Losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar nær ekki til Evrópu Kjartan Kjartansson og Eiður Þór Árnason skrifa 17. desember 2021 07:01 Ríkisstjórnin hyggst ganga lengra en núgildandi markmið Evrópusambandsins segir til um. Vísir/Vilhelm Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Hlutur Íslands í sameiginlega markmiðinu verður minni en hjá mörgum ríkjum þar sem meðal annars er tekið tillit til hlutfalls endurnýjanlegrar orku og kostnaðarhagkvæmni aðgerða. Íslensk stjórnvöld eru í samfloti við Evrópusambandið og Noreg um formlegar skuldbindingar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sameiginlegt markmið ríkjanna hefur verið 40% samdráttur miðað við losun ársins 2005 fyrir árið 2030 en hlutdeild Íslands í því er 29%. Þýðir það að lágmarksframlag Íslands er 29% samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda til 2030 í geirum sem standa utan viðskiptakerfis ESB. ESB ákvað í fyrra að herða losunarmarkmið sitt í 55% samdrátt miðað við losun ársins 1990 fyrir árið 2030 í samræmi við kröfur Parísarsamkomulagsins. Vinna er hafin við að reikna út hver hlutdeild Íslands í þessu nýja metnaðarfyllra markmiði verður. Mesta aukningin hefur orðið í losun frá vegasamgöngum hér á landi frá árinu 1990. Frá þeim tíma hefur losun aukist um 82%.Vísir/Vilhelm Markmið ríkisstjórnarinnar óháð forsendum ESB Þrátt fyrir að í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem var kynntur í síðasta mánuði sé kveðið á um dregið verði úr losun um 55% verður hlutdeild Íslands í sameiginlega markmiði ESB og Noregs „talsvert lægra“ en það. Þetta staðfestir umhverfisráðuneytið í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Ráðuneytið bendir á að ríkisstjórnin hafi sett sér sérstakt markmið um 40% samdrátt í losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. „Það sama á við nú. Í stjórnarsáttmála er sett fram sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands. Þetta nýja markmið er óháð því markmiði sem verður ákvarðað [miðað við] forsendur ESB. Það markmið liggur ekki fyrir en reiknað er með að það verði talsvert lægra en 55%,“ segir í svarinu. Auknar kvaðir fylgja sameiginlega markmiðinu þar sem stjórnvöld þurfa að svara fyrir framgang sinn gagnvart ESB og loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Minni kröfur gerðar til Íslendinga Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, segir hlutdeild ríkja í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins, Íslands og Noregs reiknaða út frá ýmsum þáttum sem lúta að hagkerfinu og losun gróðurhúsalofttegunda. Hlutdeild Íslands sé aðeins lægri en meðaltalstalan fyrir allar þjóðir sem þýðir að sumum þeirra sé gert að draga meira úr losun en Ísland. „Ástæðan fyrir því að Ísland reiknast með að þurfa að gera minna er að það er orðið tiltölulega dýrara að draga úr losun hér heldur en annars staðar, við erum búin með mikið af hagkvæmustu þáttunum,“ segir Halldór við. Þar má nefna að Ísland og Noregur eru komin lengra en önnur Evrópuríki þegar kemur að nýtingu endurnýjanlegrar orku. Halldór segir mjög mikilvægt að það liggi fyrir sem allra fyrst hver hlutdeild Íslands verði. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.Vísir/Vilhelm Mörg ríki vilji ganga lengra „Það sem er að gerast með stjórnarsáttmálanum er í samræmi við þá þróun sem er að verða annars staðar. Ríkin eru til viðbótar að ganga lengra og þá er það ekki formleg skuldbinding gagnvart Parísarsamkomulaginu heldur svona innanlandsásetningur. Þá er líka hugsanlega opið að gera það upp með einhverjum öðrum hætti ef ástæða þykir til,“ segir Halldór. Halldór segir að sátt sé um þessa leið innan ESB þar sem hlutdeild einstakra ríkja í sameiginlega markmiðinu taki mið af því hvernig aðstæður séu á hverjum stað líkt og áður segir. Í samræmi við tilmæli Loftslagsráðs Loftslagsráð er sjálfstætt starfandi ráð sem hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftslagsmál. Samkvæmt lögunum eiga sæti í ráðinu fulltrúar atvinnulífsins, háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka auk annarra fulltrúa. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar formann, varaformann og fulltrúa ungs fólks. Halldór segir að Loftslagsráð hafi hvatt stjórnvöld til að setja sér innlent markmið sem gangi lengra en núverandi skuldbindingar gagnvart Parísarsáttmálanum. „Til þess að vera nær því að vera á réttri leið gagnvart kolefnishlutleysi 2040 þá er hreinlega skynsamlegast að ganga lengra 2030. Það er mun hagkvæmara að grípa til aðgerða ef maður hefur aðeins lengri tíma til þess.“ Með þeim hætti verði stjórnvöld í betri stöðu til að takast á við næsta áfanga losunarskuldbindinga: „Það er lang hagkvæmast að byrja strax.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og fulltrúi í Loftslagsráði.Vísir/Vilhelm Skorti beinharðar tölur og gögn Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og annar tveggja fulltrúa umhverfissamtaka í Loftslagsráði, telur sjálfstæða losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar ákveðna sýndarmennsku þar sem engar aðgerðir fylgi því. Hann bendir á að losun hafi aðeins dregist saman um átta prósent frá árinu 2005 og auka þurfi samdráttinn um tugi prósentustiga til að markmið ríkisstjórnarinnar náist. „Enginn hefur spurt hvort þetta sé raunhæft. Hefur Ísland ekki misst af lestinni fyrir löngu?“ spyr Árni sem veltir jafnframt fyrir sér hvort að íslensk stjórnvöld ætli sér að uppfæra landsmarkmið sitt á fyrri hluta næsta árs til að geta kynnt það á COP27-loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Árni gagnrýnir að erfitt sé að nálgast tölur eða útreikninga um losun og markmið Íslands. Hann spyr hvort að það samræmist markmiðinu að halda áfram að flytja inn bensín- og dísilbíla til ársins 2030. Hann telur að flýta verði banni við nýjum slíkum bílum þrátt fyrir að hann skorti tölur til að meta það „aðrar en að þeim mun meira sem við flytjum inn mengandi bíla, þeim mun meira lokum við okkur inni í kolefnishagkerfinu sem ríkisstjórnin segist vilja út úr.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Stefnt að 55 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda Uppfært markmið Ísands í loftslagsmálum kveður á um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu. 10. desember 2020 08:55 ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. 21. apríl 2021 10:46 Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Hlutur Íslands í sameiginlega markmiðinu verður minni en hjá mörgum ríkjum þar sem meðal annars er tekið tillit til hlutfalls endurnýjanlegrar orku og kostnaðarhagkvæmni aðgerða. Íslensk stjórnvöld eru í samfloti við Evrópusambandið og Noreg um formlegar skuldbindingar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sameiginlegt markmið ríkjanna hefur verið 40% samdráttur miðað við losun ársins 2005 fyrir árið 2030 en hlutdeild Íslands í því er 29%. Þýðir það að lágmarksframlag Íslands er 29% samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda til 2030 í geirum sem standa utan viðskiptakerfis ESB. ESB ákvað í fyrra að herða losunarmarkmið sitt í 55% samdrátt miðað við losun ársins 1990 fyrir árið 2030 í samræmi við kröfur Parísarsamkomulagsins. Vinna er hafin við að reikna út hver hlutdeild Íslands í þessu nýja metnaðarfyllra markmiði verður. Mesta aukningin hefur orðið í losun frá vegasamgöngum hér á landi frá árinu 1990. Frá þeim tíma hefur losun aukist um 82%.Vísir/Vilhelm Markmið ríkisstjórnarinnar óháð forsendum ESB Þrátt fyrir að í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem var kynntur í síðasta mánuði sé kveðið á um dregið verði úr losun um 55% verður hlutdeild Íslands í sameiginlega markmiði ESB og Noregs „talsvert lægra“ en það. Þetta staðfestir umhverfisráðuneytið í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Ráðuneytið bendir á að ríkisstjórnin hafi sett sér sérstakt markmið um 40% samdrátt í losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. „Það sama á við nú. Í stjórnarsáttmála er sett fram sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands. Þetta nýja markmið er óháð því markmiði sem verður ákvarðað [miðað við] forsendur ESB. Það markmið liggur ekki fyrir en reiknað er með að það verði talsvert lægra en 55%,“ segir í svarinu. Auknar kvaðir fylgja sameiginlega markmiðinu þar sem stjórnvöld þurfa að svara fyrir framgang sinn gagnvart ESB og loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Minni kröfur gerðar til Íslendinga Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, segir hlutdeild ríkja í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins, Íslands og Noregs reiknaða út frá ýmsum þáttum sem lúta að hagkerfinu og losun gróðurhúsalofttegunda. Hlutdeild Íslands sé aðeins lægri en meðaltalstalan fyrir allar þjóðir sem þýðir að sumum þeirra sé gert að draga meira úr losun en Ísland. „Ástæðan fyrir því að Ísland reiknast með að þurfa að gera minna er að það er orðið tiltölulega dýrara að draga úr losun hér heldur en annars staðar, við erum búin með mikið af hagkvæmustu þáttunum,“ segir Halldór við. Þar má nefna að Ísland og Noregur eru komin lengra en önnur Evrópuríki þegar kemur að nýtingu endurnýjanlegrar orku. Halldór segir mjög mikilvægt að það liggi fyrir sem allra fyrst hver hlutdeild Íslands verði. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.Vísir/Vilhelm Mörg ríki vilji ganga lengra „Það sem er að gerast með stjórnarsáttmálanum er í samræmi við þá þróun sem er að verða annars staðar. Ríkin eru til viðbótar að ganga lengra og þá er það ekki formleg skuldbinding gagnvart Parísarsamkomulaginu heldur svona innanlandsásetningur. Þá er líka hugsanlega opið að gera það upp með einhverjum öðrum hætti ef ástæða þykir til,“ segir Halldór. Halldór segir að sátt sé um þessa leið innan ESB þar sem hlutdeild einstakra ríkja í sameiginlega markmiðinu taki mið af því hvernig aðstæður séu á hverjum stað líkt og áður segir. Í samræmi við tilmæli Loftslagsráðs Loftslagsráð er sjálfstætt starfandi ráð sem hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftslagsmál. Samkvæmt lögunum eiga sæti í ráðinu fulltrúar atvinnulífsins, háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka auk annarra fulltrúa. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar formann, varaformann og fulltrúa ungs fólks. Halldór segir að Loftslagsráð hafi hvatt stjórnvöld til að setja sér innlent markmið sem gangi lengra en núverandi skuldbindingar gagnvart Parísarsáttmálanum. „Til þess að vera nær því að vera á réttri leið gagnvart kolefnishlutleysi 2040 þá er hreinlega skynsamlegast að ganga lengra 2030. Það er mun hagkvæmara að grípa til aðgerða ef maður hefur aðeins lengri tíma til þess.“ Með þeim hætti verði stjórnvöld í betri stöðu til að takast á við næsta áfanga losunarskuldbindinga: „Það er lang hagkvæmast að byrja strax.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og fulltrúi í Loftslagsráði.Vísir/Vilhelm Skorti beinharðar tölur og gögn Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og annar tveggja fulltrúa umhverfissamtaka í Loftslagsráði, telur sjálfstæða losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar ákveðna sýndarmennsku þar sem engar aðgerðir fylgi því. Hann bendir á að losun hafi aðeins dregist saman um átta prósent frá árinu 2005 og auka þurfi samdráttinn um tugi prósentustiga til að markmið ríkisstjórnarinnar náist. „Enginn hefur spurt hvort þetta sé raunhæft. Hefur Ísland ekki misst af lestinni fyrir löngu?“ spyr Árni sem veltir jafnframt fyrir sér hvort að íslensk stjórnvöld ætli sér að uppfæra landsmarkmið sitt á fyrri hluta næsta árs til að geta kynnt það á COP27-loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Árni gagnrýnir að erfitt sé að nálgast tölur eða útreikninga um losun og markmið Íslands. Hann spyr hvort að það samræmist markmiðinu að halda áfram að flytja inn bensín- og dísilbíla til ársins 2030. Hann telur að flýta verði banni við nýjum slíkum bílum þrátt fyrir að hann skorti tölur til að meta það „aðrar en að þeim mun meira sem við flytjum inn mengandi bíla, þeim mun meira lokum við okkur inni í kolefnishagkerfinu sem ríkisstjórnin segist vilja út úr.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Stefnt að 55 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda Uppfært markmið Ísands í loftslagsmálum kveður á um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu. 10. desember 2020 08:55 ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. 21. apríl 2021 10:46 Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Stefnt að 55 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda Uppfært markmið Ísands í loftslagsmálum kveður á um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu. 10. desember 2020 08:55
ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. 21. apríl 2021 10:46
Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13. nóvember 2021 19:55