Fyrrverandi bæjarstjóri dæmdur fyrir meiriháttar skattalagabrot Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2021 13:08 Jónmundur Guðmarsson er meðal annars fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Jónmundur Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi og greiðslu 66,5 milljóna króna sektar vegna meiriháttar brota á skatta- og bókhaldslögum. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar haldi Jónmundur almennt skilorð í tvö ár. Dómurinn yfir Jónmundi féll í Héraðsdómi Reykjaness í lok nóvember, en hann var birtur í dag. Brotin sem Jónmundur var dæmdur fyrir sneru að samlagsfélagsins Polygon, en Jónmundur var ábyrgðaraðili og 99 prósent eigandi félagsins. Í ákæru segir að Jónmundur hafi staðið efnislega skil röngum skattframtölum félagsins gjaldárin 2015 til og með 2017 með því að færa til gjalda tilhæfulausan kostnað. Á hann að hafa oftalið í skattskilum rekstrargjöld félagsins um samtals tæpum 95 milljónum króna. Jónmundur krafðist sýknu í málinu en játaði fyrir dómi að hafa offramtalið rekstrargjöld, en að sú heildarfjárhæð sem fram kæmi í ákærðu væri of há. Var það niðurstaða dómsins að við ákvörðun refsingar skyldi leggja til grundvallar að offramtalin rekstrargjöld Polygon á tímabilinu hafi numið 61,5 milljónum króna. Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi á árunum 2002 til 2009 og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins árin 2009 til 2014. Hann var ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá GAMMA árið 2016 og varð forstöðumaður sölu og viðskiptatengsla hjá eignastýringu Kviku þegar Kvika tók yfir GAMMA árið 2019. Dómsmál Efnahagsbrot Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ákærður fyrir skattalagabrot Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Jónmund Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Seltjarnarness og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. 29. mars 2021 16:59 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Dómurinn yfir Jónmundi féll í Héraðsdómi Reykjaness í lok nóvember, en hann var birtur í dag. Brotin sem Jónmundur var dæmdur fyrir sneru að samlagsfélagsins Polygon, en Jónmundur var ábyrgðaraðili og 99 prósent eigandi félagsins. Í ákæru segir að Jónmundur hafi staðið efnislega skil röngum skattframtölum félagsins gjaldárin 2015 til og með 2017 með því að færa til gjalda tilhæfulausan kostnað. Á hann að hafa oftalið í skattskilum rekstrargjöld félagsins um samtals tæpum 95 milljónum króna. Jónmundur krafðist sýknu í málinu en játaði fyrir dómi að hafa offramtalið rekstrargjöld, en að sú heildarfjárhæð sem fram kæmi í ákærðu væri of há. Var það niðurstaða dómsins að við ákvörðun refsingar skyldi leggja til grundvallar að offramtalin rekstrargjöld Polygon á tímabilinu hafi numið 61,5 milljónum króna. Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi á árunum 2002 til 2009 og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins árin 2009 til 2014. Hann var ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá GAMMA árið 2016 og varð forstöðumaður sölu og viðskiptatengsla hjá eignastýringu Kviku þegar Kvika tók yfir GAMMA árið 2019.
Dómsmál Efnahagsbrot Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ákærður fyrir skattalagabrot Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Jónmund Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Seltjarnarness og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. 29. mars 2021 16:59 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Fyrrverandi bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ákærður fyrir skattalagabrot Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Jónmund Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Seltjarnarness og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. 29. mars 2021 16:59