Reynir að samræma þingstörfin embætti forseta bæjarstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2021 12:12 Guðbrandur Einarsson var kjörinn á þing fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hann er jafnframt forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir Beina leið. vísir Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi ætlar að láta reyna á hvort hann geti jafnframt haldið áfram að gegna embætti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Fimm mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga á næsta ári. Guðbrandur Einarsson var kjörinn á þing fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hann er jafnframt forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir Beina leið sem er í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Samfylkingunni sem Guðbrandur var lengi fulltrúi fyrir. Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana við fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar sem koma til fyrstu umræðu eftir hádegi. Guðbrandur er áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd fyrir Viðreisn og situr í efnahags- og viðskiptanefnd sem fær tekjufrumvörpin til sín. Hann ætlar að skoða á næstu vikum hvort hann geti haldið áfram að sinna embætti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Guðbrandur Einarsson nýkjörinn þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi er jafnframt oddviti Beinnrar leiðar óg forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.viðreisn „Eins og allir vita er það að sitja í sveitarstjórn hlutastarf. Flestir eru að gera það meðfram annarri vinnu. Við erum að halda bæjarstjórnarfundi klukkan fimm á daginn þegar þeir eru haldnir. Þannig að í flestum tilvikum getur maður samræmt þetta annarri vinnu. Þannig að ég ætla bara að skoða hvernig þetta muni ganga í framhaldinu,“ segir Guðbrandur. Bæjarstjórnarfundir eru haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag í hvernjum mánuði þannig að það er fundur í dag og væntanlega einnig þriðjudagin 21. desember. Á sama tíma geta þingfundir staðið fram á kvöld, sérstaklega rétt fyrir jól. Guðbrandur segist ekki ætla að láta bæjarmálin koma niður á þingstörfum enda er þingmönnum skylt að sækja bæði þing- og nefndarfundi. Það verði kallaður inn varamaður í bæjarstjórn ef á þurfi að halda. „Þetta er auðvitað mikið núna fram að áramótum af því fjárlagagerðin er í fullum gangi. Svo verður maður bara að skoða málin í framhaldinu.“ Þú sinnir ekki bæjarstjórn á meðan? „Nei, ég fæ nú reyndar að hlaupa heim í dag til að mæta á bæjarstjórnarfund. Við erum að klára fjárhagsáætlunargerðina okkar fyrir næsta ár. Við klárum það á fundi klukkan fimm í dag,“ segir Guðbrandur. Óvissa ríki um hvort Bein leið bjóði aftur fram í bæjarstjórnarkosningunum í vor sem hann hafi verið oddviti fyrir. „Það verður alla vega skoðað að bein leið dragi sig í hlé og Viðreisn fari af stað. En það er auðvitað bara mál sem verður skoðað með hækkandi sól,“ segir Guðbrandur Einarsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjanesbær Viðreisn Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Guðbrandur Einarsson var kjörinn á þing fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hann er jafnframt forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir Beina leið sem er í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Samfylkingunni sem Guðbrandur var lengi fulltrúi fyrir. Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana við fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar sem koma til fyrstu umræðu eftir hádegi. Guðbrandur er áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd fyrir Viðreisn og situr í efnahags- og viðskiptanefnd sem fær tekjufrumvörpin til sín. Hann ætlar að skoða á næstu vikum hvort hann geti haldið áfram að sinna embætti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Guðbrandur Einarsson nýkjörinn þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi er jafnframt oddviti Beinnrar leiðar óg forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.viðreisn „Eins og allir vita er það að sitja í sveitarstjórn hlutastarf. Flestir eru að gera það meðfram annarri vinnu. Við erum að halda bæjarstjórnarfundi klukkan fimm á daginn þegar þeir eru haldnir. Þannig að í flestum tilvikum getur maður samræmt þetta annarri vinnu. Þannig að ég ætla bara að skoða hvernig þetta muni ganga í framhaldinu,“ segir Guðbrandur. Bæjarstjórnarfundir eru haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag í hvernjum mánuði þannig að það er fundur í dag og væntanlega einnig þriðjudagin 21. desember. Á sama tíma geta þingfundir staðið fram á kvöld, sérstaklega rétt fyrir jól. Guðbrandur segist ekki ætla að láta bæjarmálin koma niður á þingstörfum enda er þingmönnum skylt að sækja bæði þing- og nefndarfundi. Það verði kallaður inn varamaður í bæjarstjórn ef á þurfi að halda. „Þetta er auðvitað mikið núna fram að áramótum af því fjárlagagerðin er í fullum gangi. Svo verður maður bara að skoða málin í framhaldinu.“ Þú sinnir ekki bæjarstjórn á meðan? „Nei, ég fæ nú reyndar að hlaupa heim í dag til að mæta á bæjarstjórnarfund. Við erum að klára fjárhagsáætlunargerðina okkar fyrir næsta ár. Við klárum það á fundi klukkan fimm í dag,“ segir Guðbrandur. Óvissa ríki um hvort Bein leið bjóði aftur fram í bæjarstjórnarkosningunum í vor sem hann hafi verið oddviti fyrir. „Það verður alla vega skoðað að bein leið dragi sig í hlé og Viðreisn fari af stað. En það er auðvitað bara mál sem verður skoðað með hækkandi sól,“ segir Guðbrandur Einarsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjanesbær Viðreisn Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira