Reynir að samræma þingstörfin embætti forseta bæjarstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2021 12:12 Guðbrandur Einarsson var kjörinn á þing fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hann er jafnframt forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir Beina leið. vísir Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi ætlar að láta reyna á hvort hann geti jafnframt haldið áfram að gegna embætti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Fimm mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga á næsta ári. Guðbrandur Einarsson var kjörinn á þing fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hann er jafnframt forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir Beina leið sem er í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Samfylkingunni sem Guðbrandur var lengi fulltrúi fyrir. Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana við fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar sem koma til fyrstu umræðu eftir hádegi. Guðbrandur er áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd fyrir Viðreisn og situr í efnahags- og viðskiptanefnd sem fær tekjufrumvörpin til sín. Hann ætlar að skoða á næstu vikum hvort hann geti haldið áfram að sinna embætti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Guðbrandur Einarsson nýkjörinn þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi er jafnframt oddviti Beinnrar leiðar óg forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.viðreisn „Eins og allir vita er það að sitja í sveitarstjórn hlutastarf. Flestir eru að gera það meðfram annarri vinnu. Við erum að halda bæjarstjórnarfundi klukkan fimm á daginn þegar þeir eru haldnir. Þannig að í flestum tilvikum getur maður samræmt þetta annarri vinnu. Þannig að ég ætla bara að skoða hvernig þetta muni ganga í framhaldinu,“ segir Guðbrandur. Bæjarstjórnarfundir eru haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag í hvernjum mánuði þannig að það er fundur í dag og væntanlega einnig þriðjudagin 21. desember. Á sama tíma geta þingfundir staðið fram á kvöld, sérstaklega rétt fyrir jól. Guðbrandur segist ekki ætla að láta bæjarmálin koma niður á þingstörfum enda er þingmönnum skylt að sækja bæði þing- og nefndarfundi. Það verði kallaður inn varamaður í bæjarstjórn ef á þurfi að halda. „Þetta er auðvitað mikið núna fram að áramótum af því fjárlagagerðin er í fullum gangi. Svo verður maður bara að skoða málin í framhaldinu.“ Þú sinnir ekki bæjarstjórn á meðan? „Nei, ég fæ nú reyndar að hlaupa heim í dag til að mæta á bæjarstjórnarfund. Við erum að klára fjárhagsáætlunargerðina okkar fyrir næsta ár. Við klárum það á fundi klukkan fimm í dag,“ segir Guðbrandur. Óvissa ríki um hvort Bein leið bjóði aftur fram í bæjarstjórnarkosningunum í vor sem hann hafi verið oddviti fyrir. „Það verður alla vega skoðað að bein leið dragi sig í hlé og Viðreisn fari af stað. En það er auðvitað bara mál sem verður skoðað með hækkandi sól,“ segir Guðbrandur Einarsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjanesbær Viðreisn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Guðbrandur Einarsson var kjörinn á þing fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hann er jafnframt forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir Beina leið sem er í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Samfylkingunni sem Guðbrandur var lengi fulltrúi fyrir. Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana við fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar sem koma til fyrstu umræðu eftir hádegi. Guðbrandur er áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd fyrir Viðreisn og situr í efnahags- og viðskiptanefnd sem fær tekjufrumvörpin til sín. Hann ætlar að skoða á næstu vikum hvort hann geti haldið áfram að sinna embætti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Guðbrandur Einarsson nýkjörinn þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi er jafnframt oddviti Beinnrar leiðar óg forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.viðreisn „Eins og allir vita er það að sitja í sveitarstjórn hlutastarf. Flestir eru að gera það meðfram annarri vinnu. Við erum að halda bæjarstjórnarfundi klukkan fimm á daginn þegar þeir eru haldnir. Þannig að í flestum tilvikum getur maður samræmt þetta annarri vinnu. Þannig að ég ætla bara að skoða hvernig þetta muni ganga í framhaldinu,“ segir Guðbrandur. Bæjarstjórnarfundir eru haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag í hvernjum mánuði þannig að það er fundur í dag og væntanlega einnig þriðjudagin 21. desember. Á sama tíma geta þingfundir staðið fram á kvöld, sérstaklega rétt fyrir jól. Guðbrandur segist ekki ætla að láta bæjarmálin koma niður á þingstörfum enda er þingmönnum skylt að sækja bæði þing- og nefndarfundi. Það verði kallaður inn varamaður í bæjarstjórn ef á þurfi að halda. „Þetta er auðvitað mikið núna fram að áramótum af því fjárlagagerðin er í fullum gangi. Svo verður maður bara að skoða málin í framhaldinu.“ Þú sinnir ekki bæjarstjórn á meðan? „Nei, ég fæ nú reyndar að hlaupa heim í dag til að mæta á bæjarstjórnarfund. Við erum að klára fjárhagsáætlunargerðina okkar fyrir næsta ár. Við klárum það á fundi klukkan fimm í dag,“ segir Guðbrandur. Óvissa ríki um hvort Bein leið bjóði aftur fram í bæjarstjórnarkosningunum í vor sem hann hafi verið oddviti fyrir. „Það verður alla vega skoðað að bein leið dragi sig í hlé og Viðreisn fari af stað. En það er auðvitað bara mál sem verður skoðað með hækkandi sól,“ segir Guðbrandur Einarsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjanesbær Viðreisn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira