Héðinn snýr heim - vonandi í vor Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. desember 2021 07:01 Helgi Gíslason myndhöggvari hefur haldið húsaskjóli yfir styttunni af Héðni Valdimarssyni í tvö ár. Sambúðin er góð en Helgi vonast til að hún komist aftur á sinn stað næsta vor. vísir/egill Vesturbæingar sakna mjög eins þekktasta minnismerkis hverfisins; styttunnar af Héðni Valdimarssyni verkalýðsforingja. Ekkert hefur sést til hennar í þrjú ár en eigendurnir vonast til að hún verði komin á sinn stað fyrir verkalýðsdaginn 1. maí. Styttan var tekin niður við Hringbraut í september 2018. Gera þurfti við stöpul hennar en styttan átti upphaflega að vera komin aftur á sinn stað nokkrum mánuðum síðar. Nú þremur árum seinna bólar ekkert á henni. Og Vesturbæingar spyrja sig einfaldleg: Hvar er Héðinn? Héðinn var merkismaður, gegndi þingmennsku fyrir þrjá flokka á árunum 1926-1942, Alþýðuflokkinn, Sameiningarflokk alþýðu og Sósíalistaflokk. Hann var einnig formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og helsti forystumaður byggingarsamtaka verkamanna sem gengust fyrir byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut. Hvar er afi? Styttuna gerði myndhöggvarinn Sigurjón Ólafsson en hún var reist við Hringbraut árið 1955. Hún gegndi svo auðvitað eftirminnilegu hlutverki í auglýsingu Thule fyrir rúmum áratug. Endurkomu styttunnar á sinn stað hefur seinkað mjög, sem hefur farið nokkuð í taugarnar á barnabarni verkalýðsforingjans, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttir leikkonu sem vakti athygli á töfunum í fyrra. Þá fékk hún þau svör frá borgarstjóra að Héðinn ætti að vera kominn aftur á sinn stað í ágúst það ár en allt kom fyrir ekki. Steinunn velti málinu svo aftur fyrir sér í síðustu viku: „Hvar er afi?“ spurði hún einfaldlega. „Þetta er frekar vandró að verða.“ Vesen að fara í gegn um Minjastofnun Styttan er í eigu Húsfélags Alþýðu sem gefur skýringar á töfunum. Upphaflega var aðeins gert ráð fyrir að steypa þyrfti nýjan stöpul. Kristín Róbertsdóttir, formaður Húsfélags Alþýðu. Hún gerir ráð fyrir að Héðinn verði kominn aftur á sinn stað fyrir 1. maí.vísir/sigurjón „Þegar styttan var tekin niður þá náttúrulega gerðum við bara ráð fyrir því að við gætum steypt nýjan stöpul og sett styttuna upp aftur en það kom í ljós að það þurfti heilmikið að gera við hana,“ segir Kristín Róbertsdóttir, formaður Húsfélags Alþýðu. Jørn Svendsen, danskur bronssteypari, aðstoðaði frítt við viðgerðina á styttunni.helgi gíslason Myndhöggvarinn Helgi Gíslason var þá fenginn til að laga styttuna og fékk þá danskan bronssteypara með sér í lið, Jørn Svendsen, sem kenndi honum réttu handtökin í viðgerð á bronsstyttu. Hann ákvað að gera það frítt fyrir Helga. „Það var nú alveg ómetanlegt. Við sem sagt keyptum fyrir hann farmiða og svo kom hann bara og vann fyrir Helga og hann gerði þetta bara fyrir vin sinn. Þannig við eigum honum alveg heilmikið að þakka. Alveg frábær maður,“ segir Kristín. Ágæt sambúð Styttan liggur nú tilbúin á vinnustofu Helga. „Hann er búinn að vera hérna inni í dánokkurn tíma. Alveg í næstum því tvö ár. Og við erum orðnir bara, eins og ég segi alltaf „við félagarnir“,“ segir Helgi. Héðinn kemur inn á verkstæði Helga.Helgi Gíslason „Sambúðin er bara alveg ágæt nema hvað ég sneri honum til veggjar fyrir ekki alls löngu. Þá batnaði nú samkomulagið,“ segir hann og hlær. Héðinn var helsti hvatamaður að byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut. Þó styttan væri tilbúin fyrir alllöngu dróst að fá hana aftur uppreista því bæði styttan og stöpullinn eru hluti af friðlýstri heild verkamannabústaðanna og varð öll framkvæmdin við að koma henni aftur upp því að fara í gegn um umsóknarferli hjá Minjastofnun. „Svo í haust þá kom niðurstaðan fyrir það að við fáum að gera stöpulinn. Og ég vonast til þess að næsta vor eða seinni part vetrar verði hægt að steypa stöpulinn og að Héðinn verði kominn á sinn stall fyrir 1. maí,“ segir Kristín og það er viðeigandi að Héðinn veðri kominn aftur upp fyrir verkalýðsdaginn sjálfan. En þangað til heldur Héðinn Helga myndhöggvara félagsskap á vinnustofunni. Myndlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Styttan var tekin niður við Hringbraut í september 2018. Gera þurfti við stöpul hennar en styttan átti upphaflega að vera komin aftur á sinn stað nokkrum mánuðum síðar. Nú þremur árum seinna bólar ekkert á henni. Og Vesturbæingar spyrja sig einfaldleg: Hvar er Héðinn? Héðinn var merkismaður, gegndi þingmennsku fyrir þrjá flokka á árunum 1926-1942, Alþýðuflokkinn, Sameiningarflokk alþýðu og Sósíalistaflokk. Hann var einnig formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og helsti forystumaður byggingarsamtaka verkamanna sem gengust fyrir byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut. Hvar er afi? Styttuna gerði myndhöggvarinn Sigurjón Ólafsson en hún var reist við Hringbraut árið 1955. Hún gegndi svo auðvitað eftirminnilegu hlutverki í auglýsingu Thule fyrir rúmum áratug. Endurkomu styttunnar á sinn stað hefur seinkað mjög, sem hefur farið nokkuð í taugarnar á barnabarni verkalýðsforingjans, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttir leikkonu sem vakti athygli á töfunum í fyrra. Þá fékk hún þau svör frá borgarstjóra að Héðinn ætti að vera kominn aftur á sinn stað í ágúst það ár en allt kom fyrir ekki. Steinunn velti málinu svo aftur fyrir sér í síðustu viku: „Hvar er afi?“ spurði hún einfaldlega. „Þetta er frekar vandró að verða.“ Vesen að fara í gegn um Minjastofnun Styttan er í eigu Húsfélags Alþýðu sem gefur skýringar á töfunum. Upphaflega var aðeins gert ráð fyrir að steypa þyrfti nýjan stöpul. Kristín Róbertsdóttir, formaður Húsfélags Alþýðu. Hún gerir ráð fyrir að Héðinn verði kominn aftur á sinn stað fyrir 1. maí.vísir/sigurjón „Þegar styttan var tekin niður þá náttúrulega gerðum við bara ráð fyrir því að við gætum steypt nýjan stöpul og sett styttuna upp aftur en það kom í ljós að það þurfti heilmikið að gera við hana,“ segir Kristín Róbertsdóttir, formaður Húsfélags Alþýðu. Jørn Svendsen, danskur bronssteypari, aðstoðaði frítt við viðgerðina á styttunni.helgi gíslason Myndhöggvarinn Helgi Gíslason var þá fenginn til að laga styttuna og fékk þá danskan bronssteypara með sér í lið, Jørn Svendsen, sem kenndi honum réttu handtökin í viðgerð á bronsstyttu. Hann ákvað að gera það frítt fyrir Helga. „Það var nú alveg ómetanlegt. Við sem sagt keyptum fyrir hann farmiða og svo kom hann bara og vann fyrir Helga og hann gerði þetta bara fyrir vin sinn. Þannig við eigum honum alveg heilmikið að þakka. Alveg frábær maður,“ segir Kristín. Ágæt sambúð Styttan liggur nú tilbúin á vinnustofu Helga. „Hann er búinn að vera hérna inni í dánokkurn tíma. Alveg í næstum því tvö ár. Og við erum orðnir bara, eins og ég segi alltaf „við félagarnir“,“ segir Helgi. Héðinn kemur inn á verkstæði Helga.Helgi Gíslason „Sambúðin er bara alveg ágæt nema hvað ég sneri honum til veggjar fyrir ekki alls löngu. Þá batnaði nú samkomulagið,“ segir hann og hlær. Héðinn var helsti hvatamaður að byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut. Þó styttan væri tilbúin fyrir alllöngu dróst að fá hana aftur uppreista því bæði styttan og stöpullinn eru hluti af friðlýstri heild verkamannabústaðanna og varð öll framkvæmdin við að koma henni aftur upp því að fara í gegn um umsóknarferli hjá Minjastofnun. „Svo í haust þá kom niðurstaðan fyrir það að við fáum að gera stöpulinn. Og ég vonast til þess að næsta vor eða seinni part vetrar verði hægt að steypa stöpulinn og að Héðinn verði kominn á sinn stall fyrir 1. maí,“ segir Kristín og það er viðeigandi að Héðinn veðri kominn aftur upp fyrir verkalýðsdaginn sjálfan. En þangað til heldur Héðinn Helga myndhöggvara félagsskap á vinnustofunni.
Myndlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira