Tölvupóstfangið gríðarlanga skorið rækilega niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2021 21:12 Búið að stytta hið ógurlega langa tölvupóstfang sem Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur var úthlutað á Alþingi. Píratar. Búið er að stytta tölvupóstfang Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata, þannig að nú inniheldur það aðeins fornafn og millinafn hennar í stað fulls nafns. Arndís Anna vakti athygli á því á Alþingi í dag að hún hefði fengið ógurlega löngu tölvupóstfangi úthlutað er hún tók sæti á Alþingi á dögunum. Tölvupóstfangið var arndis.anna.kristinardottir.gunnarsdottir@althingi.is eða heil 53 stafbil. „Lengra en meðaltölvupóstur,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag þar sem hún kvartaði yfir hinu langa tölvupóstfangi. Kvörtun hennar virðist hafa borið árangur en á vef Alþingis má sjá að búið er að stytta tölvupóstfang hennar niður í arndis.anna@althingi.is. Það er öllu styttra eða 23 stafabil. Var lengd tölvupóstfangs hennar því skorin niður um nærri helming. Í samtali við Vísi segir Arndís Anna að hún hafi ekki fengið sérstaka tilkynningu um að tölvupóstfangi hennar hafi verið breytt. Sjálf hefði hún kosið að fá arndisanna@althingi.is en að hún geti þó sætt við nýja tölvupóstfangið. Í ræðu hennar á Alþingi um málið benti Arndís á að þingmenn ættu að vera eins aðgengilegir og kostur er, þar með talið tölvupóstfang þeirra. Það gæti reynst fráhrindandi og erfitt um vik fyrir suma að reyna að hafa samband við þingmenn með gríðarlega löng tölvupóstföng. „Ég vil því biðla til forseta að beita sér fyrir því að Alþingi þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar, sem í ofanálag stríða gegn þeim mikilvæga þætti lýðræðisins, að fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi séu almenningi eins aðgengilegir og kostur er,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag en ræða hennar virðist hafa skilað árangri. Alþingi Tækni Stjórnsýsla Píratar Mannanöfn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Arndís Anna vakti athygli á því á Alþingi í dag að hún hefði fengið ógurlega löngu tölvupóstfangi úthlutað er hún tók sæti á Alþingi á dögunum. Tölvupóstfangið var arndis.anna.kristinardottir.gunnarsdottir@althingi.is eða heil 53 stafbil. „Lengra en meðaltölvupóstur,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag þar sem hún kvartaði yfir hinu langa tölvupóstfangi. Kvörtun hennar virðist hafa borið árangur en á vef Alþingis má sjá að búið er að stytta tölvupóstfang hennar niður í arndis.anna@althingi.is. Það er öllu styttra eða 23 stafabil. Var lengd tölvupóstfangs hennar því skorin niður um nærri helming. Í samtali við Vísi segir Arndís Anna að hún hafi ekki fengið sérstaka tilkynningu um að tölvupóstfangi hennar hafi verið breytt. Sjálf hefði hún kosið að fá arndisanna@althingi.is en að hún geti þó sætt við nýja tölvupóstfangið. Í ræðu hennar á Alþingi um málið benti Arndís á að þingmenn ættu að vera eins aðgengilegir og kostur er, þar með talið tölvupóstfang þeirra. Það gæti reynst fráhrindandi og erfitt um vik fyrir suma að reyna að hafa samband við þingmenn með gríðarlega löng tölvupóstföng. „Ég vil því biðla til forseta að beita sér fyrir því að Alþingi þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar, sem í ofanálag stríða gegn þeim mikilvæga þætti lýðræðisins, að fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi séu almenningi eins aðgengilegir og kostur er,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag en ræða hennar virðist hafa skilað árangri.
Alþingi Tækni Stjórnsýsla Píratar Mannanöfn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira