Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2021 20:40 Grænlenska skipið Polar Amaroq á loðnumiðunum í norðanverðum Faxaflóa á síðustu vertíð. Myndin er tekin um borð í Beiti NK. KMU Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en um þrjúþúsund manns búa í bænum Qaqortoq. Til að komast í flug þurfa íbúarnir að sigla í tvo klukkutíma til Narsarsuaq sem núna er aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Beint áætlunarflug er þangað frá Reykjavík á sumrin. Flugvallaframkvæmdir eru á fullu í Nuuk og Ilulissat en Qaqortoq hefur beðið vegna fjárskorts.Stöð 2/Google Earth. Nýr flugvöllur við Qaqortoq átti raunar að vera þriðja stóra flugvallarverkefni Grænlendinga um þessar mundir. En meðan framkvæmdir í Ilulissat og Nuuk eru á fullu hefur fjárskortur hamlað því að hægt yrði að hefjast handa í Qaqortoq, - allt þar til nú að grænlensku stjórnarflokkarnir tilkynntu við fjárlagagerð landsstjórnarinnar að þeir væru búnir að finna andvirði níu milljarða íslenskra króna í verkið. Teikning af fyrirhugðum flugvelli í Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands.Kalaallit Airports Fréttamiðillinn KNR greinir frá því að íbúar Qaqortoq hafi skotið flugeldum á loft og sungið af gleði þegar þeir fengu fregnirnar. Skýringarnar sem grænlensk stjórnvöld gefa á þessum óvæntu viðbótartekjum eru einkum loðnugróði, sem allur kemur af Íslandsmiðum um þessar mundir. Grænlendingar eiga rétt á tuttugu prósentum kvótans, eða um 180 þúsund tonnum á yfirstandandi vertíð, sem gæti skilað tólf milljarða króna verðmæti. Polar Amaroq er annað af tveimur skipum Grænlendinga sem veiða loðnuna hér við land en útgerðin er að þriðjungi í eigu Síldarvinnslunnar og með íslenska yfirmenn um borð. Hitt skipið er Tasiilaq, en útgerð þess er að þriðjungi í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Fyrirhugaður flugvöllur við Qaqortoq, samkvæmt teikningu frá flugvallafélagi Grænlands, Kalaallit Airports.Mynd/Kalaallit Airports. Grænlensku skipin munu þó aðeins veiða um þriðjung grænlenska kvótans, að mati Gunnþórs Ingvasonar hjá Síldarvinnslunni. Hann áætlar að stærsti hluti loðnutekna Grænlendinga muni koma í gegnum kvótaleigu til Evrópusambandsins, sem noti loðnukvótana svo í skiptisamningum við Norðmenn. En þökk sé væntingum um góða loðnuvertíð við Ísland í vetur, þá stefnir flugvallafélag Grænlendinga núna á að hefja framkvæmdir við 1.500 metra flugbraut í Qaqortoq strax í sumar, að því er talsmaður Kalaallit Airports greinir frá. Áform um að spara með því að leggja styttri braut og reisa minni flugstöð hafa verið dregin til baka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni. 4. september 2021 08:24 Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. 1. febrúar 2021 18:32 Grænlendingar semja um hærri greiðslur fyrir kvóta Grænlendingar hafa endurnýjað samninga við Evrópusambandið sem tryggja þeim andvirði þriggja milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af fiskveiðiheimildum í lögsögu Grænlands. Fyrirtæki í eigu Íslendinga er meðal þeirra sem nýta kvótana. 13. janúar 2021 09:09 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en um þrjúþúsund manns búa í bænum Qaqortoq. Til að komast í flug þurfa íbúarnir að sigla í tvo klukkutíma til Narsarsuaq sem núna er aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Beint áætlunarflug er þangað frá Reykjavík á sumrin. Flugvallaframkvæmdir eru á fullu í Nuuk og Ilulissat en Qaqortoq hefur beðið vegna fjárskorts.Stöð 2/Google Earth. Nýr flugvöllur við Qaqortoq átti raunar að vera þriðja stóra flugvallarverkefni Grænlendinga um þessar mundir. En meðan framkvæmdir í Ilulissat og Nuuk eru á fullu hefur fjárskortur hamlað því að hægt yrði að hefjast handa í Qaqortoq, - allt þar til nú að grænlensku stjórnarflokkarnir tilkynntu við fjárlagagerð landsstjórnarinnar að þeir væru búnir að finna andvirði níu milljarða íslenskra króna í verkið. Teikning af fyrirhugðum flugvelli í Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands.Kalaallit Airports Fréttamiðillinn KNR greinir frá því að íbúar Qaqortoq hafi skotið flugeldum á loft og sungið af gleði þegar þeir fengu fregnirnar. Skýringarnar sem grænlensk stjórnvöld gefa á þessum óvæntu viðbótartekjum eru einkum loðnugróði, sem allur kemur af Íslandsmiðum um þessar mundir. Grænlendingar eiga rétt á tuttugu prósentum kvótans, eða um 180 þúsund tonnum á yfirstandandi vertíð, sem gæti skilað tólf milljarða króna verðmæti. Polar Amaroq er annað af tveimur skipum Grænlendinga sem veiða loðnuna hér við land en útgerðin er að þriðjungi í eigu Síldarvinnslunnar og með íslenska yfirmenn um borð. Hitt skipið er Tasiilaq, en útgerð þess er að þriðjungi í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Fyrirhugaður flugvöllur við Qaqortoq, samkvæmt teikningu frá flugvallafélagi Grænlands, Kalaallit Airports.Mynd/Kalaallit Airports. Grænlensku skipin munu þó aðeins veiða um þriðjung grænlenska kvótans, að mati Gunnþórs Ingvasonar hjá Síldarvinnslunni. Hann áætlar að stærsti hluti loðnutekna Grænlendinga muni koma í gegnum kvótaleigu til Evrópusambandsins, sem noti loðnukvótana svo í skiptisamningum við Norðmenn. En þökk sé væntingum um góða loðnuvertíð við Ísland í vetur, þá stefnir flugvallafélag Grænlendinga núna á að hefja framkvæmdir við 1.500 metra flugbraut í Qaqortoq strax í sumar, að því er talsmaður Kalaallit Airports greinir frá. Áform um að spara með því að leggja styttri braut og reisa minni flugstöð hafa verið dregin til baka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni. 4. september 2021 08:24 Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. 1. febrúar 2021 18:32 Grænlendingar semja um hærri greiðslur fyrir kvóta Grænlendingar hafa endurnýjað samninga við Evrópusambandið sem tryggja þeim andvirði þriggja milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af fiskveiðiheimildum í lögsögu Grænlands. Fyrirtæki í eigu Íslendinga er meðal þeirra sem nýta kvótana. 13. janúar 2021 09:09 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni. 4. september 2021 08:24
Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. 1. febrúar 2021 18:32
Grænlendingar semja um hærri greiðslur fyrir kvóta Grænlendingar hafa endurnýjað samninga við Evrópusambandið sem tryggja þeim andvirði þriggja milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af fiskveiðiheimildum í lögsögu Grænlands. Fyrirtæki í eigu Íslendinga er meðal þeirra sem nýta kvótana. 13. janúar 2021 09:09
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00