Léttvínið nærri 40 prósentum ódýrara með dönskum sköttum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 14:20 Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2022 hækkar áfengisgjaldið um 2,5 prósent. Vísir/Vilhelm Léttvínsflaska sem kostar 2.100 krónur í Vínbúðinni myndi kosta 1.318 krónur með dönskum sköttum og bjórflaska sem kostar 369 krónur hérlendis myndi kosta 262 krónur. Vodki myndi vera nær 40 prósent ódýrari með sænskum sköttum. Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda, þar sem félagið setur fram niðurstöður ýmissa útreikninga þar sem verð á áfengi er skoðað útfrá skattlagningu áfengis á Norðurlöndunum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í samtali við Vísi að stjórnvöld hafi löngum réttlæt hátt áfengisgjald, sem hækkar um 2,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2022, með því að vísa til þess að virðisaukaskattur á áfengi sé lægri á Íslandi en í nágrannalöndunum. FA Virðisaukaskatturinn sé 11 prósent hérlendis en allt að 25 prósent á Norðurlöndunum. Til að fá sanngjarnan verðsamanburð ákvað FA að reikna út hvað áfengir drykkir myndu kosta á Íslandi ef þeir væru skattlagðir með sama hætti og í samanburðarríkjum í Norður- og Vestur-Evrópu. Í öllum tilvikum nema einu yrðu umræddar vörur mun ódýrari ef þær væru skattlagðar líkt og á Norðurlöndunum. „Svo dæmi sé tekið yrði léttvínsflaska, sem kostar tæplega 2.100 krónur í Vínbúðinni, rúmlega 37% ódýrari með dönskum sköttum og myndi kosta 1.318 krónur. Bjórflaska, sem kostar 369 krónur á Íslandi, myndi kosta 262 krónur með dönskum sköttum (29% minna), eða 310 krónur með sænskum sköttum (19% minna). Verð á vodkaflösku á Íslandi er þrefalt á við það ef á hana væru lagðir skattar eins og í Evrópuríkjum að meðaltali. Ef Ísland legði á sænska skatta væri vodkaflaskan 39% ódýrari – og verða sænsk stjórnvöld þó seint sökuð um skort á skattagleði,“ segir á vef FA. FA Undantekningin er bjór með norskum sköttum en hann yrði 41 krónu dýrari með norskum sköttum, „enda áfengisgjald nánast það sama í löndunum tveimur og virðisaukaskatturinn hærir í Noregi,“ segir í tilkynningunni. „Ekkert Evrópuríki, ekki einu sinni Noregur, leggur jafnfáránlega skatta á áfenga drykki og Ísland. Þrátt fyrir að heims- og Evrópumetin falli ár eftir ár halda áfengisskattar áfram að hækka í hverju fjárlagafrumvarpinu á fætur öðru. Það hlýtur einhvers staðar og einhvern tímann að verða að segja stopp,“ er haft eftir Ólafi. Háir skattar komi sérstaklega illa niður á innlendri áfengisframleiðslu, sem sé vaxandi atvinnugrein. „Svo fást aldrei svör frá stjórnmálamönnum við spurningunni um það hvað hinn íslenski neytandi hafi gert til að verðskulda að borga hátt í helmingi meira fyrir borðvínið sitt en neytendur í öðrum Norður- og Vestur-Evrópuríkjum að meðaltali.“ FA Verslun Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda, þar sem félagið setur fram niðurstöður ýmissa útreikninga þar sem verð á áfengi er skoðað útfrá skattlagningu áfengis á Norðurlöndunum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í samtali við Vísi að stjórnvöld hafi löngum réttlæt hátt áfengisgjald, sem hækkar um 2,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2022, með því að vísa til þess að virðisaukaskattur á áfengi sé lægri á Íslandi en í nágrannalöndunum. FA Virðisaukaskatturinn sé 11 prósent hérlendis en allt að 25 prósent á Norðurlöndunum. Til að fá sanngjarnan verðsamanburð ákvað FA að reikna út hvað áfengir drykkir myndu kosta á Íslandi ef þeir væru skattlagðir með sama hætti og í samanburðarríkjum í Norður- og Vestur-Evrópu. Í öllum tilvikum nema einu yrðu umræddar vörur mun ódýrari ef þær væru skattlagðar líkt og á Norðurlöndunum. „Svo dæmi sé tekið yrði léttvínsflaska, sem kostar tæplega 2.100 krónur í Vínbúðinni, rúmlega 37% ódýrari með dönskum sköttum og myndi kosta 1.318 krónur. Bjórflaska, sem kostar 369 krónur á Íslandi, myndi kosta 262 krónur með dönskum sköttum (29% minna), eða 310 krónur með sænskum sköttum (19% minna). Verð á vodkaflösku á Íslandi er þrefalt á við það ef á hana væru lagðir skattar eins og í Evrópuríkjum að meðaltali. Ef Ísland legði á sænska skatta væri vodkaflaskan 39% ódýrari – og verða sænsk stjórnvöld þó seint sökuð um skort á skattagleði,“ segir á vef FA. FA Undantekningin er bjór með norskum sköttum en hann yrði 41 krónu dýrari með norskum sköttum, „enda áfengisgjald nánast það sama í löndunum tveimur og virðisaukaskatturinn hærir í Noregi,“ segir í tilkynningunni. „Ekkert Evrópuríki, ekki einu sinni Noregur, leggur jafnfáránlega skatta á áfenga drykki og Ísland. Þrátt fyrir að heims- og Evrópumetin falli ár eftir ár halda áfengisskattar áfram að hækka í hverju fjárlagafrumvarpinu á fætur öðru. Það hlýtur einhvers staðar og einhvern tímann að verða að segja stopp,“ er haft eftir Ólafi. Háir skattar komi sérstaklega illa niður á innlendri áfengisframleiðslu, sem sé vaxandi atvinnugrein. „Svo fást aldrei svör frá stjórnmálamönnum við spurningunni um það hvað hinn íslenski neytandi hafi gert til að verðskulda að borga hátt í helmingi meira fyrir borðvínið sitt en neytendur í öðrum Norður- og Vestur-Evrópuríkjum að meðaltali.“ FA
Verslun Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira