Birkir Blær svaf lítið í nótt vegna spennu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. desember 2021 11:36 Birkir Blær Óðinsson keppir til úrslita í sænska Idolinu í kvöld. Skjáskot Birkir Blær Óðinsson sem keppir í úrslitum sænska Idolsins í kvöld segist lítið hafa sofið í nótt og er spenntur fyrir kvöldinu. Mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær mætir í kvöld söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í Avicii Arena sem flestir þekkja sem Globen í Stokkhólmi. Það lá nokkuð vel á Birki þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en hann sagði þó langan dag þegar að baki. „Við vorum í fréttunum í morgun klukkan sjö þannig maður er svolítið þreyttur. En ég er bara spenntur,“ segir Birkir. Birkir Blær valdi að taka lagið All I Ask eftir Adele í kvöld en hann segir það eitt af sínum uppáhalds.Idol Hvernig eru taugarnar, gastu sofið eitthvað í nótt? „Nei eiginlega ekki, við erum á hóteli við Arenað. Og maður sér það beint út um gluggann á herberginu þannig það var svolítið erfitt að hætta að hugsa um þetta. Þannig það var svolítið erfitt að sofna,“ segir hann léttur í bragði. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Hann segir stórfjölskylduna verða í salnum í kvöld; meðal annars móður sína sem er farin út til Svíþjóðar frá Íslandi og kærustuna. Hann syngur þrjú lög. „Fyrsta lagið sem ég syng er All I ask með Adele, það er lag sem ég valdi sjálfur. Erum síðan bæði að taka lag sem við höfum tekið áður, eitt af þeim vinsælustu og þá er ég að taka It's a Man's Man's World og síðan er það sigurvegaralagið sem er samið fyrir okkur,“ segir Birkir. Hann segist spenntur fyrir kvöldinu en mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal. En hvernig sem fer segist Birkir ekki hafa sungið sitt síðasta. „Mig langar bara að gefa út mitt eigið efni og langar að halda áfram að gera þetta, nema bara meira á mínum eigin forsendum. Hérna er maður svolítið peð. Þannig mig langar að gefa út lög og spila fyrir fólk. Ég vonast bara til þess að geta gert það.“ Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld. Hefst klukkan 18 að íslenskum tíma og stendur yfir fram eftir kvöldi. Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Svíþjóð Akureyri Tónlist Hæfileikaþættir Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær mætir í kvöld söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í Avicii Arena sem flestir þekkja sem Globen í Stokkhólmi. Það lá nokkuð vel á Birki þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en hann sagði þó langan dag þegar að baki. „Við vorum í fréttunum í morgun klukkan sjö þannig maður er svolítið þreyttur. En ég er bara spenntur,“ segir Birkir. Birkir Blær valdi að taka lagið All I Ask eftir Adele í kvöld en hann segir það eitt af sínum uppáhalds.Idol Hvernig eru taugarnar, gastu sofið eitthvað í nótt? „Nei eiginlega ekki, við erum á hóteli við Arenað. Og maður sér það beint út um gluggann á herberginu þannig það var svolítið erfitt að hætta að hugsa um þetta. Þannig það var svolítið erfitt að sofna,“ segir hann léttur í bragði. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Hann segir stórfjölskylduna verða í salnum í kvöld; meðal annars móður sína sem er farin út til Svíþjóðar frá Íslandi og kærustuna. Hann syngur þrjú lög. „Fyrsta lagið sem ég syng er All I ask með Adele, það er lag sem ég valdi sjálfur. Erum síðan bæði að taka lag sem við höfum tekið áður, eitt af þeim vinsælustu og þá er ég að taka It's a Man's Man's World og síðan er það sigurvegaralagið sem er samið fyrir okkur,“ segir Birkir. Hann segist spenntur fyrir kvöldinu en mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal. En hvernig sem fer segist Birkir ekki hafa sungið sitt síðasta. „Mig langar bara að gefa út mitt eigið efni og langar að halda áfram að gera þetta, nema bara meira á mínum eigin forsendum. Hérna er maður svolítið peð. Þannig mig langar að gefa út lög og spila fyrir fólk. Ég vonast bara til þess að geta gert það.“ Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld. Hefst klukkan 18 að íslenskum tíma og stendur yfir fram eftir kvöldi.
Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Svíþjóð Akureyri Tónlist Hæfileikaþættir Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“