Konur í Afganistan og Palestínu njóta góðs af jólagjöfum UN Women Heimsljós 6. desember 2021 15:30 UN Women Táknrænar jólagjafir UN Women eru í formi fallegra gjafabréfa bæði á pappír og í rafrænu formi. Jólagjafir UN Women í ár eru neyðarpakki til konu í Afganistan og sálræn aðstoð til ekkju í Palestínu. „Jólagjafir UN Women njóta sívaxandi vinsælda. Þetta eru gjafirnar sem veita von og hjálpa konum að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum. Margir panta jólagjafir UN Women og gefa gjafabréfið með sem jólakort í pakkann,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi í fréttatilkynningu. Neyðarpakkinn inniheldur tíðavörur, tannbursta og tannkrem, sápu, þvottaefni, nærfatnað og handklæði. Þessi pakki auðveldar konum að viðhalda persónulegu hreinlæti við erfiðar aðstæður og minnkar um leið líkur á veikindum og takmarkar sýkingarhættu. „Við bjóðum einnig upp á fjölda annarra táknrænna jólagjafa. Ein þeirra vinsælustu er sálræn aðstoð, sem veitir konu sem misst hefur maka í átökunum í Palestínu þrjá sálfræðitíma. Sú gjöf kostar 3.500 krónur,“ bætir Stella við. Táknrænar jólagjafir UN Women eru í formi fallegra gjafabréfa sem er annað hvort hægt að fá á stífum pappír eða í rafrænu formi. Gjafirnar fást á vefsíðu UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Palestína Afganistan Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent
Jólagjafir UN Women í ár eru neyðarpakki til konu í Afganistan og sálræn aðstoð til ekkju í Palestínu. „Jólagjafir UN Women njóta sívaxandi vinsælda. Þetta eru gjafirnar sem veita von og hjálpa konum að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum. Margir panta jólagjafir UN Women og gefa gjafabréfið með sem jólakort í pakkann,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi í fréttatilkynningu. Neyðarpakkinn inniheldur tíðavörur, tannbursta og tannkrem, sápu, þvottaefni, nærfatnað og handklæði. Þessi pakki auðveldar konum að viðhalda persónulegu hreinlæti við erfiðar aðstæður og minnkar um leið líkur á veikindum og takmarkar sýkingarhættu. „Við bjóðum einnig upp á fjölda annarra táknrænna jólagjafa. Ein þeirra vinsælustu er sálræn aðstoð, sem veitir konu sem misst hefur maka í átökunum í Palestínu þrjá sálfræðitíma. Sú gjöf kostar 3.500 krónur,“ bætir Stella við. Táknrænar jólagjafir UN Women eru í formi fallegra gjafabréfa sem er annað hvort hægt að fá á stífum pappír eða í rafrænu formi. Gjafirnar fást á vefsíðu UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Palestína Afganistan Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent