Lugu til um þyngd leikmanna Þóris Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2021 08:00 Hver einasti leikmaður norska liðsins er skráður 60, 65 eða 70 kg á vef alþjóða handknattleikssambandsins. Norska handknattleikssambandið sendi inn tölur af handahófi til að mótmæla því að þyngdarupplýsingar væru opinberar. IHF Norska handknattleikssambandið sendi inn falskar upplýsingar um þyngd leikmanna kvennalandsliðsins sem spilar á HM á Spáni. Alþjóða sambandið, IHF, hefur verið gagnrýnt fyrir að upplýsingum um þyngd leikmanna sé dreift á heimasíðu mótsins og í sjónvarpi, enda sé slíkt óþarfi. Þórir Hergeirsson stýrir norska liðinu á HM líkt og á mörgum undanförnum stórmótum. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu HM í ár er hver einasti leikmaður hans annað hvort 60, 65 eða 70 kg að þyngd. „Það sem við gerðum var að senda inn þyngdartölur sem passa ekki. Þarna er sem sagt ekki um rétta þyngd leikmanna að ræða,“ segir Mads Stian Hansen, talsmaður norska sambandsins, við NTB. Vilja ekki að horft sé í þyngd leikmanna Norðmenn hafa undanfarin stórmót neitað að veita upplýsingar um þyngd leikmanna en urðu að senda inn tölur að þessu sinni til að geta gengið frá skráningu liðsins. Þeir vilja að IHF og sjónvarpsrétthafinn Nent birti ekki upplýsingarnar. „Við höfum bent IHF og Nent á að við viljum ekki að upplýsingarnar séu notaðar, en höfum séð að það er gert. Við vonumst til að því verði hætt. Í fyrsta lagi eru upplýsingarnar ekki réttar og við teljum þær ekki skipta máli í toppíþróttum. Við viljum ekki að það sé verið að horfa í þetta [þyngd]. Um það eru leikmenn okkar einnig sammála,“ segir Hansen. Man ekki til þess að hafa veitt upplýsingar um þyngd Hin sænska Jamina Roberts tekur undir gagnrýni þeirra norsku og er hrifin af ákvörðunin um að ljúga til um þyngd: „Ég skil þau. Þetta er leið til þess að sýna andstöðu sína í verki,“ sagði Roberts við Aftonbladet. Hún kveðst þó raunar ekki hafa gert sér grein fyrir því að þessar upplýsingar lægju fyrir. „Ég hef aldrei hugsað um þetta eða vitað af þessu. Ég hef sjálf ekki veitt neinar upplýsingar um mína þyngd,“ sagði Roberts. Fjölmiðlafulltrúi sænska liðsins segir að mögulega séu upplýsingar um þyngd hennar frá því að hún kom fyrst inn í liðið árið 2010. HM 2021 í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Þórir Hergeirsson stýrir norska liðinu á HM líkt og á mörgum undanförnum stórmótum. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu HM í ár er hver einasti leikmaður hans annað hvort 60, 65 eða 70 kg að þyngd. „Það sem við gerðum var að senda inn þyngdartölur sem passa ekki. Þarna er sem sagt ekki um rétta þyngd leikmanna að ræða,“ segir Mads Stian Hansen, talsmaður norska sambandsins, við NTB. Vilja ekki að horft sé í þyngd leikmanna Norðmenn hafa undanfarin stórmót neitað að veita upplýsingar um þyngd leikmanna en urðu að senda inn tölur að þessu sinni til að geta gengið frá skráningu liðsins. Þeir vilja að IHF og sjónvarpsrétthafinn Nent birti ekki upplýsingarnar. „Við höfum bent IHF og Nent á að við viljum ekki að upplýsingarnar séu notaðar, en höfum séð að það er gert. Við vonumst til að því verði hætt. Í fyrsta lagi eru upplýsingarnar ekki réttar og við teljum þær ekki skipta máli í toppíþróttum. Við viljum ekki að það sé verið að horfa í þetta [þyngd]. Um það eru leikmenn okkar einnig sammála,“ segir Hansen. Man ekki til þess að hafa veitt upplýsingar um þyngd Hin sænska Jamina Roberts tekur undir gagnrýni þeirra norsku og er hrifin af ákvörðunin um að ljúga til um þyngd: „Ég skil þau. Þetta er leið til þess að sýna andstöðu sína í verki,“ sagði Roberts við Aftonbladet. Hún kveðst þó raunar ekki hafa gert sér grein fyrir því að þessar upplýsingar lægju fyrir. „Ég hef aldrei hugsað um þetta eða vitað af þessu. Ég hef sjálf ekki veitt neinar upplýsingar um mína þyngd,“ sagði Roberts. Fjölmiðlafulltrúi sænska liðsins segir að mögulega séu upplýsingar um þyngd hennar frá því að hún kom fyrst inn í liðið árið 2010.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti