„Þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega eða missum þá alveg kjánalega varnarlega“ Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2021 21:51 Einar Jónsson og Haraldur Þorvarðarson á hliðarlínunni í Safamýri. vísir/hulda margrét „Við vorum bara ekki góðir í dag. Mér finnst við hafa spilað vel undanfarna leiki en við vorum ekki góðir núna,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið nauma gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Framarar lentu 16-10 undir í fyrri hálfleik en náðu að vinna þann mun fljótt upp og jafna metin nokkrum sinnum. Þeim tókst hins vegar ekki að komast yfir og töpuðu á endanum, 33-32. „Við vorum óskynsamir, varnarlega vorum við alls ekki nógu góðir, og svo einhvern veginn alltaf þegar við erum komnir inn í þetta þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega, eða missum þá alveg kjánalega varnarlega. Þetta var saga leiksins. Við vorum lélegir í fyrri hálfleik, skömminni skárri í seinni hálfleik og náðum að jafna metin, en svo komu kjánalegir feilar bæði í vörn og sókn og það er rosalega dýrt,“ sagði Einar við Vísi eftir leik. „Fyrstu 15-20 mínútur leiksins eru bara lélegar hjá okkur. Ég veit ekki af hverju. Við vorum andlausir. Langt frá mönnum, skrefinu á eftir, og það var bara rosalega margt vont við þennan fyrsta kafla. Hinar 45 mínúturnar eru ágætar að mörgu leyti en við gerðum of mörg kjánaleg mistök Í seinni hálfleik er fullt af tímapunktum þar sem ég hélt að við værum bara að ná tökum á leiknum. Þeir voru í basli og „momentum“ með okkur, en þá köstuðum við bara boltanum út af, fengum tvígrip á okkur eða eitthvað slíkt. Það vantaði meiri klókindi, kannski meiri gæði, og við náðum ekki að nýta þessi „móment“ sem við höfðum með okkur í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Verðum að fara að fá tvö stig Eftir tvö jafntefli í röð og eins marks tap í kvöld má ætla að Framarar séu orðnir langeygðir eftir sigri: „Við verðum að fara að fá tvö stig. Þetta eru 1-2 mörk nánast í hverjum einasta leik hjá okkur. Við verðum að klára dæmið, og reyna að læra af þessu. Nýta stöðuna þegar við erum komnir yfir, eða eins og í kvöld þegar við náðum að jafna. Það er margt að greina en líka ýmislegt gott í þessu,“ sagði Einar. Gjaldkerinn klókur markvörður sem miðlar reynslu Framarar tefldu annan leikinn í röð fram hinum 42 ára gamla Magnúsi Gunnari Erlendssyni, sem varði mark liðsins meirihluta leiksins í kvöld. Magnús, sem er gjaldkeri handknattleiksdeildar Fram, hafði ekki spilað í sex ár þegar Einar kallaði á hann vegna meiðsla Lárusar Helga Ólafssonar. Af hverju var kallað á Magnús? „Staðreyndin er bara sú að hlutfallsmarkvarslan hjá okkur hefur minnkað um 10 prósentustig eftir að Lárus meiddist. Við erum að vinna í þeim málum og töldum að við þyrftum ákveðna reynslu inn í þetta. Hann kom frábær inn í síðasta leik en við ætlumst ekki til þess að hann loki markinu í hverjum einasta leik. Ég held að hann geti hjálpað okkur og miðlað sinni reynslu til hinna markvarðanna, og tekið aðeins pressuna af þeim. Maggi er góður markvörður, klókur drengur, og vonandi getum við notað hann eitthvað áfram,“ sagði Einar. Olís-deild karla Fram Haukar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Framarar lentu 16-10 undir í fyrri hálfleik en náðu að vinna þann mun fljótt upp og jafna metin nokkrum sinnum. Þeim tókst hins vegar ekki að komast yfir og töpuðu á endanum, 33-32. „Við vorum óskynsamir, varnarlega vorum við alls ekki nógu góðir, og svo einhvern veginn alltaf þegar við erum komnir inn í þetta þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega, eða missum þá alveg kjánalega varnarlega. Þetta var saga leiksins. Við vorum lélegir í fyrri hálfleik, skömminni skárri í seinni hálfleik og náðum að jafna metin, en svo komu kjánalegir feilar bæði í vörn og sókn og það er rosalega dýrt,“ sagði Einar við Vísi eftir leik. „Fyrstu 15-20 mínútur leiksins eru bara lélegar hjá okkur. Ég veit ekki af hverju. Við vorum andlausir. Langt frá mönnum, skrefinu á eftir, og það var bara rosalega margt vont við þennan fyrsta kafla. Hinar 45 mínúturnar eru ágætar að mörgu leyti en við gerðum of mörg kjánaleg mistök Í seinni hálfleik er fullt af tímapunktum þar sem ég hélt að við værum bara að ná tökum á leiknum. Þeir voru í basli og „momentum“ með okkur, en þá köstuðum við bara boltanum út af, fengum tvígrip á okkur eða eitthvað slíkt. Það vantaði meiri klókindi, kannski meiri gæði, og við náðum ekki að nýta þessi „móment“ sem við höfðum með okkur í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Verðum að fara að fá tvö stig Eftir tvö jafntefli í röð og eins marks tap í kvöld má ætla að Framarar séu orðnir langeygðir eftir sigri: „Við verðum að fara að fá tvö stig. Þetta eru 1-2 mörk nánast í hverjum einasta leik hjá okkur. Við verðum að klára dæmið, og reyna að læra af þessu. Nýta stöðuna þegar við erum komnir yfir, eða eins og í kvöld þegar við náðum að jafna. Það er margt að greina en líka ýmislegt gott í þessu,“ sagði Einar. Gjaldkerinn klókur markvörður sem miðlar reynslu Framarar tefldu annan leikinn í röð fram hinum 42 ára gamla Magnúsi Gunnari Erlendssyni, sem varði mark liðsins meirihluta leiksins í kvöld. Magnús, sem er gjaldkeri handknattleiksdeildar Fram, hafði ekki spilað í sex ár þegar Einar kallaði á hann vegna meiðsla Lárusar Helga Ólafssonar. Af hverju var kallað á Magnús? „Staðreyndin er bara sú að hlutfallsmarkvarslan hjá okkur hefur minnkað um 10 prósentustig eftir að Lárus meiddist. Við erum að vinna í þeim málum og töldum að við þyrftum ákveðna reynslu inn í þetta. Hann kom frábær inn í síðasta leik en við ætlumst ekki til þess að hann loki markinu í hverjum einasta leik. Ég held að hann geti hjálpað okkur og miðlað sinni reynslu til hinna markvarðanna, og tekið aðeins pressuna af þeim. Maggi er góður markvörður, klókur drengur, og vonandi getum við notað hann eitthvað áfram,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Fram Haukar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira