Lífið

Kim náði lög­fræði­prófinu í fjórðu til­raun

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kim Kardashian var valin Fashion Icon of 2021 á People's Choice Awards á dögunum.
Kim Kardashian var valin Fashion Icon of 2021 á People's Choice Awards á dögunum. Getty/Gotham

Kim Kardashian West tilkynnti á Instagram í dag að hún náði lögfræðiprófinu sem hún hefur lært fyrir undanfarin tvö ár. 

Lögfræðinám Kim hefur ekki gengið snuðrulaust fyrir sig, en hún hefur fallið þrisvar á þessu ákveðna prófi á síðustu tveimur árum. Í þriðju tilrauninni var hún fárveik og með hita vegna COVID-19.

Raunveruleikastjarnan gafst þó aldrei upp og hefur nú loks náð þessu mikilvæga skrefi í náminu. Allir lögfræðinemar þurfa að ná tveimur mjög stórum prófum til að geta starfað við fagið. Prófið sem Kim komst í gegnum núna kallast „Baby bar exam“ og er það fyrra af þessum tveimur. 

Kim er ákveðin í að verða lögmaður eins og faðir hennar Robert Kardashian sem lést árið 2003. Hann er hvað þekktastur fyrir að vera lögmaður OJ Simpson á sínum tíma.  Skilnaðarferli Kim og Ye, áður Kanye West, er í vinnslu en hún hefur óskað eftir því að verða strax löglega skráð einhleyp og að West verði fjarlægt formlega úr nafninu hennar. 


Tengdar fréttir

Kim féll á prófinu

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur verið í lögfræðinámi undanfarið ár en á dögunum greindi hún frá því í raunveruleikaþættinum Keeping Up With The Kardashian að hún hefði fallið á lögfræðiprófi sem gæfi henni ákveðin réttindi.

Tólf á­kærðir vegna Kar­dashian ránsins í París

Tólf hafa verið ákærðir vegna ráns sem framið var í íbúð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian í París árið 2016. Rannsókn málsins hefur tekið rúmlega fimm ár en yfirvöld í Frakklandi gefa ekki upp hvenær til standi að taka málið til meðferðar.

Yeezy-klædd Kim Kar­dashian leiðir nýja kærastann

Síðustu vikur hafa allra augu verið á raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian og grínistanum Pete Davidson sem eru sögð eiga í ástarsambandi. Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×