Birkir Blær svaf lítið í nótt vegna spennu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. desember 2021 11:36 Birkir Blær Óðinsson keppir til úrslita í sænska Idolinu í kvöld. Skjáskot Birkir Blær Óðinsson sem keppir í úrslitum sænska Idolsins í kvöld segist lítið hafa sofið í nótt og er spenntur fyrir kvöldinu. Mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær mætir í kvöld söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í Avicii Arena sem flestir þekkja sem Globen í Stokkhólmi. Það lá nokkuð vel á Birki þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en hann sagði þó langan dag þegar að baki. „Við vorum í fréttunum í morgun klukkan sjö þannig maður er svolítið þreyttur. En ég er bara spenntur,“ segir Birkir. Birkir Blær valdi að taka lagið All I Ask eftir Adele í kvöld en hann segir það eitt af sínum uppáhalds.Idol Hvernig eru taugarnar, gastu sofið eitthvað í nótt? „Nei eiginlega ekki, við erum á hóteli við Arenað. Og maður sér það beint út um gluggann á herberginu þannig það var svolítið erfitt að hætta að hugsa um þetta. Þannig það var svolítið erfitt að sofna,“ segir hann léttur í bragði. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Hann segir stórfjölskylduna verða í salnum í kvöld; meðal annars móður sína sem er farin út til Svíþjóðar frá Íslandi og kærustuna. Hann syngur þrjú lög. „Fyrsta lagið sem ég syng er All I ask með Adele, það er lag sem ég valdi sjálfur. Erum síðan bæði að taka lag sem við höfum tekið áður, eitt af þeim vinsælustu og þá er ég að taka It's a Man's Man's World og síðan er það sigurvegaralagið sem er samið fyrir okkur,“ segir Birkir. Hann segist spenntur fyrir kvöldinu en mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal. En hvernig sem fer segist Birkir ekki hafa sungið sitt síðasta. „Mig langar bara að gefa út mitt eigið efni og langar að halda áfram að gera þetta, nema bara meira á mínum eigin forsendum. Hérna er maður svolítið peð. Þannig mig langar að gefa út lög og spila fyrir fólk. Ég vonast bara til þess að geta gert það.“ Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld. Hefst klukkan 18 að íslenskum tíma og stendur yfir fram eftir kvöldi. Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Svíþjóð Akureyri Tónlist Hæfileikaþættir Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær mætir í kvöld söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í Avicii Arena sem flestir þekkja sem Globen í Stokkhólmi. Það lá nokkuð vel á Birki þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en hann sagði þó langan dag þegar að baki. „Við vorum í fréttunum í morgun klukkan sjö þannig maður er svolítið þreyttur. En ég er bara spenntur,“ segir Birkir. Birkir Blær valdi að taka lagið All I Ask eftir Adele í kvöld en hann segir það eitt af sínum uppáhalds.Idol Hvernig eru taugarnar, gastu sofið eitthvað í nótt? „Nei eiginlega ekki, við erum á hóteli við Arenað. Og maður sér það beint út um gluggann á herberginu þannig það var svolítið erfitt að hætta að hugsa um þetta. Þannig það var svolítið erfitt að sofna,“ segir hann léttur í bragði. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Hann segir stórfjölskylduna verða í salnum í kvöld; meðal annars móður sína sem er farin út til Svíþjóðar frá Íslandi og kærustuna. Hann syngur þrjú lög. „Fyrsta lagið sem ég syng er All I ask með Adele, það er lag sem ég valdi sjálfur. Erum síðan bæði að taka lag sem við höfum tekið áður, eitt af þeim vinsælustu og þá er ég að taka It's a Man's Man's World og síðan er það sigurvegaralagið sem er samið fyrir okkur,“ segir Birkir. Hann segist spenntur fyrir kvöldinu en mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal. En hvernig sem fer segist Birkir ekki hafa sungið sitt síðasta. „Mig langar bara að gefa út mitt eigið efni og langar að halda áfram að gera þetta, nema bara meira á mínum eigin forsendum. Hérna er maður svolítið peð. Þannig mig langar að gefa út lög og spila fyrir fólk. Ég vonast bara til þess að geta gert það.“ Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld. Hefst klukkan 18 að íslenskum tíma og stendur yfir fram eftir kvöldi.
Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Svíþjóð Akureyri Tónlist Hæfileikaþættir Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira