Fótbolti

Fyrsta enska liðið til að fara í gegnum riðlakeppnina með fullt hús stiga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Liverpool gerði það sem engu öðru ensku liðiu hefur tekist og fór í gegnum riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með fullt hús stiga.
Liverpool gerði það sem engu öðru ensku liðiu hefur tekist og fór í gegnum riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með fullt hús stiga. Jonathan Moscrop/Getty Images

Liverpool varð í gærkvöldi fyrsta enska knattspyrnuliðið til að fara í gegnum riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með fullt hús stiga eftir að liðið vann 2-1 útisigur gegn AC Milan.

Liverpool var fyrir löngu búið að tryggja sér sigur í B-riðli þegar liðið heimsótti AC Milan, í leik sem var upp á líf og dauða fyrir heimamenn.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði átta breytingar á liði sínu frá seinasta leik og Liverpool lenti undir eftir tæplega hálftíma leik.

Mohamed Salah og Divock Origi sáu þó til þess að stigin þrjú komu með gestunum aftur til Bretlandseyja og Liverpool endaði því með 18 stig af 18 mögulegum, í riðli sem margir litu á sem einn erfiðasta riðil keppninnar.

Eins og áður segir er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem enskt lið fer í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga, en eftir úrslit gærkvöldsins er það Atlético Madrid sem fylgir Liverpool í 16-liða úrslit úr B-riðli. Porto fer í Evrópukeppnina, en AC Milan situr eftir með sárt ennið.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir

Liverpool slökkti í vonum AC Milan

Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×