Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Eiður Þór Árnason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. desember 2021 18:55 Rústir Mayfield Consumer Products kertaverksmiðjunnar í Mayfield. AP/Timothy D. Easley Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. Óveðrið hefur einnig skilið eftir sig gríðarlega slóð eyðileggingar í nágrannaríkjum. Manntjón er talið hafa orðið í Illinois þegar þak á vöruhúsi verslunarrisans Amazon hrundi ofan á starfsmenn. Ríkisstjóri Kentucky segir hvirfilbylinn þann versta í sögu ríkisins og að mannfall hafi aldrei verið jafn mikið. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi fyrir miðnætti og virkjaði þjóðvarðliðið í ríkinu. Mannfall varð þegar miklar skemmdir urðu á vöruhúsi Amazon í Edwardsville, Illinois.St. Louis Post-Dispatch/Robert Cohen Um 110 manns voru í kertaverksmiðjunni í Mayfield þegar hvirfilbylurinn skall á byggingunni. Viðbragðsaðilar í Kentucky og liðsmenn þjóðvarðliðsins safnast nú saman í Mayfield til að taka þátt í leit og björgunaraðgerðum. Leitar- og björgunarteymi hafa leitað í rústum bygginganna í allan dag en lögregluyfirvöld gátu ekki staðfest að svo stöddu hversu mörg lík hafi fundist í rústunum. Að sögn lögreglu gæti það tekið heilan dag og jafnvel lengur að fjarlægja allt brakið á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í morgun að alríkisyfirvöld muni tryggja að þau ríki sem hafi orðið fyrir hvirfilbylnum „fái það sem þau þurfa.“ Chilling video shows the cries of a candle worker trapped inside a factory after a deadly tornado collapsed their building. Kyana Parsons-Perez is speaking out on this horrifying experience amid severe tornado storms across the country. pic.twitter.com/zsr0rhc3RQ— TODAY (@TODAYshow) December 11, 2021 Föst í tvo tíma Kyana Parsons-Perez, starfsmaður í kertaverksmiðjunni, var föst í minnst tvær klukkustundir undir 1,5 metra þykkum rústum áður en henni var bjargað. Hún sagði í samtali við þáttastjórnendur Today á NBC-sjónvarpsstöðinni að þetta hafi verið hryllilegasti viðburður sem hún hafi nokkurn tíma upplifað og að hún hafi haft litla trú á því að hún kæmi til með að lifa hamfarirnar af. Meðal þeirra sem aðstoðuðu við leitina í rústunum voru fangar sem sitja af sér dóm í nálægu fangelsi. „Þeir hefðu getað nýtt tækifærið til þess að strjúka eða eitthvað, en þeir gerðu það ekki. Þeir voru þarna að hjálpa okkur,“ sagði Kyana Parsons-Perez. Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. 11. desember 2021 11:30 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Óveðrið hefur einnig skilið eftir sig gríðarlega slóð eyðileggingar í nágrannaríkjum. Manntjón er talið hafa orðið í Illinois þegar þak á vöruhúsi verslunarrisans Amazon hrundi ofan á starfsmenn. Ríkisstjóri Kentucky segir hvirfilbylinn þann versta í sögu ríkisins og að mannfall hafi aldrei verið jafn mikið. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi fyrir miðnætti og virkjaði þjóðvarðliðið í ríkinu. Mannfall varð þegar miklar skemmdir urðu á vöruhúsi Amazon í Edwardsville, Illinois.St. Louis Post-Dispatch/Robert Cohen Um 110 manns voru í kertaverksmiðjunni í Mayfield þegar hvirfilbylurinn skall á byggingunni. Viðbragðsaðilar í Kentucky og liðsmenn þjóðvarðliðsins safnast nú saman í Mayfield til að taka þátt í leit og björgunaraðgerðum. Leitar- og björgunarteymi hafa leitað í rústum bygginganna í allan dag en lögregluyfirvöld gátu ekki staðfest að svo stöddu hversu mörg lík hafi fundist í rústunum. Að sögn lögreglu gæti það tekið heilan dag og jafnvel lengur að fjarlægja allt brakið á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í morgun að alríkisyfirvöld muni tryggja að þau ríki sem hafi orðið fyrir hvirfilbylnum „fái það sem þau þurfa.“ Chilling video shows the cries of a candle worker trapped inside a factory after a deadly tornado collapsed their building. Kyana Parsons-Perez is speaking out on this horrifying experience amid severe tornado storms across the country. pic.twitter.com/zsr0rhc3RQ— TODAY (@TODAYshow) December 11, 2021 Föst í tvo tíma Kyana Parsons-Perez, starfsmaður í kertaverksmiðjunni, var föst í minnst tvær klukkustundir undir 1,5 metra þykkum rústum áður en henni var bjargað. Hún sagði í samtali við þáttastjórnendur Today á NBC-sjónvarpsstöðinni að þetta hafi verið hryllilegasti viðburður sem hún hafi nokkurn tíma upplifað og að hún hafi haft litla trú á því að hún kæmi til með að lifa hamfarirnar af. Meðal þeirra sem aðstoðuðu við leitina í rústunum voru fangar sem sitja af sér dóm í nálægu fangelsi. „Þeir hefðu getað nýtt tækifærið til þess að strjúka eða eitthvað, en þeir gerðu það ekki. Þeir voru þarna að hjálpa okkur,“ sagði Kyana Parsons-Perez.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. 11. desember 2021 11:30 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. 11. desember 2021 11:30