Innlent

Bein út­sending: Úr­slit í hönnunar­sam­keppni um brú yfir Foss­vog

Atli Ísleifsson skrifar
Brú sem þessi yrði mikil samgöngubót og myndi létta á umferð á öðrum umferðarþungum leiðum.
Brú sem þessi yrði mikil samgöngubót og myndi létta á umferð á öðrum umferðarþungum leiðum. Vegagerðin

Tilkynnt verður um úrslit í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvogi á fundi klukkan 11 í dag.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að bygging brúar yfir Fossvog sé samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, sveitarfélaganna Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar, og Betri samgangna ohf. Keppnin var boðin út á evrópska efnahafssvæðinu fyrir hönd samstarfsaðilanna.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan.

„Brú yfir Fossvog er hluti af 1. áfanga vegna uppbyggingar Borgarlínunnar samkvæmt Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

Markmiðið með gerð brúar yfir Fossvog er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs. Brúnni er ætlað að styðja við vistvæna samgöngukosti á svæðinu, ásamt því að stytta ferðalengdir, dreifa umferðarálagi og styðja við umferð gangandi og hjólandi.

Hönnunarsamkeppnin var opin og í tveimur þrepum. Nafnleyndar var gætt á báðum þrepum. Fimmtán tillögur bárust í keppnina og voru þrjár þeirra valdar áfram á seinna þrep til að þróa tillögur áfram og skila inn í lok annars þreps,“ segir í tilkynningunni frá Vegagerðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×