Icelandair harmar slysið á Keflavíkurflugvelli Eiður Þór Árnason skrifar 6. desember 2021 17:54 Atvikið átti sér stað að morgni laugardags þegar Hermann Guðmundsson var á leið heim frá Flórída með hópi Íslendinga. Vísir/KMU Icelandair harmar slys sem átti sér stað á laugardag þegar eldri maður féll á flugstæði á Keflavíkurflugvelli á leið úr flugvél félagsins. Icelandair segir að öllum verkferlum hafi verið fylgt í aðdraganda óhappsins en farþegarnir voru að koma frá Orlando í Flórída. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, greindi frá atvikinu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til landsins. Hálka var í bröttum tröppunum þegar maðurinn féll fram fyrir sig og kallar Hermann eftir meiri þjónustu við farþega við vetraraðstæður. „Okkur þykir mjög leitt að þetta atvik hafi átt sér stað. Við leggjum okkur fram við að tryggja öryggi farþega í gegnum allt ferðalagið og í þeim tilfellum sem notaðir eru stigabílar til að koma fólki frá borði, þá er þeir alltaf skoðaðir fyrir notkun út frá öryggissjónarmiðum, til dæmis með tilliti til bleytu, hálku, snjós eða annarra óhreininda,“ segir í skriflegu svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Þetta sé til viðbótar við reglubundið viðhald og þrif. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir jafnframt að búið sé að fara yfir málsatvik og staðfesta að öllum ferlum félagsins hafi verið fylgt í þessu tilfelli. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að starfsfólki Isavia þyki leitt að heyra af þessu slysi. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi.VÍSIR/VILHELM Verið eins og skautasvell Hermann var farþegi um borð í umræddu flugi og segir aðstæður hafa verið mjög hættulegar. „Fólkið sem er fyrst niður stigann er fólk sem sat fyrir aftan mig og mína konu í vélinni, aldrað fólk sem átti erfitt með gang. Fikrar sig niður stigann. Þetta eru mjög brattir stigar. Tröppurnar eru klæddar með riffluðu áli. Þegar kemst bleyta í þetta verður það fljúgandi hált, eins og skautasvell,“ sagði Hermann í Bítinu á Bylgunni. Hann fylgdist með konunni fikra sig rólega niður stigann, með staf í annarri hendi og ríghaldandi sér í handriðið. „Ég geng rólega á eftir henni og fylgist með. Maðurinn gengur aðeins fyrir framan hana með tvær litlar töskur í hvorri hendi. Þegar hann kemur í næst neðstu tröppuna er þar snjór og bleyta. Skiptir engum toga að hann missir fæturna og fellur með andlitið í jörðina, flatur fram fyrir sig.“ Hermann sagði að það hafi vakið athygli hans að enginn starfsmaður hafi verið til aðstoðar eða til að fylgjast með affermingu vélarinnar. Skömmu síðar hafi bílstjóri á vegum Isavia sem átti að keyra farþegana að flugstöðinni stokkið til og byrjað að hlúa að manninum. „Það er mikil mildi að þessi maður skuli ekki hafa stórslasast við þetta fall. Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta,“ bætti Hermann við. Hann gagnrýndi starfsmannahald á Keflavíkurflugvelli og sagði það ekki of mikla kröfu að tveir starfsmenn fylgi hverjum stiga, þurrki tröppurnar og aðstoði eldra fólk niður. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Slysavarnir Tengdar fréttir „Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta“ Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, segir mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til Íslands frá Orlando í Flórída. Hann kallar eftir meiri þjónustu við farþega að vetri til sem gangi úr flugvélunum niður brattar tröppur sem geti verið hálar og stórhættulegar. 6. desember 2021 11:12 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, greindi frá atvikinu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til landsins. Hálka var í bröttum tröppunum þegar maðurinn féll fram fyrir sig og kallar Hermann eftir meiri þjónustu við farþega við vetraraðstæður. „Okkur þykir mjög leitt að þetta atvik hafi átt sér stað. Við leggjum okkur fram við að tryggja öryggi farþega í gegnum allt ferðalagið og í þeim tilfellum sem notaðir eru stigabílar til að koma fólki frá borði, þá er þeir alltaf skoðaðir fyrir notkun út frá öryggissjónarmiðum, til dæmis með tilliti til bleytu, hálku, snjós eða annarra óhreininda,“ segir í skriflegu svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Þetta sé til viðbótar við reglubundið viðhald og þrif. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir jafnframt að búið sé að fara yfir málsatvik og staðfesta að öllum ferlum félagsins hafi verið fylgt í þessu tilfelli. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að starfsfólki Isavia þyki leitt að heyra af þessu slysi. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi.VÍSIR/VILHELM Verið eins og skautasvell Hermann var farþegi um borð í umræddu flugi og segir aðstæður hafa verið mjög hættulegar. „Fólkið sem er fyrst niður stigann er fólk sem sat fyrir aftan mig og mína konu í vélinni, aldrað fólk sem átti erfitt með gang. Fikrar sig niður stigann. Þetta eru mjög brattir stigar. Tröppurnar eru klæddar með riffluðu áli. Þegar kemst bleyta í þetta verður það fljúgandi hált, eins og skautasvell,“ sagði Hermann í Bítinu á Bylgunni. Hann fylgdist með konunni fikra sig rólega niður stigann, með staf í annarri hendi og ríghaldandi sér í handriðið. „Ég geng rólega á eftir henni og fylgist með. Maðurinn gengur aðeins fyrir framan hana með tvær litlar töskur í hvorri hendi. Þegar hann kemur í næst neðstu tröppuna er þar snjór og bleyta. Skiptir engum toga að hann missir fæturna og fellur með andlitið í jörðina, flatur fram fyrir sig.“ Hermann sagði að það hafi vakið athygli hans að enginn starfsmaður hafi verið til aðstoðar eða til að fylgjast með affermingu vélarinnar. Skömmu síðar hafi bílstjóri á vegum Isavia sem átti að keyra farþegana að flugstöðinni stokkið til og byrjað að hlúa að manninum. „Það er mikil mildi að þessi maður skuli ekki hafa stórslasast við þetta fall. Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta,“ bætti Hermann við. Hann gagnrýndi starfsmannahald á Keflavíkurflugvelli og sagði það ekki of mikla kröfu að tveir starfsmenn fylgi hverjum stiga, þurrki tröppurnar og aðstoði eldra fólk niður.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Slysavarnir Tengdar fréttir „Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta“ Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, segir mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til Íslands frá Orlando í Flórída. Hann kallar eftir meiri þjónustu við farþega að vetri til sem gangi úr flugvélunum niður brattar tröppur sem geti verið hálar og stórhættulegar. 6. desember 2021 11:12 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
„Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta“ Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, segir mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til Íslands frá Orlando í Flórída. Hann kallar eftir meiri þjónustu við farþega að vetri til sem gangi úr flugvélunum niður brattar tröppur sem geti verið hálar og stórhættulegar. 6. desember 2021 11:12