Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. desember 2021 13:47 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. Sjálfur segir Þórólfur ekki mikið svigrúm til afléttinga og því má búast við að hann leggi til svipaðar aðgerðir og nú eru í gildi. Samkomutakmarkanir miðast nú við að 50 manns geti mest komið saman í einu en þó er svigrúm fyrir 500 manna viðburði ef stuðst er við hraðpróf og grímunotkun. Skemmtistaðir mega hleypa fólki inn til klukkan 22 á kvöldin en verða að lokað alveg klukkan 23. „Ráðherranefndin mun hittast í dag og ræða minnisblaðið. Fara svona í gegn um þessar tillögur og ræða þetta bæði í víðu samhengi og svona í samhengi við það sem við erum að reyna að halda gangandi hérna í samfélaginu og hvað er ráðlagt að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Er sóttvarnalæknir að leggja til hertar aðgerðir? „Nei, hann er ekki að því. En það er óvissa uppi um omíkron, sem gefur kannski tilefni til að anda aðeins með nefinu.“ Óvíst hvort farið verði eftir tillögum Willum getur ekki staðfest að hann muni fara í öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis á morgun.Vísir/Vilhelm Er hann þá að leggja til að sömu aðgerðir verði áfram í gildi? „Já, ég ætla nú kannski ekki að tjá mig í neinum smáatriðum um tillögurnar en það er mjög ítarlegt og gott þetta minnisblað. Og það er líka góð tímalína í því um hvað við höfum verið að gera. Við eigum að geta tekið skynsamleg skref út frá þessum tillögum,“ segir Willum sem vill ekki staðfesta að hann muni fara eftir einu og öllu sem Þórólfur leggur til þegar hann gefur út reglugerðina á morgun. „Ég ætla nú bara fyrst að heyra sjónarmiðin hjá fólki – hvar við séum stödd. En við munum sannarlega hlusta á það sem hann hefur fram að færa í þessum tillögum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 6. desember 2021 12:11 Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 „Ég held að maður geti sagt í heildina tekið að þetta sé að sigla niður“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að heilt yfir litið sé faraldurinn á niðurleið hér á landi. Tólf hafa nú greinst með omíkron afbrigði veirunnar hér á landi. 5. desember 2021 12:01 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Sjálfur segir Þórólfur ekki mikið svigrúm til afléttinga og því má búast við að hann leggi til svipaðar aðgerðir og nú eru í gildi. Samkomutakmarkanir miðast nú við að 50 manns geti mest komið saman í einu en þó er svigrúm fyrir 500 manna viðburði ef stuðst er við hraðpróf og grímunotkun. Skemmtistaðir mega hleypa fólki inn til klukkan 22 á kvöldin en verða að lokað alveg klukkan 23. „Ráðherranefndin mun hittast í dag og ræða minnisblaðið. Fara svona í gegn um þessar tillögur og ræða þetta bæði í víðu samhengi og svona í samhengi við það sem við erum að reyna að halda gangandi hérna í samfélaginu og hvað er ráðlagt að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Er sóttvarnalæknir að leggja til hertar aðgerðir? „Nei, hann er ekki að því. En það er óvissa uppi um omíkron, sem gefur kannski tilefni til að anda aðeins með nefinu.“ Óvíst hvort farið verði eftir tillögum Willum getur ekki staðfest að hann muni fara í öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis á morgun.Vísir/Vilhelm Er hann þá að leggja til að sömu aðgerðir verði áfram í gildi? „Já, ég ætla nú kannski ekki að tjá mig í neinum smáatriðum um tillögurnar en það er mjög ítarlegt og gott þetta minnisblað. Og það er líka góð tímalína í því um hvað við höfum verið að gera. Við eigum að geta tekið skynsamleg skref út frá þessum tillögum,“ segir Willum sem vill ekki staðfesta að hann muni fara eftir einu og öllu sem Þórólfur leggur til þegar hann gefur út reglugerðina á morgun. „Ég ætla nú bara fyrst að heyra sjónarmiðin hjá fólki – hvar við séum stödd. En við munum sannarlega hlusta á það sem hann hefur fram að færa í þessum tillögum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 6. desember 2021 12:11 Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 „Ég held að maður geti sagt í heildina tekið að þetta sé að sigla niður“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að heilt yfir litið sé faraldurinn á niðurleið hér á landi. Tólf hafa nú greinst með omíkron afbrigði veirunnar hér á landi. 5. desember 2021 12:01 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 6. desember 2021 12:11
Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09
„Ég held að maður geti sagt í heildina tekið að þetta sé að sigla niður“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að heilt yfir litið sé faraldurinn á niðurleið hér á landi. Tólf hafa nú greinst með omíkron afbrigði veirunnar hér á landi. 5. desember 2021 12:01