum vettvangi. Við krefjumst framfara sem nást ekki með skipan afturhaldsseggja með kvenfjandsamlegan boðskap sem æðstu yfirmanna dómsmála!“ Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bendir Andrési Inga á að til séu lyf við flökurleika Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður, nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra, segir ljóst að ráðherra ætli að láta hendur standa frammúr ermum og vilji því fá reynda aðstoðarmenn. 2. desember 2021 13:12 Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18 Nýir ráðherrar fengu ekki bara lykla Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í morgun fóru svo fram formleg lyklaskipti í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum. 29. nóvember 2021 08:35 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Jón var skipaður dómsmálaráðherra til átján mánaða á dögunum en þá stendur til að Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, taki við keflinu. Berglind Þórsteinsdóttir stofnaði baráttuhópinn gegn ofbeldismenningu í október. „Eftir að hafa séð tekin skref sl. ár í dómsmálaráðuneytinu til að bæta kerfið fyrir þolendur ofbeldis er sorglegt að sjá nýja ríkisstjórn skipa mann eins og Jón Gunnarsson í sæti dómsmálaráðherra. Mann sem hefur stutt s.k. tálmunar/fangelsisfrumvarp. Jón Gunnarsson hefur sýnt hug sinn til kvenfrelsis og sínar fornfálegu hugmyndir á fleiri vegu í gegnum sína þingmennsku m.a. þegar þungunarrofsfrumvarpið var til umræðu,“ segir Berglind á vef söfnunarinnar. Jón Gunnarsson hefur valið sér aðstoðarmenn sín. Annars vegar Hrein Loftsson lögmann sem aðstoðaði sömuleiðis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hins vegar Brynjar Níelsson, þingmann flokksins undanfarin ár. „Því miður er lítil sem engin von til þess að nauðsynlegar úrbætur verði á þessum tíma. Til að bæta afar gráu ofan á svart þá velur Jón Gunnarsson sér Brynjar Níelsson til aðstoðar. Brynjar sem hleypur til í hvert skipti sem einhver ýtir við eða bara rétt kitlar feðraveldið.“ Berglind segir hópinn reyna að hugga sig við þá staðreynd að Jón verði aðeins átján mánuði í starfi. „Og vonum að ekki náist að gera óbætanlegan skaða á þeim tíma þá vitum við að nú þegar eru þolendur að berjast við kerfið og hafa engan tíma til að bíða eftir úrbótum. Líf þeirra, heilsa og öryggi er nú þegar í hættu.“ Berglind segir hópinn hafa verið stofnaðan að gefnu tilefni. Ofbeldi gegn konum og kynbundið ofbeldi sé faraldur í samfélaginu og aðför að öryggi og heilsu kvenna. „Þolendum er sagt að kæra en langfest mál eru felld niður áður en þau komast nokkru sinni í dómsal. Þolendur eiga það á hættu að gögn þeirra eru gerð opinber á almennum vettvangi. Við krefjumst framfara sem nást ekki með skipan afturhaldsseggja með kvenfjandsamlegan boðskap sem æðstu yfirmanna dómsmála!“
Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bendir Andrési Inga á að til séu lyf við flökurleika Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður, nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra, segir ljóst að ráðherra ætli að láta hendur standa frammúr ermum og vilji því fá reynda aðstoðarmenn. 2. desember 2021 13:12 Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18 Nýir ráðherrar fengu ekki bara lykla Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í morgun fóru svo fram formleg lyklaskipti í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum. 29. nóvember 2021 08:35 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Bendir Andrési Inga á að til séu lyf við flökurleika Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður, nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra, segir ljóst að ráðherra ætli að láta hendur standa frammúr ermum og vilji því fá reynda aðstoðarmenn. 2. desember 2021 13:12
Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18
Nýir ráðherrar fengu ekki bara lykla Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í morgun fóru svo fram formleg lyklaskipti í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum. 29. nóvember 2021 08:35